
Ef þú er að leita að hinu fullkomna glossi, þá þarftu ekki að leita lengra. Dior Addict-glossið númer 640 er hinn fullkomni tónn og ekki nóg með það heldur gerir hann varirnar ómótstæðilega djúsí!
Fæst í Hagkaup, Smáralind.


Super Cindy frá Charlotte Tilbury er eins og nafnið gefur til kynna innblásinn af súpermódelinu Cindy Crawford. Hann er mattur, með ferskjulituðum undirtón og hentar öllum húðtónum sem við höfum séð hann á. Ókostur að hann fæst ekki hér á landi.
(Hægt að panta á Cult Beauty)
Hér má sjá Super Cindy á nokkrum húðtónum.


Varaliturinn Boy frá Chanel er goðsagnakenndur og hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Formúlan er varasalvakennd og undirtónninn er kaldur og bleikur en hann fer þeim sem eru með ljósan húðlit einstaklega vel.
Fæst í Hagkaup í Smáralind.

Liturinn Hug Me frá MAC er hrikalega fallegur á þeim sem eru með millidökka húðtóna en hann er með fallegri glansáferð.



Varaliturinn Souffle frá Becca nýtur sín vel á dökkum húðlit.
Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Vonandi hjálpar þetta ykkur að finna hinn fullkomna nude lit fyrir ykkar húðtón og smekk.