Fara í efni

Hátíðarlína Chanel 2022

Fegurð - 18. nóvember 2022

Hátíðarlína Chanel er einstaklega glæsileg í ár þar sem leikið er með ljós og skugga og djúpa og kynþokkafulla tóna sem passa þessum árstíma svo vel. Förðunarfræðingur HÉR ER fékk að prófa, hér er það sem henni fannst standa upp úr.

Ef þú vilt gera vel við þig eða tríta þær sem þér þykir vænt um með fallegum Chanel-pakka um jólin þá er um að gera að nýta sér Risa Tax Free-daga sem standa yfir í Hagkaup, Smáralind.

Jól og áramót hjá Chanel

Hér má sjá augnskuggapallettuna úr hátíðarlínunni, kremaðan varalitinn og risastóran highlighter.
Augnskuggapallettan inniheldur fjóra liti með mismunandi áferð, frá satín yfir í glimmer. Einstaklega klæðilegir fyrir alla augnliti og gefa augunum fallega dýpt og ljóma.
Augnskuggapallettan úr hátíðarlínu Chanel 2022 er einstaklega falleg í ár.

Svolítið extra

Til að ná fram ákveðnum x-faktor í augnförðuninni kemur augnglossið úr hátíðarlínunni sterkt inn en það er hægt að nota á augnlokið, inní augnkrókinn eða undir augabrún, fyrir extra ljóma og ákveðið „je ne sais quoi“
Hér má sjá hvað það kemur vel út að nota augnglossið í augnkrókinn.
Notaðu augnglossið í augnkrókinn, yfir augnlokið eða undir augabrún fyrir ákveðið „je ne sais quoi“.

Ljómandi ljómapúður

Í hátíðarlínunni má finna risastórt og sparilegt ljómapúður sem kemur í tveimur litum, rósargylltu og gylltum tón.
Ljómapúðrið í litnum Or Rose er með rósargylltum tón.
Berðu ljómapúður á kinnbeinin, niður nefið, fyrir neðan augabrún og á viðbeinin.

Naglalökk í hátíðartónum

Þrjú lökk eru í línunni, dimmrauður, grængylltur og glimmerað top coat sem hægt er að nota eitt og sér eða yfir aðra liti.
Hér er top coat-ið notað yfir rauða litinn.

Jólalegir varalitir

Tvennskonar varalitaformúlur eru í línunni, annars vegar kremaður en mjög litsterkur og hinsvegar „varalakk“ sem helst á vörunum eins og fátt annað sem við höfum prófað. Hér eru uppáhaldslitirnir okkar.
Rouge Allure L´Extrait í lit 817 er guðdómlegur rauður litur með örlitlu shimmeri.
Rouge Allure L´Extrait í lit 827 er dásamlegur, kremaður brúntóna varalitur.
Förðunarfræðingur HÉR ER er kolfallin fyrir Rouge Allure Laque í lit 88-Rose Mystére. Svakalega klæðilegur rósar-nude litur með brúnum undirtón og endingin er fáranlega góð. Formúlan er kremuð og þurrkar ekki varirnar. 100% meðmæli!
Nú standa yfir Risa Tax Free dagar í Hagkaup, Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum