Fara í efni

Spennandi ilmir frá Gucci, Burberry og Marc Jacobs

Fegurð - 1. október 2025

Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð er tími til kominn að kynna sér nýja og heillandi ilmi. Þrír spennandi ilmir stíga nú fram á sviðið: djúpur og heillandi Gucci Guilty Absolu fyrir bæði konur og karla, hlýr og ávanabindandi Burberry Goddess, og hinn djarfi og einstaki Perfect Absolute frá Marc Jacobs. Allir bera þeir með sér kraft, glæsileika og seiðandi dulúð sem gera haustið enn eftirminnilegra. 

Perfect Marc Jacobs Absolute

Dýrmætur. Djarfur. Einstakur.
Upplifðu nýja Perfect Marc Jacobs Absolute, ilminn sem styrkir sjálfsöryggi, jákvæðni og sjálfsást. Hann byggir á sannfæringu um að þú sért fullkomin(n) eins og þú ert og fangar umbreytandi kraft fjölbreytileikans. Þetta er lúxusútgáfa af upprunalega eau de parfum ilminum þar sem karamelliseruð fíkja, rík og blómstrandi jasmín absolu-blanda og djúpur amber tónn sameinast og skapa ómótstæðilegan karakter. Gefðu frá þér djörf og dýrmæt skilaboð um sjálfsást – því þú ert Perfect.

Perfect Absolute frá Marc Jacobs fæst í Hagkaup, Smáralind.

BURBERRY GODDESS

Burberry Goddess segir sögu um sjálfsþekkingu sem byggist á sjálfstrausti, styrk og góðvild. Emma Mackey, andlit Burberry Goddess geislar af innri krafti sem skapar djúpt aðdráttarafl og heillar alla í kringum sig. Ilmurinn er innblásinn af litum glóandi sólarlags og kemur í ferningslaga bronsflösku. Í efstu nótum blandast fersk hindber við bjarta lavendertóna úr Burberry Goddess Eau de Parfum. Hjartað opnast með þrennu af vanillu-tegundum sem gefa djúpa, sæta fyllingu, á meðan rúskinnsangan bætir hlýju og næmni í grunninn sem einkennist af ríkulegri, ljúffengri vanillu.

Burberry Goddess er draumur allra sem elska vanilluilmi og er ávanabindandi með meiru. Í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn HÉRER.
Burberry Goddess er hlýr og ávanabindandi vanilluilmur.

Gucci Guilty Absolu de Parfum kemur í takmörkuðu upplagi fyrir bæði konur (Pour Femme) og karla (Pour Homme), hvor með sinn einstaka karakter.

Pour Femme er ákafur blóma- og amber ilmur, hugsaður sem forboðinn unaður. Hjartað sameinar dökkan kaffiamaretto akkord, sem minnir á djúpa og mjúka kaffiblöndu, sem blandast við tonkabauna absolut sem gefur ilminum glæsilegan blæ. Þessi samsetning mætist síðan við sætleika wistaria akkordsins og skapar ilm fullan af seiðandi aðdráttarafli og dulúð sem varir í marga klukkutíma. Djúprauða flaskan endurspeglar kraftinn og glæsileikann í Guilty. Þessi ilmur er fullkominn fyrir sterkar, sjálfsöruggar og heillandi konur sem þora að gefa sig nautninni á vald.

Hér má sjá mismunandi styrkleika á Gucci-ilmunum.

Pour Homme

Pour Homme er ríkulegur viðarkenndur amber ilmur sem gefur hlýju og dýpt. Hjartað sameinar romm akkord sem minnir á vandaðan, vel aldraðan drykk, brennandi appelsínublóma absolut og eldheitan rauðan chili akkord, sem gefa ilminum spennu og karakter. Útkoman er seiðandi, fáguð og dulúðleg ilmupplifun sem helst lengi á húðinni. Græna flaskan endurspeglar kraftinn í Guilty. Hann er fullkominn fyrir djarfa, sjálfsörugga og heillandi karla sem þora að gefa sig nautninni á vald.

 

Gucci ilmirnir fást í Hagkaup, Smáralind.
Sjáumst í snyrtivörudeildinni í Hagkaup, Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitast í hári haustið 2025

Fegurð

Nýr Boss ilmur slær í gegn

Fegurð

Ástarbréf frá Ariönu Grande

Fegurð

Eins og fylliefni í hylki

Fegurð

7 daga kraftmikil ljómameðferð frá Guerlain (og 20% afsláttur)

Fegurð

Náðu í sumarljómann með Terracotta

Fegurð

ChitoCare beauty: Náttúruleg bylting í öldrunarvörn húðar

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free