Linda Ben: "Ég finn svo mikinn mun á mér"
Í samtali við HÉR ER mælir Linda heilshugar með því að fólk komi sér upp öflugri morgunrútínu „sem grípur mann og keyrir mann ósjálfrátt áfram" enda sé mikilvægt að slá rétta tóninn í upphafi dags.
Ég mæli heilshugar með því að fólk komi sér upp góðri morgunrútínu, lífið okkar byggir svo mikið á rútínum, hvort sem þær eru meðvitaðar eða ekki. Ég mæli með að bæta við einni góðri venju inn í einhverja rútínu sem er nú þegar til staðar og ekki bæta við annari venju fyrr en sú fyrri er orðin algjörlega áreynslulaus og samofin rútínunni og þannig vinna sig áfram koll af kolli.
Hreinsandi smoothie að hætti Lindu Ben
Tobba Marinós: "Mikilvægt að byrja daginn í kærleik og rólegheitum
Spurð hvernig hún fari eiginlega að því að koma þessu öllu í verk segir Tobba gott skipulag skipta höfuðmáli. Góð morgunrútína sé líka algjört möst og hjálpi henni að koma sér betur af stað inn í daginn.
Hvenær ferðu yfirleitt á fætur?
„Upp úr klukkan 7 ef sú yngsta leyfir en það er yfirleitt búið að vakna ansi oft um nóttina og orðin leikmannaskipti í öllum rúmum. Ég vakna oft í barnarúminu og heimasæturnar í hjónarúminu og Kalli hangir á bríkinni.“
Ertu A- eða B-týpa?
„A! Á erfitt með að vaka fram eftir.“
Áttu auðvelt með að vakna, eða tekurðu þér góðan tíma í að fara fram úr?
„Ég get skotist upp! Ég rek Granólabarinn og er því oftast mætt snemma til að pressa safa og mixa Kaffisjeik fyrir góða fólkið mitt á Grandanum.“
Hvað þarftu mikinn svefn?
„Nei, enda er það ekki í boði en það kemur.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnanna?
„Þvæ mér í framan með köldu vatn, fæ mér engiferskot og kveiki á kaffivélinni.“
Morgunmaturinn?
„Nýpressaður, sterkur rauðrófu- og engifersafi.“
Kaffi eða te?
„Alltaf kaffi! Með flóaðri haframjólk.“
Stundarðu heilsurækt á morgnanna?
„Ég fer í ræktina til Önnu Eiríks og dýrka það. Þess á milli hleyp ég og syndi. Hugleiðsla mín er einmitt hreyfing og eldamennska. Ég get ekki jóga - er alltaf að bíða eftir froskahoppunum.“
Húðrútínan?
„Ég gæti þess að þrífa húðina bæði kvölds og morgna, drekka mikið vatn og nota alltaf dagkrem með spf vörn. Svo hef ég fundið út að stress gerir mig ljóta hratt. Frunsa, fjörfiskur, bólur og bólgur. Líkaminn er svo klár, hann segir bara stopp ef ég er of stressuð.“
Hversu mikinn tíma þarftu á morgnanna til að undirbúa þig fyrir daginn?
„Ég á 3 og 7 ára dætur og er í eigin rekstri (nokkrum reyndar) svo ég er heppin ef ég er með maskara á báðum.“
Skiptir máli að slá rétta tóninn í upphafi dags?
„Já. Mér finnst mikilvægast af öllu að fólk segi góðan daginn, og heilsist fallega. Að byrja daginn í kærleik og rólegheitum er mjög mikilvægt.“
Mælirðu með að fólk komi sér upp einhvers konar morgunrútínu?
„Já, finndu það sem eykur hamingju þína og legðu rækt við það. Hollur og fallegur morgunverður, koss, kaffi í rúmið eða fallegt lag.“
Finnst þér morgunrútínan hjálpa þér að koma þér betur af stað inn í daginn?
„Já ég er mjög ofvirk og hraðinn á mér eykst yfir daginn. Ég þarf rólega byrjun til að hugurinn og líkaminn nái að fylgjast að.“
Olga Björt: Hugleiðsla og daður gerir gæfumun
Það gefur mér mikið að senda falleg skilaboð, gjarnan í hljóðskilaboðum með blæbrigðum. Þau þurfa ekki að vera merkileg; bara að ég hafi verið að hugsa til viðkomandi eða óska góðs gengis, bata eða skemmtunar eða hvetja til dáða. Eða bara segja: „Æ mér þykir svo vænt um þig og langaði að segja það. Farðu vel með þig! Heyrumst!“ Og kannski daður hér og þar til valins fólks. Það er bara hollt!