Dagsdaglega
Terracotta Le Teint frá Guerlain skaust óvænt upp á toppinn hjá okkur sem einn allra besti farði sem við höfum prófað. Fullkominn dagsdaglega og tikkar í öll okkar box. Innihaldsefnin eru 95% náttúruleg, áferðin verður ein með húðinni og endingin mjög góð. Litatónarnir eru líka algerlega „spot on“ að mati förðunarfræðings HÉRER.is.
Endingarbestu
Nýjar formúlur hafa litið dagsins ljós sem eru með ótrúlega endingu á húðinni, en þeir sem við mælum sérstaklega með að kíkja á ef það skiptir þig miklu máli eru All Hours frá YSL, Teint Idole Ultra Wear frá Lancôme og Always On frá Smashbox.
Ljómandi
Ef þú ert með frekar þurra húð og ert að leita að farða sem gefur húðinni einstakan ljóma mælum við með Forever Skin Glow frá Dior og Revitalessence Skin Glow frá Shiseido.
Fyrir þær þroskuðu
Ef þú ert að leita að kremkenndum farða sem hentar vel þroskaðri húð mælum við með Cream Foundation frá Sensai sem hylur líka einstaklega vel og inniheldur silki sem nærir húðina á sama tíma.
Leiðréttandi
Even Better frá Clinique gefur húðinni ekki eingöngu fallega, náttúrulega áferð heldur vinnur á litabreytingum og inniheldur c-vítamín og spf 15. Farði sem fullkomnar húðina og ertir ekki og þess vegna tilvalinn fyrir þær sem eiga það til að fá bólur.
Besti púðurfarðinn
Við höfum ekki kynnst öðrum eins púðurfarða og Total Finish frá Sensai og höfum kallað hann fótósjopp í dós. Ferðafélagi númer eitt sem kemur með okkur hvert sem er, sléttir úr húðholum, sest ekki í fínar línur og fullkomnar húðina á einstakan hátt.