Fara í efni

Klæðilega meiköpp trendið sem tröllríður TikTok

Fegurð - 18. júlí 2023

Nýjasta förðunaræðið á samfélagsmiðlum er nefnt í höfuðið á uppáhaldskaffidrykknum okkar. Klæðilegt trend sem er í raun og veru bara klassískt, brúntóna smokey með smellnu nafni. Hér eru þær snyrtivörur sem við mælum með til að framkalla lúkkið.

Latte förðunartrendið

TikTok á það heldur betur til að kveikja áhuga fólks á förðunartrendum með smellnum nöfnum en nýjasta æðið sem ber nafnið Latte, til heiðurs þeim ágæta kaffidrykk er í raun ekkert annað en brúnt smokey. Klassík með nýju nafni sem við segjum ekki nei við enda eitt það klæðilegasta sem við getum hugsað okkur þegar kemur að förðun. Hér eru þær förðunarvörur sem tilvaldar eru til að framkalla þetta kaffibrúna lúkk.
@haileybieber
Trendmasterinn Hailey Bieber með Latte-lega förðun í náttúrulegri útgáfu.

Hvort sem þú fílar litað dagkrem með léttri þekju eða fullþekjandi farða getum við heilshugar mælt með þessum.

Æðislegt litað dagkrem frá myclarins, Hagkaup, 4.399 kr.
Gullfallegur farði sem endist vel á heitari mánuðum ársins. Hagkaup, 3.499 kr.
Förðunarstíllinn sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum undanfarin misseri.

Gefðu húðinni útitekið útlit og sólkysstan ljóma með góðu sólarpúðri og haltu litatónunum í svipuðum, brúnum tónum.

Nú fæst goðsagnakennda, kremaða sólar„púðrið“ frá Chanel í ferðastærð í Hagkaup, Smáralind.
Back to Bronze-sólarpúðrið frá L´Oréal er gæðavara sem endist vel á húðinni og gefur fallegan lit og ljóma. Lyfja, 3.059 kr.

Latte augnförðun

Latte-trendið snýst um að nota brúntóna augnskugga allt í kringum augun en úr nægu er að velja þegar kemur að slíkum tónum. Hér eru nokkrar tilvaldar pallettur til að framkalla Latte-lúkkið.
Uppáhaldspallettan okkar í dag og það eina sem þú þarft, hvort sem þú vilt skapa dagsförðun eða smokey fyrir kvöldið. MAC Smáralind, 14.990 kr.
40 augnskuggalitir ættu að duga-fyrir lífstíð! Geggjuð palletta frá NYX, Hagkaup, 9.195 kr.
Skyggingarpallettan frá Scott Barnes er í gæðaflokki en hægt er að nota hana til að skyggja allt andlitið, augun að sjálfsögðu líka. Góð fjárfesting! Elira, 13.990 kr.
Þrír augnskuggar í pallettu í réttum litatónum frá Smashbox, Lyfja, 4.814 kr.

Rammaðu augun inn með góðum, dökkbrúnum augnblýanti. Þessi frá Sweed fær bestu meðmælin! 

Sweed augnblýantur í dökkbrúnu, Elira, 3.490 kr.
Gefðu augnumgjörðinni kynþokkafullt yfirbragð með náttúrulegum augnhárum á borð við þessi Sultry Corner sem Nikki_Makeup hannaði með Sweed. Elira, 3.990 kr.
@makeupbyylke
Glamúr-útgáfa af Latte-förðuninni.

Rammaðu varirnar inn með brúntóna varablýanti á borð við Oak frá MAC og settu svo glæran gloss yfir til að fullkomna lúkkið.

Varablýanturinn Oak er í uppáhaldi hjá mörgum og er tilvaldur í Latte-lúkkið. MAC Smáralind, 5.190 kr.
Lip Glow-olían frá Dior er unaðsleg og gefur vörunum megagloss og næringu. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Fullkomnaðu förðunina með því að setja farðann á t-svæðinu með lausa púðrinu frá Sensai, sem er eitt það allra besta í bransanum.

Laust púður frá Sensai, Hagkaup, 6.999 kr.
@valeriaferreira
Hér sést vel hversu klæðileg Latte-förðunin er.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free