Fara í efni

Heitast í hári haustið 2025

Fegurð - 8. október 2025

Nýja árstíðin kallar á mjúkar línur, dýpt og náttúrulegan gljáa í heilbrigðu hári. Haustið 2025 snýst um áreynslulausa fegurð – hvort sem þú laðast að ljósum lokkum sem minna á freyðandi kampavín, djúpum mokkatónum í takt við haustlitina, styttum með næntís nostalgíu eða frönsku, fáguðu útliti. Hér finnurðu innblástur fyrir næstu heimsókn í litun og klippingu.

Djarfur drengjakollur

Emma Stone er lifandi sönnun þess að drengjakollsklippingin getur verið bæði kvenleg og ótrúlega „chic“. Pixie-klippingin er komin aftur á sviðið – stutt, mjúk og svo klæðileg að hún hentar flestum andlitslögunum og hárgerðum. Þetta er klippingin fyrir þær sem þora að breyta til. Hún er mjúk við hálsinn, með aðeins meiri lengd efst og áferð sem gefur hreyfingu og karakter.
Leikkonan Emma Stone með geggjaða klippingu og gullfallegan lit.

Á tískuviku

Þessi ómótstæðilega díva hefur fangað hug okkar og hjörtu með klippingu sem minnir óneitanlega á Lindu Evangelistu á tíunda áratugnum.
Fullkomnaðu lúkkið með því að prófa djarfan lit eða glansmeðferð sem gefur fallega og fágaða áferð.

Haustklippingin sem allir eru að tala um

Haustið markar nýtt upphaf og það byrjar á hárinu. Síðir lokkar með fallegum styttum er klippingin sem stjörnurnar og hársnillingarnir eru sammála um að sé hámóðins um þessar mundir. Þessi klipping gefur þér frískleika eftir sumarið án þess að fórna lengdinni – bara meiri hreyfingu, fyllingu og áreynslulausan glamúr.
@sabrinacarpenter
Tilvalið er að taka mynd af Sabrinu Carpenter með sér í næsta tíma í klippingu.
Jennifer Aniston á tíunda áratugnum er líka góður innblástur fyrir klippinguna sem er að trenda hvað mest um þessar mundir.

Bob og Lob

Kjálkasítt hár hefur fengið frönsk og ítölsk viðurnefni hin síðari ár en nú er tími til kominn að snúa aftur í klassíkina sem virkar alltaf. Sígild „bob“ klipping er enn að trenda sem aldrei fyrr enda einföld, stílhrein og endalaust „chic“. Þetta er gott dæmi um klippingu sem virkar á bæði slétt og liðað hár og gefur frá sér orku sem öskrar „ég vaknaði bara svona“!
Fyrir þær sem vilja fríska upp á útlitið eftir sumarið án þess að fara of stutt er „lob“ – lengri útgáfan, hið fullkomna haustval. Hárið endar þá við öxlina og hægt að ráða hvort línan sé skörp eða með fallegum styttum sem ramma andlitið inn.
@haileybieber
Heimsbyggðin lítur til Hailey Bieber þegar kemur að öllu tengdu hár og fegurð. „Bob“ klippingin hennar er svo flott.
Margverðlaunað hárserum sem lofar 17.000 nýjum hárum á 3 mánuðum frá L´Occitane, 5.850 kr.
Daily Conditioner er næring sem er hönnuð til að veita mikinn og endurnærandi raka sem styrkir yfirborð hársins, sveigjanleika, teygjanleika og getu hársins til að viðhalda raka ásamt því að minnka líkur á sliti. Hárið fær aukna mýkt, sléttara yfirborð og gljáa og verður auðveldara í meðförum. Næringin inniheldur rakagefandi aloe vera og nærandi avókadó-olíu. Lyfja, 6.899 kr.
Hreinsandi þurrsjampóúði frá L´Occitane, 3.750 kr.
Heimakeratínmeðferð er hagkvæmur valkostur. Með aðeins einni notkun færðu allt að þriggja mánaða frizz-laust og glansandi hár. Formúlan er 100% vegan og inniheldur mildar sýrur. Hún nær að temja úfið hár, loka endum og jafna pH-gildi hársins – á sama tíma og hún endurheimtir mýkt og raka og helmingar blásturstímann. Lyfja, 9.779 kr.
Smoothing Oil-Infused Leave-in-Concentrate er hármeðferð sem mýkir og sléttir með argan- og babassúolíum og hentar öllum hárgerðum, sérstaklega þurru og úfnu hári. Hagkaup, 5.999 kr.

