Fara í efni

Hlaupastíllinn

Lífsstíll - 24. ágúst 2023

Við vitum ekki með ykkur en það að hreyfa sig meira hefur verið eitt af áheitum sumarsins okkar. Gamla mantran, Look Good, Feel Good á vel við og þess vegna fannst okkur tilvalið að taka saman allt það flottasta í hlaupafatnaði- og fylgihlutum til að krydda upp á hlaupastílinn.

Hlaupadress frá Nike.

Skór

Þegar kemur að því að fara út að hlaupa er ekkert mikilvægara en góðir skór. Þú ferð ekki langt að heiman skólaus og því er mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig og kaupa þægilega en flotta hlaupaskó.

Hoka er heldur betur að taka yfir hlaupaheiminn og eru með marga af þeim bestu í sínum röðum. Jim Walmsley, einn besti utanvegahlaupari heims velur sér þessa frábæru skó. Ekki skemmir fyrir að þeir eru í þessum skemmtilega æpandi appelsínugula lit.

Hoka Speedgoat 5, Útilíf, 31.990 kr.
Hoka-hlaupaskórnir eru að slá í gegn og standa undir væntingum að mati sérfræðinga.

Salomon hafa heldur betur verið að gera það gott undanfarið en franski skóframleiðandinn er á toppnum í götutískunni þessa dagana. Það er því geggjað að geta notað þessa á djamminu og svo hlaupið heim úr miðbænum.

Salomon Glide, Útilíf, 26.900 kr.
Salomon-skórnir eru vinsælir í utanvegahlaup.

Gamla geitin klikkar seint þegar það kemur að skóvali. Þessir eiturgrænu Nike-skór henta einstaklega vel til utanvegahlaupa og í hálku þannig að þeir eru tilvaldir í íslenska veðurfarið.

Nike Zoom, Air, 29.995 kr.
Þú kemst ekki mikið hraðar en á þessum Nike Zoom-skóm. Frábærir fyrir götuhlaupin.
Nike Zoom Fly 5, Air, 34.995 kr.

Hlaupagírinn

Bolir með skemmtilegu printi vekja upp gamla, góða nostalgíu fyrir 90’s-dögunum þegar allir og amma þeirra fóru út að jogga.

Þessi minnir til dæmis á möntruna okkar. Zara, 4.595 kr.
Þessi er með skemmtilegri kúrekagrafík sem minnir á gömlu góðu USA. Galleri 17, 8.995 kr.
Góð kaldhæðni í þessum. Húmorinn hleypur með mann langar leiðir.
Galleri 17, 6.597 kr.

Þessi bolur frá The North Face er tilvalinn til að fara út að hlaupa í skítakulda.

The North Face, Útilíf, 4.495 kr.
Að fara út að jogga í extra stuttum stuttbuxum og hvítum hlýrabol er gjörsamlega ruglað lúkk. Bættu um betur og hentu í „bandana“ til að halda lokkunum frá augunum og þú gætir verið rifinn beint út úr 90’s bíómynd.
Hlýrabolur, Zara, 2.995 kr.
Bættu „bandana“ við hlaupalúkkið og þú ert eins og út úr 90´s bíómynd! Zara, 2.295 kr.

Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga einn þröngan æfingabol til að vera í undir skemmtilegu myndabolunum.

4F, 4.290 kr.

Þessar laxableiku stuttu stuttbuxur vekja heldur betur athygli á sér.

Adidas stuttbuxur, Útilíf, 5.950 kr.

Geggjaðar grænar stuttbuxur sem virka líka sem sundbuxur þannig að þú getur hoppað beint í vatnið eftir hlaupið.

Nike Club Stuttbuxur, Air, 8.995 kr.
Derhúfan skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli til að halda sólinni af skallanum. Þessi frá Ralph Lauren mun veðrast alveg geggjaðslega í sólinni og svitanum.
Polo Ralph Lauren, Herragarðurinn, 9.980 kr.
Derhúfan frá Robert Lewandowski þurrkar svitann og jafnvel tárin líka. 4F, 1.672 kr.
Polar Pacer Pro-úrið hjálpar þér að verða að þínum besta eðalhlaupara. Það fylgist með öllu svo að þú getur einbeitt þér að því að lifa og hlaupa. Það getur meira að segja veitt þér leiðbeiningar hvernig þú átt að lifa betur!
Polar Pacer Pro, Útilíf, 45.900 kr.
Það er ekki nóg að vera bara ofurtöffari í hlaupinu. Það er líka mikilvægt að huga að brunanum og því er gott að skella á sig gamla, góða vaselíninu frá Gamla Apótekinu á þá staði sem eiga það til að nuddast aðeins saman. Fæst í Lyfju, 1.669 kr.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu