Nýja línan inniheldur góða blöndu af kjólum í mismunandi síddum, allt frá míníkjólum yfir í maxi og áhersla er lögð á frelsið og sterkan kvenleika. Andstæður endurspeglast fallega með þröngu sniði og víðum kjólum með mikilli hreyfingu. Flestar flíkurnar í línunni eru búnar til úr endurunnu efni eða sjálfbæru eins og lífrænni bómull eða endurunnu pólýester.
Sjálfbær hönnunarlína kjóla fyrir daginn í dag úr efnum fyrir morgundaginn.
Rómantískur kjóll úr Concious-línunni í sumarlitnum í ár. Fæst í H&M í Smáralind. Sjúklega sumarlegur og sætur bróderaður kjóll úr sjálfbæru línunni.

Þessi kjóll væri æðislegur við bæði kúrekastígvél og strigaskó.
Áherslan er á frelsi og sterkan kvenleika. Andstæður endurspeglast fallega með þröngu sniði og víðum kjólum með mikilli hreyfingu.