Dass af rokki

Rokkið er aftur komið á ról – og það sést á hárinu. Klassíska „shag“-klippingin er vinsæl sem aldrei fyrr sem lýsir sér í tjásum og styttum upp við andlitið, mikla hreyfingu í hárinu og topp sem liggur rétt við augnhárin. „Wolf cut“, sem hefur verið að trenda undanfarin misseri er hrárri, uppreisnargjarnari týpan – sami seventís stíllinn en aðeins meiri stælar. Fyrir þær sem vilja mildari og meira flæðandi útgáfu er „Butterfly cut“ fullkomin. Hún heldur lengdinni en bætir við hreyfingu og mjúkum línum upp við andlitið sem gerir prófílinn þinn alveg ótrúlega fallegan.
@selenagomez
Selena Gomez sést hér með klippingu í þessum anda.
Hér má sjá rokkaða klippingu baksviðs hjá Coperni sem sýndi hausttískuna 2025.

„Gardínutoppur“

Svokallaðir „Curtain bangs“ eru alls ekki nýir af nálinni og halda áfram að fá mikinn tíma í sviðsljósinu. Þeir gefa hárinu fágað útlit og framkalla þetta ómótstæðilega franska væb sem við elskum allar. Um er að ræða topp sem rammar inn andlitið, fellur náttúrulega til beggja hliða, er styttri í miðjunni og síðari út að gagnaugunum. Fallegir, einfaldir og ótrúlega stílhreinir - fullkomnir fyrir þær sem vilja áreynslulaust og kúl útlit allt árið um kring.
@brycescarlett
Hér má sjá fullkomið dæmi um „Curtain Bangs“ þar sem áreynslulaust, franskt útlit er í hávegum haft.

Rándýr kampavínstónn

Ljós hárlitur sem minnir á freyðandi kampavín er mál málanna hjá ljóskunum þessa tíðina. Fullkominn fyrir þær ljóshærðu sem vilja mýkri tón eftir sumarið og gefa hárinu fallegan blæ og gljáa sem fangar ljósið á einstakan hátt. Rándýrt lúkk, ef þú spyrð okkur!
@gigihadid
Þú getur tekið mynd af Gigi Hadid í næstu litun ef þú ert hrifin af kampavínstrendinu.
Balmain hármaski, Hagkaup, 10.490 kr.
Fjólublátt sjampó frá Aveda sem dregur úr gulum tónum. Hagkaup, 5.999 kr.
Moisturizing Care gjafasettið frá Balmain inniheldur sjampó, hárnæringu, maska og bursta til að nudda hársvörðinn. Hagkaup, 20.390 kr.
Puff.Me sjampóið frá DesignMe hreinsar, léttir og lyftir hárinu. Hagkaup, 1.999 kr.
Allt-i-einu hitabursti hannaður til að ná stofugæðum í bæði blástur og krullur – án þess að þurfa að nota hárblásara og rúllubursta í sitthvoru lagi. Með tveimur skiptanlegum burstahausum býður hann upp á fjölbreytta möguleika: glansandi blástur, mótaðar krullur, aukið rúmmál eða frizz-stjórnun. Burstinn hefur flækjulausar hárnálar og sameinar nanó-títan og keramik til að skila sléttu og rafmagnslausri áferð í hvert skipti. Lyfja, 16.599 kr.

Mjúkt mokka

Brúnir lokkar fá yfirhalningu í haust með mokkalit sem er djúpur, flauelsmjúkur brúnn tónn sem fangar ljósið og gefur hárinu fallega dýpt. Hárliturinn getur hvort heldur sem er verið með kaldan eða hlýjan undirtón, eftir því sem hentar húðlit hverri og einni. Litur sem smellpassar inn í blæbrigði haustsins.
@jenniferlopez
Jennifer Lopez sést hér með ómótstæðilegan mokkalit og fallegar og fágaðar strípur upp við andlitið sem gefur hárinu hreyfingu.
Hármaski frá Herbal Essence, Hagkaup, 999 kr.

Hárfylgihlutir

Spennur, hárbönd og klútar eru áberandi í tískunni um þessar mundir og um að gera að leika sér með fylgihluti fyrir hárið sem krydda upp á heildarútlitið.
Hárspenna húðuð með 18k gulli frá Balmain, 33.990 kr.
Vero Moda, 2.990 kr.
Hárspöng frá Balmain, Hagkaup, 22.690 kr.
Gina Tricot, 2.095 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 14.990 kr.
Lyfja, 1.259 kr.
Six, 1.995 kr.
Zara, 2.995 kr.

Tískuvika

Hér eru nokkrar tískudívur frá tískuvikum á meginlandinu sem gott er að nota sem innblástur fyrir næsta tíma í lit og klipp.

Meira úr fegurð

Fegurð

Spennandi ilmir frá Gucci, Burberry og Marc Jacobs

Fegurð

Nýr Boss ilmur slær í gegn

Fegurð

Ástarbréf frá Ariönu Grande

Fegurð

Eins og fylliefni í hylki

Fegurð

7 daga kraftmikil ljómameðferð frá Guerlain (og 20% afsláttur)

Fegurð

Náðu í sumarljómann með Terracotta

Fegurð

ChitoCare beauty: Náttúruleg bylting í öldrunarvörn húðar

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free