Fara í efni

Syndsamleg ostakaka og Cosmo

Lífsstíll - 16. október 2020

Í tilefni Bleika dagsins fengum við Berglindi Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og gersemum til að deila með okkur bjútífúl og bleikum uppskriftum. Oreo-ostakökudásemd og Cosmo getur ekki klikkað!

Syndsamlega girnileg, bleik ostakökudásemd eftir Berglindi frá Gotterí og gersemum.

Bleik RUBY ostakaka

Botn

  • 16 Oreo kexkökur
  • 60 g brætt smjör
  1. Myljið kexið niður í blandara þar til fín mylsna myndast og hrærið bræddu smjörinu saman við.
  2. Setjið bökunarpappír í 20 cm smelluform, spreyið það næst að innan með matarolíuspreyi og þjappið kexmylsnunni í botninn og aðeins upp kantana.
  3. Kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka

  • 260 g Odense Ruby súkkulaðidropar
  • 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
  • 500 g rjómaostur við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 250 ml þeyttur rjómi
  1. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og leyfið að standa nokkrar mínútur.
  2. Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið gelatínblöðin útí, eitt í einu og hrærið í á milli svo þau leysist upp. Hellið gelatínblöndunni í skál og leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
  3. Bræðið súkkulaðið og leggið til hliðar.
  4. Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur í nokkrar mínútur.
  5. Hellið þá gelatínblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og því næst brædda súkkulaðinu, blandið rólega og skafið niður á milli.
  6. Vefjið að lokum þeytta rjómanum saman við og hellið blöndunni yfir Oreo kexbotninn.
  7. Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting

  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 8 makkarónur
  • Oreomylsna
  1. Sprautið rjómanum á kökuna með jöfnu millibili og stingið makkarónum á milli rjómatoppa.
  2. Stráið Oreomylsnu yfir kökuna.

Hvað er svo einn Cosmo á milli vina?

Skál í boðinu! 

Cosmopolitan

Uppskrift fyrir eitt glas

  • 30 ml Cointreu
  • 30 ml Vodka
  • 20 ml trönuberjasafi
  • Safi úr ¼ lime
  • Klakar
  1. Setjið allt saman í hristara og hristið vel saman.
  2. Sigtið/takið klakana frá og hellið í glas.
  3. Fallegt er að skreyta glasið með lime berki og með því að dýfa því í smá lime safa og síðan í sykur. Drykkurinn er alls ekki sætur sjálfur svo þetta er leið til þess að gera hann örlítið sætari.
Uppskriftabækur Berglindar Hreiðarsdóttur frá Gotterí og gersemum fást í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Bon Appétit!

Nýjasta bók Berglindar, Saumaklúbburinn, fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann