
Hvaða sumartrendum ertu spenntastur fyrir?

Ég persónulega elska það sem er í gangi í tískunni þessa dagana. Stórar og víðar flíkur, 70’s stíll-og litapallettur, það finnst mér mest áberandi. Ég elska bara hvernig það hefur aldrei verið auðveldara að vera „comfy og súper stylish“.
Hvað er á óskalistanum?

Dior Oblique Jacquard- taska er líklegast efst á óskalistanum. Ég nánast lá á gólfinu í Dior-búðinni í Bangkok, hún var risastór og ekkert smá falleg. Það var smá svona „water water everywhere, not a drop to drink“-augnablik. Hún verður bráðum mín!

Ég hef líka haft augastað á Cloudburst Thunder Sneakers í laaangan tíma, og fór niðrí Prada-búðina þegar ég var búinn að safna mér þægilega fyrir þeim og þá voru þeir uppseldir og framleiðslan alveg stopp útaf ástandinu á Ítalíu. Ég gat ekki einu sinni farið í fýlu! En ég sit eftir með smá svona tilfinningu að geta ekki fengið eitthvað sem mig langar í. Lúxusvandamál og ég þarf þá svo sannarlega ekki. En þeir eru pikkfastir á óskalistanum samt.

Morgan-sólgleraugun frá Tom Ford hafa vermt óskalistann minn síðan ég prófaði þau rétt áður en ég fór til Bali árið 2018. Ég ákvað að kaupa þau ekki en sé enn eftir því í dag. Ég er samt svo mikið týpan sem sest ofan á sólgleraugun sín eða eitthvað! (Tom Ford-sólgleraugu fást í Optical Studio, Smáralind.)


Sapiens – A Brief History Of Humankind er eitthvað svo geggjuð bók. Ég er reyndar ekki búinn með hana, er frekar hægur lesari. En í hvert skipti sem ég les í henni kafla eða legg hana frá mér, þá er ég að hugsa um það sem ég var að lesa. Ég elska það. Mæli hiklaust með! Annars mæli ég að sjálfssögðu líka með því að styðja íslenska rithöfunda. Penninn Eymundsson, 2.999 kr.
Hvað er möst fyrir strákana að eiga í fataskápnum núna?

Víðar eða beinar buxur sem passa vel og maður elskar. Það er kúnst ef þú spyrð mig. Tvo solid, góða og fallega hvíta boli, það er líka kúnst að finna svoleiðis. Hettupeysa er möst, sumarskyrta og einhverjir strigaskór sem þú gjörsamlega elskar. Og, já-jakka- helst 20 jakka. En samt ekki taka því ráði frá mér, því tveir eru nóg. Eða sex. En jakkar eru mitt uppáhalds. Mun líklega aldrei telja mig eiga nóg. Það er ekki eðlilegt, svo enn og aftur, ekki taka þessu ráði!
Selected, 4.990 kr. Sumarskyrta úr Weekday. Selected, 5.590 kr. Rykfrakki úr Zara, 17.995 kr. Jakki úr Weekday. Zara, 11.995 kr. Klassískur, hvítur stuttermabolur úr Zara.
Hvað er besta ráðið sem þú hefur fengið?

Að aldrei eyða orku í eitthvað sem þú getur ekki stjórnað. spáið í þessu niðrí merg. Geturu stjórnað útkomunni? Frábært. Do it. En er ekkert sem þú getur gert í aðstæðunum? Ekki séns og ekki í boði að eyða dýrmætri orku í það. Þetta frelsar mann algjörlega. Þetta dekkar líka svo margt í okkar lífi og leyfir okkur bara að gera okkar besta og svo getur maður sleppt takinu.
Hvert er lífsmottóið þitt?
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Klisja, en svona breytum við heiminum til hins betra.
Hvað er framundan?
Það er margt spennandi framundan og ég get ekki lýst því hvað ég er glaður að vera kominn aftur í gang eftir að hafa verið á bakvið lás og slá í Danmörku. Kannski smá dramatískt, en ég var fastur inní Kaupmannahöfn. Sem hljómar kannski flippað en var ekkert svo flippað. Ég er svo þakklátur að það sé búið að opna Ísland því hér er helmingurinn af vinnunni minni. Ég er að byggja upp fyrirtækið mitt og halda áfram að Helgaspjallast og vinna með fáranlega góðu og skemmtilegu fólki. (Við mælum að sjálfsögðu með því að fólk kynni sér podcastið Helgaspjallið.)