Næntís og aldamótavarir
Meira er meira þegar kemur að varatískunni um þessar mundir. Við höldum áfram að sjá vel innrammaðar varir með brúntóna varablýöntum og glossin hafa ekki verið jafn vinsæl og síðan fyrir aldamót. MAC kom út með glossaða varablýanta í vinsælum tónum á borð við Velvet Teddy (sem við elskum!) og upprunalegu Juicy Tubes-glossarnir frá Lancôme eru komnir aftur í sinni upprunalegu formúlu. Við elsssskum þessa nostalgíu.
Kinnarnar í forgrunni
Kinnalitir rjúka út eins og heitar lummur þessa dagana og hvort sem þú fílar púðurkennda og "blurry" áferð, shimmeraða eða kremkennda erum við með nokkra nýja og spennandi á radarnum okkar.
Fullkomnuð húð
Förðunarskekúlantar vestanhafs vilja meina að ljómandi húð taki pásu í haust og við taki mattari áferð en við erum ekki svo vissar. Förðunarfræðingur HÉRER.is mælir með að velja farða og hyljara, púður (eða ekki púður) allt eftir húðtýpu og persónulegum smekk. Hér eru nokkrar vörur sem eru nýjar og spennandi til að framkalla fullkomna húð, hvort sem þú ert með olíukennda, þurra eða "normal" húð.
Heitar húðvörur
Spennandi ilmir
Áhugavert
Við erum alltaf á höttunum eftir vörum sem einfalda okkur augabrúnarútínuna okkar. L´Oréal Paris var að koma með augabrúnapenna á markað sem er með tveimur „oddum“ sem lofar allt að tveggja daga endingu, sé hita- og vatnsheldur og smitar ekki eða klessist. Við verðum að tékka á þessum!