Fara í efni

Lancôme á Tax Free

Fegurð - 1. september 2021

Lancôme-snyrtivörurnar eru goðsagnakenndar og standa alltaf fyrir sínu. Nú er um að gera að nýta sér Tax Free-afsláttinn í snyrtivörudeild Hagkaups sem stendur yfir frá 1.-8. september.

Teint Idole Ultra Wear-farðinn frá Lancôme er best seller og ekki að ástæðulausu. Þessi fljótandi farði er orðinn legendary í bransanum en hann er fullþekjandi, þægilegur á húðinni, smitast ekki og heldur sér frá morgni til kvölds. Litaúrvalið er líka sérlega gott en farðinn kemur í 45 litum, svo allir ættu að geta fundið lit við hæfi.

Teint Idole Ultra Wear frá Lancôme fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Teint Idole Ultra-farðinn kemur einnig í stiftformi sem tilvalið er að nota til að „highlighta“ og skyggja andlitið. Við mælum einnig með kinnalitunum í þeirri línu.

Nú er hægt að fá farðagrunn, farða, kinnalit, skyggingu og highlighter í stiftformi. Þvílík snilld og tilvalin lausn fyrir 5 mínútna meiköpp eða til að hafa í töskunni fyrir lagfæringar.

Farðagrunnur

Teint Idole Ultra Wear Blur & Go Primer Stick er farðagrunnur í stiftformi sem fyllir upp í húðholur, heldur olíuframleiðslu í lágmarki og farðinn endist lengur á húðinni. Einföld snilldaruppgötvun!

Mega maskari

Lash Idôle-maskarinn greiðir vel úr hverju augnhári, gefur sveigju og þykkir á sama tíma. Við biðjum ekki maskarann okkar um meira!

Stjörnuilmur

Leikkonan fagra Zendaya er talskona Lancôme og andlit Idôle-ilmsins sem slegið hefur í gegn. Við mælum með því að skoða ilmina frá Lancôme á Tax Free-dögum í Hagkaup, Smáralind.

Lancôme-snyrtivörurnar eru á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind frá 1-8. september.

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free