Fara í efni
Kynning á nýjung frá Guerlain

7 daga kraftmikil ljómameðferð frá Guerlain (og 20% afsláttur)

Fegurð - 21. ágúst 2025

Þegar húðin er þreytt, undir álagi eða orðin viðkvæm fyrir umhverfinu og streitu, þarf hún aukna orku. Guerlain hefur þróað nýja meðferð sem blandar saman sérþekkingu úr „Bee Lab“-rannsóknarstofunni þeirra, hunangi frá svörtum býflugum, C-vítamíni og hýalúrónsýru. Þessi kraftmikla 7 daga meðferð gefur húðinni sýnilegt ljómabúst og er töfrum líkust. Góðu fréttirnar eru að nú er Guerlain á 20% afslætti í Hagkaup og því um að gera að grípa gæsina og gefa húðinni smá „trít“ fyrir haustið.

Allar vörur frá Guerlain eru á 20% afslætti í Hagkaup Smáralind út 27. ágúst.

Hér má sjá óunna mynd af konu þrjátíu mínútum eftir ásetningu, roðinn í húðinni er sýnilega minni og ljóminn óumdeilanlegur.

Abeille Royale Bee Lab Shot

Ný 7 daga ljómameðferð sem virkar á djúpar hrukkur, styrkir húðina og veitir henni ómótstæðilegan ljóma og kraftmikið búst.
  • Skref 1: Taktu eina kúlu (Bee Lab Shot) í lófann.

  • Skref 2: Bættu við 10 dropum af Youth Watery Oil Serum. (Mundu að hrista glasið örlítið áður.)

  • Skref 3: Kúlan leysist strax upp og myndar ferska formúlu sem gott er að blanda saman og „hlýja“ aðeins í lófanum.

  • Skref 4: Berðu á andlit og háls, þar á eftir kemur andlitskrem (t.d. Honey Treatment Cream.)

Notaðu eina kúlu á hverjum degi 7 daga í röð. Gott er að nota meðferðina 3-4 sinnum á ári eða þegar húðin þarfnast smá extra umhyggju.

Hér sést hvernig Bee Lab Shot-kúlan bráðnar þegar hún kemst í snertingu við Youth Watery Oil serumið.
Hið goðsagnakennda Youth Watery Oil serumið og Bee Lab Shot frá Guerlain er skotheld tvenna fyrir húðina.

Mælum með að kíkja í heimsókn í Hagkaup Smáralind en afslátturinn er út 27. ágúst.

Meira úr fegurð

Fegurð

Náðu í sumarljómann með Terracotta

Fegurð

ChitoCare beauty: Náttúruleg bylting í öldrunarvörn húðar

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Ljómandi húð og hámarksvörn í sumar

Fegurð

Hækkandi aldur þarf ekki að þýða öldrun húðarinnar

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu