Fara í efni

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð - 5. júlí 2024

Við erum sjúkar í snyrtivörur sem gera okkur sólkysstar og láta okkur líta út fyrir að hafa fengið mun betra sumar en raun ber vitni. Hér eru nýjar og spennandi brúnkuvörur sem eiga það allar sameiginlegt og fást á Tax Free-dögum í Hagkaup, Smáralind út 10. júlí.

Sexí sólarpúður

Ef það er ein snyrtivara sem íslenskar konur geta varla lifað án er það sólarpúður. Góðu fréttirnar eru að nú keppast snyrtivöruframleiðendur við að koma með sexí sólarpúður á markað en hér eru þau sem við erum með augastað á og ekki verra að fá á Tax Free-afslætti í Hagkaup.
Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Transforming Bronzer frá Lancôme er nýtt sólarpúður sem uppáhaldsförðunarfræðingurinn okkar, Lisa Eldridge, kom að því að þróa. Það er með ofurléttri og náttúrulegri áferð sem aðlagast húðinni á auðveldan hátt. Nýstárlegt púður sem gefur raunverulegt, sólkysst og náttúrulegt og matt útlit. Hagkaup, 6.450 kr.
Í sömu línu kom einnig út guðdómlegur highlighter sem fallegt er að nota efst á kinnbeinin og niður nefið fyrir ekta J-Lo Glow!
Förðunarmeistarinn Lisa Eldridge er konan á bakvið nýju formúluna af sólarpúðrunum frá Lancôme.
Sólarpúðrin frá Guerlain eru goðsagnakennd enda var snyrtivöruframleiðandinn fyrstur til að koma með þau á markað á sínum tíma. Nú er hægt að fá sumarútgáfu í takmörkuðu upplagi en 96% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna þar sem þrír litir mynda einstaklega fallega sólkyssta húð, einn bronslitaður og tveir kinnalitir: skærbleikur og sterkur kórallitur. Terracotta Light-formúlan er ein sú mest selda í Evrópu og sólarpúðrið kemur nú í áfyllanlegum ubúðum! Fæst í Hagkaup, Smáralind.
All Hours Bronzerinn frá YSL er margnota sólarpúður sem færir okkur þetta sólkyssta útlit sem við sækjumst öll eftir. Ný tegund af sólarpúðri sem á að endast í allt að 24 klukkustundir! Svo eru umbúðirnar sér kapítuli út af fyrir sig. Hagkaup, 8.788 kr.
Í sumarlínu Chanel er að finna þrískipta pallettu sem inniheldur sólarpúður, kinnalit og highlighter í einu. Hægt að nota litina í sitthvoru lagi eða blanda öllu saman fyrir útitekið og frísklegt útlit.
Clarins er á 30% afslætti á Tax Free-dögum í Hagkaup en þar er margt fallegt að finna, meðal annars þetta þrískipta sólarpúður með ljóma sem kemur í takmörkuðu sumarupplagi. Hagkaup, 5.599 kr.
Prófaðu að nota sólarpúðrið til að blanda augnskuggann með, upp í áttina að augabrún og einnig á neðri augnháralínu.

Brúnkubúst

Hvort sem það er brúnkukrem, brúnkudropar, brúnkufroða eða hvað þetta heitir allt saman- erum við meira en til í það í sumar. Allt sem gefur okkur lit sem lætur okkur líta út fyrir að hafa fengið mun betra veður í sumar en raun ber vitni!
Ultra Dark Violet er dekksta útgáfa brúnkufroðu frá St. Tropez sem er nýkomin á markað. Hún framkallar þinn dekksta mögulega lit og er ekki fyrir feimna! Við elskum brúnkufroðurnar frá St. Tropez og þessi er tekin fram þegar við viljum lúkka eins og við séum nýkomnar úr þriggja vikna fríi á þeim slóðum. Hagkaup, 7.256 kr.
Fyrir og eftir Ultra Dark Violet frá St. Tropez.
Silky Bronze self tanning frá Sensai er ný formúla sem er andstæðan við brúnkufroðuna hér að ofan. Kemur í gelkenndu kremformi sem smýgur fljótt inn í húðina og auðvelt er að byggja smám saman upp. Mjög gott fyrir þær sem vilja næra húðina og fá náttúrulegan ljóma og lit, smám saman. Bæði til fyrir líkama og andlit. Hagkaup, 8.305 kr.

Lumi Glotion frá L´Oréal er ein af þessum ljómandi snyrtivörum sem hafa farið hamförum (#viral) á samfélagsmiðlum. Nú loksins komið til landsins og íslenskar konur eiga án efa eftir að missa sig! 

Kendall Jenner er andlit L´Oréal og auglýsir hér Lumi Glotion.
Lumi Glotion frá L'Oréal Paris er fljótandi ljómakrem sem gefur húðinni fallegan, sólkysstan ljóma. Fæst í þremur mismunandi litatónum en formúlan inniheldur shea-smjör og glýserín fyrir raka í allt að 24 tíma. Án ilmefna, stíflar ekki húðholur og hentar viðkvæmri húð. Hagkaup, 2.418 kr.
Forever Glow Maximizer er kremaður highlighter sem er nýkominn á markað frá Dior. Gefur þér svakalega flottan ljóma í anda J-Lo! Fæst í nokkrum litatónum í Hagkaup, Smáralind.
Oh My Glow frá Gosh Copenhagen eru brúnkudropar sem gefa húðinni samstundist lit og ljóma. Fjölhæf snyrtivara sem  hægt er að nota út í dagkrem, sem fljótandi sólarpúður og highlighter eða blandað út í farða. 
Hagkaup, 2.821 kr.
Áferðin á Oh My Glow er ljómandi fögur og fullkomin yfir sumartímann.
Tanning Compact Foundation frá Shiseido er sjúklega spennandi, húðfegrandi farði í föstu kremformi með SPF10 sólarvörn sem framkallar sólkysst útlit með náttúrulegri þekju sem jafnar út húðtóninn, sýnilegar svitaholur og fínar línur. Veitir náttúrulega og lýtalausa áferð. Lítill fugl hvíslaði því að okkur að áferðin svipi til Soft Sculpt Skin Enhancer frá Makeup By Mario. Nú er 30% afsláttur af Shiseido í Hagkaup, 5.240 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti