Fara í efni
Kynning

Vellíðan er besta gjöfin (20% afsláttur í Lyfju)

Lífsstíll - 8. nóvember 2022

Síðustu árin hafa vinsældir dekurgjafa og upplifanna aukist svo um munar enda er vellíðan besta gjöfin. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að dekurgjöfum fyrir sjálfa þig eða þá sem þér þykir vænt um. Góðu fréttirnar eru að dagana 8.-13. nóvember er 20% afsláttur af húð-, snyrti- og gjafavöru í Lyfju í Smáralind og á Lyfja.is.

Vellíðan í öskju

Þetta fallega gjafasett kostar vanalega 6.249 kr. en er nú á 4.999 kr. á afsláttardögum. Askjan inniheldur Time Miracle Hydra Firm Hyaluronic-rakagel frá Mádara, Gua Sha-andlitsstein og unaðslegt ilmkerti. Dásamleg gjöf fyrir þig sjálfa eða þá sem þér þykir vænt um.
Vellíðan í öskju, 4.999 kr.

Gua Sha andlitsnudd

Gua Sha er aldargömul, kínversk nuddaðferð þar sem andlitið er nuddað með þartilgerðum steini sem kemur blóðrásinni á hreyfingu og virkjar endurnýjunarferli húðarinnar. Gott er að nota olíu eða serum með Gua Sha-nuddinu en það gerir húðina sleipari og húðvörurnar komast dýpra inn í húðina fyrir vikið.

Uppskrift að vellíðan

Komdu þér fyrir á þægilegum stað, andaðu inn, andaðu út og náðu innri ró. Kveiktu á kerti með notalegri angan og nærðu húðina með rakageli frá Mádara. Eftir að húðin hefur öðlast raka er gott að nudda andlitið með Gua Sha. Það losar um spennu í andlitsvöðvum, dregur úr þrota og færir húðinni fallegan og heilbrigðan ljóma.
Time Miracle Hyaluron-rakagelið frá Mádara er rakabomba fyrir allar húðgerðir. Mjög létt, olíulaust rakagel sem gengur hratt inn í húðina og gefur henni meiri fyllingu og mýkri og sléttari áferð. Hreint og náttúrulegt rakagel sem færir húðinni einstakan ljóma.

Fleiri gjafir á góðum díl

Gjafasett frá Origins sem inniheldur Checks and Balances Frothy Face Wash, Clear Improvement Active Charcoal Mask, Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Treatment Lotion, Mega-Mushroom Fortifying Emulsion, GinZing Into the Glow Brightening Serum og GinZing Refreshing Eye Cream to Brighten and Depuff. Lyfja, 7.198 kr.
Gjafasett sem inniheldur Irish Jade Multi Use-olíu og Jade-andlitsrúllu. Lyfja, 3.998 kr.
Gjafasett frá Dr. Hauschka sem inniheldur Shower Cream sem hreinsar mjúklega og frískar með sítrónu og sítrónugrasi, Lemon Lemongrass Vitalising Body Milk sem nærir húðina og ilmar unaðslega og Lemon Soap fylgir frítt með. Lyfja, 4.078 kr.
Jólasett frá Real Techniques sem inniheldur tvo bursta og tvo svampa.
Gjafaaskja frá L'Oréal Paris sem inniheldur svartan Volume Million Lashes-maskara og svartan eyeliner-penna. Lyfja, 3.038 kr.
Vichy Minéral 89 gjafaaskjan inniheldur Minéral 89 Booster, Aqualia Thermal-dagkrem og Aqualia Thermal-næturkremið. Mineral 89 Daily Booster er vara sem gefur húðinni samstundis aukinn raka. Vara sem hentar öllum aldri, öllum húðgerðum og öllum kynjum. Lyfja, 4.623 kr.

Jóladjass

Silva Þórðardóttir, upprennandi djasssöngkona og Steingrímur úr Moses Hightower verða með djasstónleika 11. nóvember kl: 14:00 í Smáralind. Verið innilega velkomin!
Verið velkomin á djasstónleika í Lyfju, Smáralind þann 11. nóvember kl: 14:00.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Landsþekktir sælkerar reiða fram ljúffenga og haustlega rétti

Lífsstíll

Hlaupastíllinn

Lífsstíll

Komdu þér í gírinn fyrir versló!

Lífsstíll

Staðirnir sem íslenskir leiðsögumenn eru að missa sig yfir

Lífsstíll

Stjörnukokkar bjóða í grillveislu

Lífsstíll

Skotheld tips fyrir ferðalanga

Lífsstíll

Gjafirnar sem slá í gegn fyrir útskriftarnemann

Lífsstíll

Frægir sælkerar töfra fram ljúffenga og ódýra rétti