
Serum inniheldur oftast formúlu með virkum innihaldsefnum sem eru þá í meira magni en í kremum. Oft er hægt að velja serum sem er með sambærilega formúlu og dag- eða næturkremið þitt en svo er líka hægt að leita að serumi sem inniheldur ákveðið efni sem þú sækist eftir að bæta við húðrútínuna þína.
Formúla seruma er þannig uppsett að hún fer djúpt inn í húðina og stuðlar þar með að betri virkni innihaldsefnanna.
La Roche-Posay vörurnar eru þróaðar, prófaðar og fá meðmæli frá húðlæknum um allan heim. Einkunnarorð merkisins eru betra líf fyrir viðkvæma húð. Vörurnar fást eingöngu í apótekum og úrvalið má t.d. skoða hér.
Serum sem við mælum með!
Hér eru nokkur með mismunandi virkni sem við gefum okkar bestu meðmæli.

HyaluB5 Serum
Rakabomba af bestu gerð.

Effaclar Anti Imperfections Serum
Bólgu- og bólubani af bestu gerð.

Þetta serum má nota bæði kvölds og morgna en það er nauðsynlegt að nota sólarvörn eða húðvörn öllu heldur á hverjum degi á meðan verið er að nota sýrur í húðrútínunni.
Toleriane Ultra Dermallergo Serum
Vörulína þróuð fyrir ofnæmiseinkenni í húðinni.

Serumið sem er nýtt í línunni inniheldur mesta magnið af þessu fyrrnefnda innihaldsefni sem fer djúpt inn í húðina og róar uppþot sem getur átt sér stað á meðan bólgur og erting af völdum ofnæmis eru viðvarandi í húðinni. Næst þegar þú átt leið í apótek til að skoða ofnæmislyf hvetjum við þig til að skoða húðvörurnar frá La Roche-Posay.

Sjáumst í Lyfju í Smáralind!