Fara í efni

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð - 27. desember 2023

Förðunarfræðingur HÉRER.is hefur verið að prófa allskyns farða allt árið og mælir hér með þeim bestu fyrir þína húð. Ekki skemmir fyrir að nú er Áramótabomba í Hagkaup, Smáralind sem þýðir 23% afsláttur af öllum snyrtivörum.

Dagsdaglega

Terracotta Le Teint frá Guerlain skaust óvænt upp á toppinn hjá okkur sem einn allra besti farði sem við höfum prófað. Fullkominn dagsdaglega og tikkar í öll okkar box. Innihaldsefnin eru 95% náttúruleg, áferðin verður ein með húðinni og endingin mjög góð. Litatónarnir eru líka algerlega „spot on“ að mati förðunarfræðings HÉRER.is.
Terracotta Le Teint frá Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá nokkra litatóna í Terracotta Le Teint.
Terracotta Le Teint er hinn fullkomni hversdagsfarði að mati förðunarfræðings HÉRER.is.

Endingarbestu

Nýjar formúlur hafa litið dagsins ljós sem eru með ótrúlega endingu á húðinni, en þeir sem við mælum sérstaklega með að kíkja á ef það skiptir þig miklu máli eru All Hours frá YSL, Teint Idole Ultra Wear frá Lancôme og Always On frá Smashbox.
Endingargóðir farðar í nýjum formúlum hafa litið dagsins ljós og gefa húðinni fullkomnað útlit frá morgni fram á rauða nótt.
Bjútígúrúinn Tati Westbrook, sem við höfum fylgt í yfir áratug og treystum einna best kallaði Always On frá Smashbox besta farðann. Hann hentar sérstaklega þeim sem eru með olíuríka húð og vilja að farðinn endist lengi. Hagkaup, 9.399 kr.
Teint Idole Ultra Wear frá Lancôme hefur nýlega fengið öppdeit á formúlunni sem er goðsagnakennd. Olíulaus farði sem gefur fallega, púðurkennda áferð og endist einstaklega vel á húðinni. Hagkaup, 7.999 kr.
All Hours-farðinn frá YSL er vel fljótandi farði sem sest á húðina eins og púður, hylur einstaklega vel og síðast en ekki síst helst hann á fram á rauða nótt. Hagkaup, 8.999 kr.
Fyrir og eftir ásetningu á All Hours-farðanum frá YSL.

Ljómandi

Ef þú ert með frekar þurra húð og ert að leita að farða sem gefur húðinni einstakan ljóma mælum við með Forever Skin Glow frá Dior og Revitalessence Skin Glow frá Shiseido.
Revitalessence-farðinn frá Shiseido er með serum-líka áferð og gefur mesta ljóma sem við höfum kynnst í farða.
Revitalessence Skin Glow frá Shiseido. Hagkaup, 9.599 kr.
Forever Skin Glow frá Dior gefur töluvert minni ljóma en sá að ofan frá Shiseido og hentar betur þeim sem vilja náttúrulegan, endingargóðan og passlegan ljóma með miðlungsþekju. Hann er í uppáhaldi hjá mörgum bjútígúrúum og ekki að ástæðulausu!
Forever Skin Glow frá Dior er notaður baksviðs hjá stærstu tískuhúsum heims.

Fyrir þær þroskuðu

Ef þú ert að leita að kremkenndum farða sem hentar vel þroskaðri húð mælum við með Cream Foundation frá Sensai sem hylur líka einstaklega vel og inniheldur silki sem nærir húðina á sama tíma.
Cream Foundation frá Sensai er tilvalinn sparifarði fyrir þær sem eru með þroskaða húð og hafa áhyggjur af því að farðinn setjist í fínar línur.
Cream Foundation frá Sensai nærir og hylur á sama tíma og gefur húðinni djúsí áferð. Sparifarði af bestu gerð! Hagkaup, 11.200 kr.
Við getum ekki mælt nóg með Age Perfect BB-farðanum frá L´Oréal sem gefur húðinni fullkomnað útlit með áferð sem er eins og andlitskrem. Ekki láta nafnið blekkja ykkur því þessi hylur fáránlega vel. Hagkaup, 2.899 kr.
Kendall Jenner er talskona L´Oréal og sést hér á tískusýningu á þeirra vegum. Við erum vissar um að hún fílar Age Perfect BB Cover.

Leiðréttandi

Even Better frá Clinique gefur húðinni ekki eingöngu fallega, náttúrulega áferð heldur vinnur á litabreytingum og inniheldur c-vítamín og spf 15. Farði sem fullkomnar húðina og ertir ekki og þess vegna tilvalinn fyrir þær sem eiga það til að fá bólur.
Even Better frá Clinique er þróaður af húðlæknum og vinnur á dökkum blettum í húðinni. Hagkaup, 7.699 kr.

Besti púðurfarðinn

Við höfum ekki kynnst öðrum eins púðurfarða og Total Finish frá Sensai og höfum kallað hann fótósjopp í dós. Ferðafélagi númer eitt sem kemur með okkur hvert sem er, sléttir úr húðholum, sest ekki í fínar línur og fullkomnar húðina á einstakan hátt.
Total Finish frá Sensai er fullkominn púðurfarði sem hægt er að nota einan og sér eða yfir fljótandi farða og/eða hyljara.
Total Finish-púðurfarði, Hagkaup, 6.299 kr.
Studio Radiance er fyrsti fljótandi farði sem MAC hefur komið með á markað í áratug. Hylur vel og hentar sérstaklega þeim sem eru með normal og/eða þurra húð.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti