Fara í efni
Kynning

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll - 19. janúar 2024

Ultrahuman Ring AIR er snjallhringur sem hjálpar þér að taka réttar ákvarðanir varðandi svefn þinn, orkustjórnun, endurheimt og alhliða heilsu. Við gátum ekki annað en kynnt okkur málið.

Snjallhringurinn, Ultrahuman Ring AIR hjálpar þér að taka réttar ákvarðanir varðandi svefninn þinn, orkustjórnun, endurheimt og alhliða heilsu. Hann er notendavænn, stílhreinn og áreiðanlegur.
Hringurinn mælir fjölda skrefa yfir daginn og tekur saman daglega hreyfingu og tíma í kyrrsetu. Hreyfingarstig eru reiknuð út frá tíma undir ákveðinni ákefð. Ultrahuman-hringurinn mælir einnig hitaeiningar og brennslu yfir daginn.
Í appinu sem fylgir hringnum er líkamsklukkustillir sem hjálpar notandanum að stilla svefnrútínuna sína eftir sinni líkamsklukku og sýnir viðkomandi leiðir til að viðhalda vel stilltri líkamsklukku sem stuðlar að heilbrigðri hormónastarfsemi, aukinni orku og alhliða vellíðan. Hringurinn gefur þér síðan mismunandi stig fyrir svefninn þinn, endurheimtina og hreyfingu.
Hringurinn fæst í svörtum, möttum lit og gulllitaður og kemur í tíu stærðum.
Konur geta fylgst með tíðahringnum sínum með Ultrahuman-hringnum og háttað lífsstíl, æfingaálagi, endurheimt og öðru eftir því á hvaða tímabili þær eru. Einnig er hægt er að fylgjast með koffín inntöku til að hámarka orku og tryggja betri svefngæði.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu

Lífsstíll

Jólahefð Siggu Heimis og vinkvenna slær í gegn