Fara í efni

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð - 4. nóvember 2025

Förðunarfræðingur HÉR ER er með puttann á púlsinum þegar nýjustu snyrtivörurnar á markaðnum eru annars vegar. Tax Free stendur yfir í Hagkaup Smáralind út 5. nóvember og þú getur bókað fundið okkur þar. Háþróaðar húðvörur, trendí förðunarvörur sem hafa vakið heimsathygli og hlýir haustilmir eru mættir í hillurnar. Hér sameinast lúxus, nýsköpun og notagildi í fallegum vörum sem gera daglega rútínu aðeins meira spennandi.

Næntís og aldamótavarir

Meira er meira þegar kemur að varatískunni um þessar mundir. Við höldum áfram að sjá vel innrammaðar varir með brúntóna varablýöntum og glossin hafa ekki verið jafn vinsæl og síðan fyrir aldamót. MAC kom út með glossaða varablýanta í vinsælum tónum á borð við Velvet Teddy (sem við elskum!) og upprunalegu Juicy Tubes-glossarnir frá Lancôme eru komnir aftur í sinni upprunalegu formúlu. Við elsssskum þessa nostalgíu.
Lipglazer varablýantur frá MAC í litnum Whirlin´. MAC, 4.265 kr.
Lipglazer varablýantur frá MAC í uppáhaldslit okkar allra, Velvet Teddy. MAC, 4.265 kr.
MAC Lipglass Air eru nýir og gordjöss glossar frá MAC sem klístrast ekki á vörunum! Liturinn Behaved er í uppáhaldi hjá okkur. MAC, 4.346 kr.
Lipglass Blow Plumping Oil varaolía gefur vörunum þínum mikla fyllingu, raka og gljáa. MAC, 4.669 kr.
Hver man ekki eftir Candy Yum Yum sem tröllreið öllu hér í denn? Hér er hann kominn aftur í glossuðum varablýanti. MAC, 4.265 kr.
Fáðu samstundis safaríka, glansandi áferð á varirnar án klísturs með JuicyTreat frá Lancôme. Uppáhaldsliturinn okkar heitir 33 Idole Nude. Hagkaup, 4.273 kr.
Upprunalegu Juicy Tubes glossin eru komin aftur á markað! Fagnaðu 20 árum af mega glans og mjúkri, þægilegri áferð með þessum goðsagnakennda varaglossi frá næntís-tímabilinu. Hagkaup, 2.902 kr.
Við elskum lituðu varaolíurnar frá Clarins, sem eru alltaf til í veskinu okkar. Nú eru tveir nýir (Limited Edition) gordjöss haustlitir búnir að bætast í safnið. Hagkaup, 4.031 kr.

Kinnarnar í forgrunni

Kinnalitir rjúka út eins og heitar lummur þessa dagana og hvort sem þú fílar púðurkennda og "blurry" áferð, shimmeraða eða kremkennda erum við með nokkra nýja og spennandi á radarnum okkar.
Fat Cheeks frá NYX er fljótandi kinnalitur sem gefur safaríkan, geislandi lit með allt að 24 tíma raka og náttúrulegan ljóma. Hagkaup, 2.011 kr.
Hér má sjá litaúrvalið.
Make Me Blush eru nýir, silkimjúkir kinnalitir frá YSL sem gefa þér lit sem helst á allan daginn. Umbúðirnar eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Hagkaup, 7.256 kr.
Forever Nude Bronzer er nýtt sólarpúður frá Dior sem er silkimjúkt og fallegt og þessar umbúðir, við fáum ekki nóg! Fæst í Hagkaup.
Dior Backstage Rosy Glow Blush kinnalitirnir frá Dior hafa slegið í gegn og ekki að ástæðulausu. Formúlan blandast svo auðveldlega inn í húðina og litirnir einstaklega flatterandi. Mælum með að kíkja á Dior í Hagkaup!
Glow With Confidence frá It Cosmetics er kinnalitur og sólarpúður í einni vöru sem einfaldar förðunarrútínuna þína með auðblandanlegum lit sem gefur sólkyssta áferð og ljóma. Hagkaup, 5.321 kr.
Sunlit er svooo fallegur litur og gefur einstaklega ljómandi og náttúrulega áferð á epli kinnanna. Hagkaup, 5.321 kr.
Liturinn Sunbronze er fallegur "sólarpúður" litur sem minnir svolítið á enn kremaðri útgáfu af Soft Sculpt Transforming Skin Enhancer frá Makeup By Mario sem er svo vinsæll. Hagkaup, 5.321 kr.
Blush Subtil frá Lancôme í lit sem er sjóðheitur í dag. Hagkaup, 7.095 kr.
NYX komu með Bridgerton-samstarfslínu á markað en hún inniheldur meðal annars þessa sætu kinnalitapallettu. Hagkaup, 3.140 kr.

Fullkomnuð húð

Förðunarskekúlantar vestanhafs vilja meina að ljómandi húð taki pásu í haust og við taki mattari áferð en við erum ekki svo vissar. Förðunarfræðingur HÉRER.is mælir með að velja farða og hyljara, púður (eða ekki púður) allt eftir húðtýpu og persónulegum smekk. Hér eru nokkrar vörur sem eru nýjar og spennandi til að framkalla fullkomna húð, hvort sem þú ert með olíukennda, þurra eða "normal" húð.
Double Wear Stay-In-Place-hyljarinn frá Estée Lauder hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlum og stendur undir væntingum. Full þekja og er með sama endingarmátt og farðinn með sama nafni. Þú toppar það ekki! Hagkaup, 6.047 kr.
Alls ekki nýr af nálinni en verðum að nefna Double Wear-farðann ef þið eruð á höttunum eftir endingargóðum farða. Þessi verður bara fallegri með tímanum og endingin er engri lík. Mælum með fyrir fólk með olíukennda húð sérstaklega. Hagkaup, 9.030 kr.
All Hours farðinn frá YSL hefur nú bætt ljómandi útgáfu í safnið sem mun án efa falla í kramið hjá mörgum og sérstaklega þeim með þurra eða þroskaða húð. Gefur fallegan ljóma sem endist vel á húðinni. Létt og þyngdarlaus formúla sem býður upp á uppbyggjanlega þekju. Hagkaup, 7.901 kr.
Radiant Lifting Concealer er nýr hyljari í gelkenndu stiftformi frá Shiseido sem blandast svo fullkomlega inn í húðina og verður eitt með henni. Hagkaup, 4.998 kr.
Infaillible Skin Ink Foundation frá L’Oréal er næsta kynslóð farða sem stuðlar að langvarandi endingu förðunar og sameinar það besta úr hyljara og farða: endingargóður farði sem jafnar húðina eins og farði og hylur eins og hyljari. Hagkaup, 4.031 kr.

Heitar húðvörur

Hvað ef þú hefðir máttinn til að umbreyta augnsvæði þínu á aðeins nokkrum sekúndum? Það er það sem Total Eye Lift og 30 sekúndna* lyftingaráhrif þess lofa. Þetta er tæknilegt afrek með tvöfaldri nýjung í vísindum og formúlu. Kraftmikið harungana-þykkni sem er jafn áhrifaríkt og retínól og milt fyrir augnsvæðið. Þetta einkaleyfisvarða, virka innihaldsefni er þróað af Clarins Laboratories og eykur kollagenframleiðslu 12x. Hagkaup, 12.579 kr.
The longevity cream - Orchidée Impériale er nýtt andlitskrem frá Guerlain sem miðar að því að endurvekja líftíma húðfrumna og tryggja að húðin líti unglegri út dag frá degi. Fæst í Hagkaup.
Rénergie Retinol Triple Serum frá Lancôme sameinar þrjú öflug virk efni: hreint retínól, hreint C-vítamín og róandi X-peptíð sameinuð í einni byltingarkenndri formúlu. Upplifðu þessa kremkenndu serumformúlu sem er öflugri og áhrifaríkari en retínól eitt og sér, en á sama tíma mild, óertandi og hentug fyrir allar húðgerðir og húðtóna – jafnvel viðkvæma húð. Hagkaup, 10.482 kr.
Age Perfect Le Duo Age Defying serum frá L’Oréal Paris hentar öllum húðgerðum, þar á meðal viðkvæmri húð. Í fyrsta skipti sameinar L’Oréal Paris virkni tveggja seruma í einu til að draga úr merkjum öldrunar. Formúlurnar eru aðskildar í tveimur hólfum til að tryggja hámarks ferskleika í hverri pumpu. Hagkaup, 4.515 kr.
Ultimune Men Power Infusing Concentrate frá Shiseido er rakagefandi serum sem styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar, veitir andoxun og gerir við þann skaða sem húðin kann að hafa orðið fyrir. Hagkaup, 9.514 kr.
Lancôme Génifique Eye Cream er rakagefandi og styrkjandi augnkrem sem verndar og endurnýjar varnarlag húðarinnar í kringum augun. Hagkaup, 8.063 kr.
Collagen Fit Body Cream frá Biotherm lofar sýnilega stinnari og teygjanlegri húð með allt að 100 tíma rakagjöf en lyktin og áferðin er það sem náði okkur. Tékkið á þessu ef þið eruð á höttunum eftir góðu líkamskremi. Hagkaup, 6.047 kr.
Precious er ný lúxuslína frá Clarins sem er þess virði að tékka á þegar þið kíkið í Hagkaup á Tax Free!
Multi-Active Glow Serum frá Clarins er tvífasa serum sem eykur ljóma, sléttir húðina og jafnar yfirbragð hennar dag frá degi. Hagkaup, 9.434 kr.
Við elskum öll góð raka og setting spray en þetta nýja frá GOSH Copenhagen myndar rakagefandi varnarlag sem verndar húðina og heldur henni ferskri allan daginn. Hagkaup, 2.015 kr.

Spennandi ilmir

Black Opium ilmirnir frá YSL hafa löngum verið þekktir fyrir að vera með þeim kynþokkafyllstu á markaðnum en þessi nýi, Black Opium Glitter, tekur fram úr þeim öllum að okkar mati. Sykurpúði og musk er blanda sem við hefðum aldrei veðjað á, en gefðu þessum séns, hann er þess virði! Hagkaup, 12.659 kr.
Vanilluelskendur verða að prófa nýja La vie est belle Vanille Nude sem er með sama grunn og "bestsellerinn" góði en með extra vanillukeim sem við hötum nú ekki. „Mjúkur og hlýr ilmur af jasmín, Bourbon-vanillu og kremuðu hvítu muski sem blandast þínum eigin líkamsilm og veitir persónulega undirskrift sem endist allan daginn, segir í lýsingu um ilminn. Hagkaup, 14.514 kr.
Million Gold For Her Parfum frá Rabanne er nýr austurlenskur blómailmur. Toppnóturnar eru jasmín, rós, sítrusávextir og sítróna. Hjartanóturnar bera með sér ylang-ylang, sólskinskjarna og lavender. Grunnnóturnar eru sandalviður og vanilla, sem gefa ilminum hlýjan, seiðandi og glæsilegan lokatón. Við fáum alltaf hrós þegar við berum þennan!
Kynntu þér FAME FELINE, nýja tískutáknið frá Rabanne – loðna, safngripaútgáfu sem hrífur við fyrstu sýn. Hún deilir sama einkennandi ilmi og FAME Eau de Parfum, en er nú klædd í nýjan búning: hlýja og villta hlébarðaloðflík. FAME Eau de Parfum sameinar jasmínilm, safaríkt mangó og óviðjafnanlega seiðandi, kremkennda reykelsisnótu – ilmur sem laðar að sér eins og segull.
Devotion Pour Homme frá Dolce & Gabbana er nýr, viðarkenndur og kryddaður ilmur fyrir karlmenn. Ilmurinn var kynntur árið 2025, og að baki honum stendur hinn frægi ilmhönnuður Olivier Cresp. Toppnótan er sítróna, hjartanótan kaffi, og grunnnótan patsjúlí – sambland sem skapar hlýjan, fágaðan og ómótstæðilegan karakter. Þessi er kynþokkafullur með meiru! Fæst í Hagkaup.
Til að byrja með vöktu nýju ilmirnir fyrir hann og hana frá Michael Kors athygli okkar fyrir flösku sem líkist einna helst keðjuskúlptur. Pour Femme Absolu er lýst sem fáguðum og blómlegum ilmi - tékkið á þessum í Hagkaup, 8.063 kr.
Just Moi frá Juicy Couture er nýr blóma-, ávaxta- og sælkerailmur en toppnóturnar eru nektar, plóma, magnólía og kakó. Hjartanóturnar sameina vanillu-orkídeu, jasmín sambac, þeyttan rjóma og kakó. Grunnnóturnar eru vanilla, kakó, musk og sandalviður, sem skapa hlýja og girnilega útkomu.
Najim Parfum er nýr ilmur frá Versace en najim, sem þýðir stjarna á arabísku, er ímynd Versace Eros Najim. „Þetta er geislandi og kraftmikill ilmur sem vekur upp hið hlýja og gullna ljós eyðimarka Mið-Austurlanda við sólsetur,“ segir í lýsingu um ilminn. Hagkaup, 12.901 kr.
La Mia Bella Vita er nýr og ferskur ilmur frá Guess.
Fierce Reserve frá Abercrombie & Fitch Fierce blandar saman villtri salvíu, þroskuðu leðri og eikartunnuviskíi með keim af fersku amber. Hagkaup, 8.466 kr.

Áhugavert

Við erum alltaf á höttunum eftir vörum sem einfalda okkur augabrúnarútínuna okkar. L´Oréal Paris var að koma með augabrúnapenna á markað sem er með tveimur „oddum“ sem lofar allt að tveggja daga endingu, sé hita- og vatnsheldur og smitar ekki eða klessist. Við verðum að tékka á þessum!

Hagkaup, 2.740 kr.
Haustlína Essie, Boho, inniheldur liti að okkar skapi og gæðin eru alltaf til staðar þegar Essie er annars vegar. Hagkaup, 1.732 kr.
Við elskum Real Techniques-burstana og höfum notað þá í yfir áratug. Nýjasta línan þeirra er spennandi og ekki skemmir verðið fyrir! Hagkaup, 4.434 kr.
Smushy Matte Lip Balm er vegan varasalvi með mjúkmatta áferð fyrir þau sem vilja þægilegan og auðásetjanlegan lit á varirnar. Spennandi nýjung frá NYX! Hagkaup, 2.092 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitast í hári haustið 2025

Fegurð

Spennandi ilmir frá Gucci, Burberry og Marc Jacobs

Fegurð

Nýr Boss ilmur slær í gegn

Fegurð

Ástarbréf frá Ariönu Grande

Fegurð

Eins og fylliefni í hylki

Fegurð

7 daga kraftmikil ljómameðferð frá Guerlain (og 20% afsláttur)

Fegurð

Náðu í sumarljómann með Terracotta

Fegurð

ChitoCare beauty: Náttúruleg bylting í öldrunarvörn húðar