Fara í efni

Svava í 17 á jólum

Lífsstíll - 22. desember 2021

Svava Johansen, eigandi NTC, nýtur þess að undirbúa jólin með fjölskyldunni. Við fengum hana til þess að deila með okkur sínum jólahefðum, ýmsum leynitrixum varðandi útlitið og ekki síst því hverju sniðugt er lauma í jólapakkana til þess að slá í gegn á aðfangadagskvöld!

Mér þykir aðventan alveg yndislegur tími, góður til að nýta í samveru með fjölskyldu og vinum. Við Björn, maðurinn minn, hittum fjölskyldu og vini yfirleitt hvern sunnudag aðventunnar og reynum helst að ná inn fleiri dögum til þess. Mér finnst Íslendingar orðnir duglegri að hittast í desember, við erum að verða líkari dönum sem nýta hvert tækifæri til þess að „hugge sig“ og ég fagna því.
Svava Johansen, eigandi NTC.

Kom heim með risavaxinn og syngjandi hnotubrjót

„Það er mjög gaman að skreyta og undirbúa jólin þegar báðir aðilar taka þátt. Ég er svo heppin að Bjössi minn er svakalega mikill jólastrákur, myndi helst vilja byrja að skreyta í september. Við bíðum þó með það til fyrsta sunnudags í aðventu, þá fer fyrsta skrautið upp, en svo stigmagnast það þegar nær dregur jólum. Bjössi er búinn að lýsa upp allt hverfið og risastóri kransinn á húsinu okkar er hans verk.“

Aðspurð hvort eitthvað jólaskraut sé henni kærara en annað segir Svava; „Við eigum ýmislegt til í geymslunni okkar, sumt er gaman að taka fram á hverju ári, en svo þykir mér einnig gaman að kaupa eitthvað nýtt, það er alveg tíska í jólaskrauti eins og fatnaði. Ég hlæ enn að því þegar Bjössi keypti risavaxinn hnotubrjót í fyrra, ekki nóg með að hann væri tveir metrar, heldur söng hann líka! Hann fékk ekki að vera heima, en kannski reynir hann að lauma honum við útidyrahurðina í ár,“ segir Svava og hlær, en bætir því við að hnotubrjóturinn góði prýði eina af þeirra verslunum á aðventunni þar sem hann passi vel og hafi hlotið verðskuldaða athygli.

Rjúpnasósan hennar mömmu sú besta

Svava ólst upp í sex systkina hópi og því mikill glaumur og gleði á heimilinu um jólin. „Ég átti yndisleg bernskujól, fyrst í Safamýrinni og einnig eftir að við fluttum á Laugarásveg. Mamma vann ekki úti þar sem heimilið var stórt. Hún eldaði mikið og svakalega góðan mat sem ilmaði um allt hús. Ég gleymi aldrei rjúpnalyktinni í húsinu á aðfangadag og rjúpnasósan hennar mömmu er og verður alltaf besta sósa sem ég hef smakkað. Við vorum mörg í heimili og borðið því þétt setið, stundum borðuðu amma og afi með okkur og stundum frændfólk líka.

Það var yndislegt að alast upp í svo stórum systkinahópi og biðin eftir gjöfunum gat verið erfið, en foreldrar okkar gáfu okkur alltaf stóra og flotta pakka,“ segir Svava, sem lengi vel hélt í rjúpnahefðina á sínu heimili, þó svo í dag borði þau yfirleitt kalkúnn eða hreindýr á aðfangadagskvöld.

Borðar út frá eigin blóðflokki

Aðventan er annasamur tími hjá Svövu eins og verslunarfólki almennt. Hvernig fer hún að því að huga að heilsunni í öllu annríkinu?

„Ég passa vel upp á svefninn og reyni að borða rétt. Ég hef lengi verið áhugasöm um hvað best sé fyrir mig að borða út frá mínum blóðflokki, en ég tel að við getum styrkt okkar heilsu heilmikið með því að fara eftir því. Ég borða því aldrei vissar fæðutegundir og reyni að passa að drekka mikið vatn. Mér þykir sódavatnið þó betra, en ég drekk ansi marga litla bolla af sterkum Nespresso og sódavatnið er hreinsandi. Ég drekk ekki léttvín en elska að fá mér eitt ljóst púrtvínsglas, það fer vel í mig,“ segir Svava og bætir við að góð húðhreinsun sé mikilvægur partur af sinni rútínu.

„Húðinni er nauðsynlegt að við drekkum mikið af vatni eða öðrum hollum vökva. Ég þríf hana vel á kvöldin með hreinsimjólk og nota til þess margnota svampklútinn frá Sensai, hann er ómissandi. Ég nota góð krem og er mjög hrifin af Bioeffect vörunum, yfirburðarvörur að mínu mati, sérstaklega nýja dagkremið og serumið í þeirri línu. Chanel augn- og dagkremið er líka alltaf í uppáhaldi og nýlega uppgötvaði ég Royale-serumið frá Guerlain. Þessar vörur henta mér vel og ég finn mikinn mun á húðinni ef ég er dugleg að nota þær.“

Fyrir hana

Ef einhver er með puttann á púlsinum varðandi tísku og þær gjafir sem líklegar eru til þess að hitta í mark er það Svava, tískudrottningin sjálf. Hún var fús til þess að leiða okkur í allan sannleikann um skotheld jólagjafakaup.

 „Fyrir konur mæli ég til dæmis með fallegum leðurstígvélum, hlýjum ullarkápum, dúnúlpum með skinni og skinnkápum, sem bæði eru til ekta og ekki. Marc Jacobs-töskurnar eru alltaf vinsælar, sem og ABRO, sem er nýtt flott töskumerki hjá okkur. Þá hafa Billi Bi-skórnir farið í ófáa jólapakkana, en þeir eru eitt vinsælasta skómerki Skandinavíu og fást í GS skóm og EVU. Við erum auk þess umboðsaðilar þess merkis og seljum það út víðar, eins og til dæmis í hjá Andreu í Hafnarfirði og Galleri Keflavik,“ segir Svava.

Galleri 17, 14.995 kr.
Karakter, 5.995 kr.
Karakter, 12.995 kr.
Karakter, 19.995 kr.
Galleri 17, 49.995 kr.
GS Skór, 39.995 kr.
Karakter, 73.995 kr.
GS Skór, 35.995 kr.

Fyrir hann

Kultur menn, sem hingað til hefur aðeins hefur verið í Kringlunni, opnaði nýverið stóra verslun í Smáralind. „Þar er nóg úrval fyrir karlmennina. Við erum með mjög fallega staka ullarfrakka í brúnum, dökkbláum og fallegum ljósum tónum, einlita frá Tiger of Sweden og J.Lindeberg sem og grá/brún köflótta frá Matinique. Líka gott úrval er af flottum, stökum jökkum, sem nauðsynlegt er að eiga í fataskápnum. Vönduð skyrta er svo alltaf góð gjöf fyrir karlmenn, en í Kultur menn er skemmtilegur „skyrtubar“, þar sem má finna fjölbreytt merki í ýmsum verðflokkum, þar á meðal okkar vinsælasta skyrtumerki, ETON. Þá eru Paul Smith-bolirnir vinsælu og peysurnar mjög heitar jólagjafir.“

Svava segir J.LINDEBERG eitt vinsælasta merkið á golffatnaði í dag, en það er fáanlegt í Kultur menn, bæði fyrir karla og konur. „Vörur frá J.LINDEBERG munu klárlega rata í einhverja jólapakka í ár. Við erum svo að taka upp fyrstu sendingu af ítölskum handgerðum skóm frá merkinu BRECOS, en þeir eru bæði virkilega fallegir og vandaðir.“

Kultur menn, 11.995 kr.
Kultur menn, 41.995 kr.
Kultur menn, 21.995 kr.
Galleri 17, Kultur menn, 37.995 kr.
Kultur menn, 35.995 kr.
Galleri 17, 19.995 kr.

Sameinar þægindi og jólalegheit

Algert glapræði væri að sleppa Svövu, sem lengi hefur verið ein best klædda kona landsins, án þess að bera upp milljón dollara spurninguna; hverju hún sjálf mun klæðast á aðfangadagskvöld? 

 „Þar sem ég stend í eldhúsinu á aðfangadag og sé um mat fyrir allt að tíu manns, reyni ég að sameina það að vera í einhverju jólalegu, en á sama tíma þægilegu. Ég hef þó trú á að fólk klæði sig meira upp þessi jól þar sem við höfum verið svo lengi í kósýgallanum, til dæmis vegna skertra opnunartíma skemmtistaða,“ segir Svava að lokum.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu