Djarfur drengjakollur
Emma Stone er lifandi sönnun þess að drengjakollsklippingin getur verið bæði kvenleg og ótrúlega „chic“. Pixie-klippingin er komin aftur á sviðið – stutt, mjúk og svo klæðileg að hún hentar flestum andlitslögunum og hárgerðum. Þetta er klippingin fyrir þær sem þora að breyta til. Hún er mjúk við hálsinn, með aðeins meiri lengd efst og áferð sem gefur hreyfingu og karakter.
Á tískuviku
Haustklippingin sem allir eru að tala um
Haustið markar nýtt upphaf og það byrjar á hárinu. Síðir lokkar með fallegum styttum er klippingin sem stjörnurnar og hársnillingarnir eru sammála um að sé hámóðins um þessar mundir. Þessi klipping gefur þér frískleika eftir sumarið án þess að fórna lengdinni – bara meiri hreyfingu, fyllingu og áreynslulausan glamúr.
Bob og Lob
Kjálkasítt hár hefur fengið frönsk og ítölsk viðurnefni hin síðari ár en nú er tími til kominn að snúa aftur í klassíkina sem virkar alltaf. Sígild „bob“ klipping er enn að trenda sem aldrei fyrr enda einföld, stílhrein og endalaust „chic“. Þetta er gott dæmi um klippingu sem virkar á bæði slétt og liðað hár og gefur frá sér orku sem öskrar „ég vaknaði bara svona“!
Fyrir þær sem vilja fríska upp á útlitið eftir sumarið án þess að fara of stutt er „lob“ – lengri útgáfan, hið fullkomna haustval. Hárið endar þá við öxlina og hægt að ráða hvort línan sé skörp eða með fallegum styttum sem ramma andlitið inn.
Fyrir þær sem vilja fríska upp á útlitið eftir sumarið án þess að fara of stutt er „lob“ – lengri útgáfan, hið fullkomna haustval. Hárið endar þá við öxlina og hægt að ráða hvort línan sé skörp eða með fallegum styttum sem ramma andlitið inn.
Dass af rokki
Rokkið er aftur komið á ról – og það sést á hárinu. Klassíska „shag“-klippingin er vinsæl sem aldrei fyrr sem lýsir sér í tjásum og styttum upp við andlitið, mikla hreyfingu í hárinu og topp sem liggur rétt við augnhárin. „Wolf cut“, sem hefur verið að trenda undanfarin misseri er hrárri, uppreisnargjarnari týpan – sami seventís stíllinn en aðeins meiri stælar. Fyrir þær sem vilja mildari og meira flæðandi útgáfu er „Butterfly cut“ fullkomin. Hún heldur lengdinni en bætir við hreyfingu og mjúkum línum upp við andlitið sem gerir prófílinn þinn alveg ótrúlega fallegan.
„Gardínutoppur“
Svokallaðir „Curtain bangs“ eru alls ekki nýir af nálinni og halda áfram að fá mikinn tíma í sviðsljósinu. Þeir gefa hárinu fágað útlit og framkalla þetta ómótstæðilega franska væb sem við elskum allar. Um er að ræða topp sem rammar inn andlitið, fellur náttúrulega til beggja hliða, er styttri í miðjunni og síðari út að gagnaugunum. Fallegir, einfaldir og ótrúlega stílhreinir - fullkomnir fyrir þær sem vilja áreynslulaust og kúl útlit allt árið um kring.
Rándýr kampavínstónn
Ljós hárlitur sem minnir á freyðandi kampavín er mál málanna hjá ljóskunum þessa tíðina. Fullkominn fyrir þær ljóshærðu sem vilja mýkri tón eftir sumarið og gefa hárinu fallegan blæ og gljáa sem fangar ljósið á einstakan hátt. Rándýrt lúkk, ef þú spyrð okkur!
Mjúkt mokka
Brúnir lokkar fá yfirhalningu í haust með mokkalit sem er djúpur, flauelsmjúkur brúnn tónn sem fangar ljósið og gefur hárinu fallega dýpt. Hárliturinn getur hvort heldur sem er verið með kaldan eða hlýjan undirtón, eftir því sem hentar húðlit hverri og einni. Litur sem smellpassar inn í blæbrigði haustsins.
Hárfylgihlutir
Spennur, hárbönd og klútar eru áberandi í tískunni um þessar mundir og um að gera að leika sér með fylgihluti fyrir hárið sem krydda upp á heildarútlitið.
Tískuvika
Hér eru nokkrar tískudívur frá tískuvikum á meginlandinu sem gott er að nota sem innblástur fyrir næsta tíma í lit og klipp.