Fara í efni

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð - 9. janúar 2024

Hártískan í ár verður rándýr, ef marka má spár sérfræðinganna vestanhafs. Við fáum að sjálfsögðu innblástur frá stílstjörnum fyrri áratuga á borð við Rachel í Friends, ofurfyrirsætum níunda áratugarins og Victoriu Beckham en með fersku ívafi sem hæfir árinu 2024.

Kitty klippingin

Svokölluð kitty-klipping verður líklega vinsælasta klippingin í ár en hún er ný stæling á þeirri sem var kölluð wolf cut fyrir ekki svo löngu síðan. Við erum að tala um styttur sem ramma inn andlitið og lengdin nær sirka niður á viðbeinið. Þessi stíll nýtur sín best vel blásinn með krullubursta (eða Dyson, en ekki hvað!) og er rándýr ef þú spyrð okkur. Góðu fréttirnar eru að þær okkar sem klipptu vel af hárinu á síðasta ári eigum auðvelt með að stela þessu lúkki þegar hárið síkkar. Sú sem seldi okkur þetta lúkk heitir Shay Sullivan en sjón er söguríkari.
Shay Sullivan-klippingin er ein sú allra heitasta um þessar mundir.
Hér má sjá klippinguna vel og auðvitað vel blásið hárið, sem er algert lykilatriði svo þessi klipping njóti sín sem best.
@cassdimicco.
Gott dæmi um þá klippingu sem verður hvað vinsælust á árinu.
The Rachel, klippingin sem er innblásin af hárinu hennar Rachel Green úr friends, heldur áfram að hafa gríðarleg áhrif á hártískuna.

Slaufur

Fylgihluturinn, með greini, sem tröllríður hártískunni um þessar mundir eru slaufur í öllum stærðum og gerðum. Möguleikarnir eru endalausir með þennan stelpulega stíl sem gerir svo mikið fyrir heildarmyndina.
@halleybrisker
Það er sixtís-væb hér sem við erum einstaklega skotnar í.
Allt sem Hailey Bieber snertir verður að gulli. Hér má sjá hana með sæta slaufuspennu í stuttu hárinu.
@nailsbyzola
Ein skærasta stjarna ársins, Sydney Sweeney, með ýkta útgáfu.
@leletny
Sparislaufa af bestu gerð.
Hér nýtur stór og ljós slaufuspenna sín vel í stuttu hárinu en samskonar spennur hafa fengið í H&M Smáralind.
@overglowedit
Falleg klemmuspenna notuð aftan á hnakkanum.
Zara, 1.195 kr.
H&M Smáralind.

80´s pixie

Pixie-drengjakollurinn hefur löngum þótt smart en á þessu ári munu líklega æ fleiri þora að hoppa á lestina. Ofurfyrirsætan Taylor Hill er nútímaútgáfan af Lindu Evangelistu sem sportaði goðsagnakenndu klippingunni á níunda áratug síðustu aldar en hún klippti hárið á síðasta ári, sem er án efa óður til Lindu.
@taylorhill
Fyrirsætan Taylor Hill með nýju klippinguna sína en hún segist aldrei hafa liðið meira eins og hún sjálf en eftir að hún lét klippa síðu lokkana sína.

Linda Evangelista lét klippa hárið sitt stutt seint á níunda áratug síðustu aldar og gerði allt vitlaust í tískuheiminum. 

Við sáum fyrirsæturnar á tískusýningarpöllunum einnig sporta pixie-klippingu.

Victoria Beckham eða fína kryddið eins og hún var kölluð í denn, sportaði sjúklega smart drengjakolli í kringum aldamótin. Svipuð klipping verður að trenda á næstunni, þar sem tjásulegur toppurinn fær að njóta sín.
Wanna Glow er glansandi formúla frá Bed Head fyrir þurrt hár. Gefur hárinu mikinn raka og næringu! Frábært til að bæta raka og glans í þurrt og úfið hár. Hagkaup, 3.599 kr.
Hárvax sem mótar, gefur gljáa og gerir hárið meðfærilegra. Tilvalið í stutt hár. Hagkaup, 2.099 kr.

Hunangstónar

Ljóskurnar verða minna í platínum en færa sig nær hlýjum og glansandi hunangstónum ef marka má spár sérfræðinganna í hári. Gott dæmi um lit af þessu tagi er á stílstjörnunni Sofiu Richie Grainge.
@sofiarichiegrainge
Rándýr litur á Sofiu Richie Grainge.
@haileybieber
Gordjöööss litur á Hailey Bieber.

Styttur

Styttur koma ekki bara vel út í styttra hári heldur eru að koma sterkar tilbaka í síðu hári sem gefur því einstaka fyllingu og líf.
Hversu gordjöss er Suki Waterhouse? Stytturnar koma vel út í síðu hárinu og við elskum 70´s stíliseringuna.
@camilamorrone
Camila Morrone með áreynslulausa hárgreiðslu með fallegum styttum.
Hér má sjá hversu vel styttur njóta sín í síðu hári, sérstaklega þegar það er svona vel blásið með rúllubursta.
Hárbursti, Hagkaup, 2.399 kr.
Hárrúllur með frönskum rennilás, Lyfja, 281 kr.
Puff.Me Volumizing-froðan gefur einstaka fyllingu í hárið frá rótum til enda. Hagkaup, 2.299 kr.
Til að framkalla fullkomið „blow out“ í anda Cindy mælum við með mótunarfroðu eins og þeirri hér að ofan, sem ver hárið fyrir hitanum og gefur lyftingu. Blástu hárið með stórum krullubursta og leyfðu að kólna í velcro-krullum í nokkrar mínútur.

Stuttur toppur

Nú munum við sjá minna af þvertoppum og meira af tjásulegum toppi sem verður eitt með restinni af hárinu.
@allanface
Nútímalegt og retró á sama tíma. Love it!
@debbyryan
Kúl toppur í áferðafallegu hári.

Glamúrus Bob

Bob klippingin er ekkert á förum en hún heldur áfram að vera vinsæl á nýja árinu, nú gjarnan með extra glamúrus ívafi þar sem hárblásarinn spilar stóra rullu. „Old Money“-stíllinn er kominn til að vera. Ef við ættum að velja fyrirmynd fyrir þennan stíl þá myndum við benda á Christy Turlington á níunda áratugnum.
@haroldjames
Rándýr bob-klipping.
@khkris
Vel blásin og örlítið styttri útgáfa.
@valeriaferreira
Hin guðdómlega Olivia Palermo beit á agnið á árinu og klippti hárið stutt sem fer henni fáránlega vel.
@irinashayk
Mínimalískt og mergjað á Irinu Shayk.
@hoskelsa
Fersk útfærsla hjá fyrirsætunni Elsu Hosk.
Christy Turlington á tíunda áratugnum er góð fyrirmynd ef þú ætlar í bob-klippinguna.
Kæruleysislegt og glamúrus á sama tíma. Það komast fáir með tærnar þar sem Christy er með hælana.

Heilbrigði og glans

Í ár munum við væntanlega sjá minna um ýkta líti í hári eins og þann rauða sem var svo vinsæll í fyrra. Nú er áherslan á heilbrigt og glansandi hár og náttúrulega litatóna.
@jastookes
Dásamlegur glans á Jasmine Tookes.
@emrata
Þetta er náttúrulega bara ósanngjarnt hversu flott Emily Ratajkowski er. Glansandi og heilbrigt hér fellur aldrei úr tísku, svo mikið er víst.
Elvital Extraordinary Oil 10-in-1 Miracle Treatment Leave-in Spray fyrir þurrt og úfið hár. Olían er rík af blómaolíu og gefur náttúrulega áferð ásamt því að næra hárið, vernda það og auðveldar þér mótun. Hagkaup, 979 kr.
Gloss.Me serumið bætir glans, raka og kemur í veg fyrir friss. Hagkaup, 2.499 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!