Fara í efni

Salatið sem Jennifer Aniston borðaði á hverjum degi í 10 ár

Lífsstíll - 12. október 2022

Sagan segir að Jennifer Aniston hafi borðað þetta salat í öll mál á meðan á tökum á Friends-þáttunum víðfrægu stóð. Uppskriftin hefur sprengt Internetið en nú er komið að okkur að prófa þetta meinholla salat sem hljómar hreint út sagt unaðslega.

  • Jennifer Aniston-salatið sem gerði allt vitlaust

    Gerir sirka 6 skammta

    Uppskrift

    • 3 bollar bókhveiti
    • 1 bolli agúrka, fínt skorin
    • 1/2 bolli rauðlaukur, fínt skorinn
    • 1/2 bolli fersk steinselja
    • 1/4 bolli fersk mynta, skorin
    • 1 bolli fetaostur, mulinn
    • 1 dós kjúklingabaunir
    • 1/2 bolli pistasíuhnetur
    • 1/2 bolli kalkúnabeikon, skorið í litla bita
    • 1/4 sítrónusafi
    • 2 matskeiðar extra virgin-ólífuolía
    • 1 teskeið sjávarsalt
    • 1/2 teskeið svartur pipar

    Leiðbeiningar

    1. Sjóðið bókhveitið eftir leiðbeiningum á pakka. Þegar það er fullsoðið, setjið þá í skál og leyfið því að kólna.
    2. Steikið kalkúnabeikonið á pönnu þangað til það er vel stökkt. Takið af pönnunni og skerið í litla bita. Minnsta mál að sleppa þessu fyrir þá sem vilja halda salatinu vegan.
    3. Skerið restina af innihaldsefnunum.
    4. Útbúið dressinguna. Hrærið saman sítrónusafa, ólífuolíu, salti og pipar.
    5. Blandið innihaldsefnunum saman með dressingunni.

     

Til að gefa salatinu meira „krönsj“ er gott að steikja kjúklingabaunirnar og krydda svo eftir smekk.
Þetta er eitt af uppáhaldssalötum Jennifer Aniston sem hún borðaði gjarnan meðan á upptökum Friends-þáttanna stóðu yfir. Það hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlum og þykir með eindæmum ljúffengt.
Verið óhrædd við að setja ykkar brag á salatið, t.d með kjúklingabringu eða öðru grænmeti eða kornmeti sem til er heima hverju sinni.
Sagan segir að Jennifer, Lisa og Courtney hafi allir verið sjúkar í salatið hennar Jennifer á meðan á tökum á Friends-þáttunum stóð. Við getum ekki beðið eftir því að prófa salatið sjálfar. Bon Appétit!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu