Jól og áramót hjá Chanel
Svolítið extra
Til að ná fram ákveðnum x-faktor í augnförðuninni kemur augnglossið úr hátíðarlínunni sterkt inn en það er hægt að nota á augnlokið, inní augnkrókinn eða undir augabrún, fyrir extra ljóma og ákveðið „je ne sais quoi“
Ljómandi ljómapúður
Í hátíðarlínunni má finna risastórt og sparilegt ljómapúður sem kemur í tveimur litum, rósargylltu og gylltum tón.
Naglalökk í hátíðartónum
Þrjú lökk eru í línunni, dimmrauður, grængylltur og glimmerað top coat sem hægt er að nota eitt og sér eða yfir aðra liti.
Jólalegir varalitir
Tvennskonar varalitaformúlur eru í línunni, annars vegar kremaður en mjög litsterkur og hinsvegar „varalakk“ sem helst á vörunum eins og fátt annað sem við höfum prófað. Hér eru uppáhaldslitirnir okkar.
Nú standa yfir Risa Tax Free dagar í Hagkaup, Smáralind!