Fara í efni
Kynning á sólarvörn frá Lancaster

Ljómandi húð og hámarksvörn í sumar

Fegurð - 16. maí 2025

Þegar sólin læðist fram og dagarnir lengjast, langar okkur vera úti og njóta, geisla og glóa. En við viljum líka vernda húðina og hugsa vel um hana. Sólarvörn er ekki bara vörn, hún er líka húðbætandi, ljómi og sjálfsumhyggja. Lancaster Sun línan sameinar allt þetta í vörur sem gleðja bæði húð og huga. Hér eru fjórar sem eiga eftir að verða fastagestir í snyrtibuddunni þinni.

Nú er um að gera að fjárfesta í góðri sólarvörn fyrir sólríku dagana sem framundan eru. Tax Free í Hagkaup til 21. maí!
Lancaster býður háþróaðar sólarvarnir sem sameina 360° vörn gegn UVA, UVB, sýnilegu ljósi og innrauðum geislum – ásamt húðbætandi áhrifum og náttúrulegum ljóma. Hvort sem þú velur dagkrem, serum, bronsgrunna eða líkamskrem færðu létta áferð, silkimjúka húð og fallega áferð. Fullkomið fyrir þau sem vilja verja húðina og njóta sólarinnar – með stíl.

Sólarvörn með léttum lit

Sólkysst – án sólar. Þessi bronslitaði grunnur gefur náttúrulegan lit og verndar húðina með SPF30. Áferðin er létt, auðvelt að blanda og hentar flestum húðtónum. Hann gefur náttúrulegan ljóma og sólkyssta áferð sem þú getur treyst – jafnvel á skýjuðum dögum. Virkar einstaklega vel einn og sér eða undir léttan farða.

Dagkrem + sólarvörn + ljómi – allt í einni túpu

Lancaster Sun Perfect Illuminating Cream SPF50 er meira en dagkrem. Þetta er fullkomin blanda af sólarvörn, dagkremi og náttúrulegum ljóma. Lancaster Sun Perfect Illuminating Cream veitir hámarks vernd með Full Light Technology sem ver húðina gegn UVA, UVB, sýnilegu ljósi og innrauðum geislum. Kremið vinnur á sama tíma gegn fyrstu merkjum öldrunar, jafnar lit og gefur silkimjúka áferð sem nánast bráðnar inn í húðina. Fullkomið sem farðagrunnur – en líka fyrir þau sem vilja sleppa farðanum og framkalla náttúrulegan ljóma.

Serum fyrir jafnvægi, ljóma og vernd

Lancaster Sun Perfect Unifying Serum SPF30 er létt serum sem er eins og smáskilaboð til húðarinnar um að hún eigi skilið það besta. Með SPF30 og háþróaðri formúlu sem vinnur gegn litabreytingum, fínum línum og líflausri húð veitir það breiða vörn og stuðlar að fallegri og sléttri húð. Húðin fær silkimjúka áferð, heilbrigðan ljóma og vernd allan daginn. Fullkomið eitt og sér eða undir annað rakakrem – fyrir alla sem vilja gera aðeins meira fyrir húðina í daglegu rútínunni.

Líkaminn á líka skilið lúxus

Lancaster Sun Beauty Body Velvet Milk SPF30 er líkamskrem sem er eins og flauel fyrir húðina – með háþróaðri 360° vörn og ljúfri rakagefandi áferð. Það smýgur hratt inn án þess að skilja eftir olíukennda tilfinningu og heldur húðinni mjúkri, ljómandi og verndaðri – jafnvel í sterkri sól. Fullkomið fyrir sólríka daga, borgarlíf og hvern einasta dag sem þú vilt veita líkamanum smá ást.
Lancaster er með breytt úrval af háklassa sólarvörn fyrir öll tilefni.
Lancaster fæst í snyrtivörudeild Hagkaups og er á Tax Free-afslætti til 21. maí.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Hækkandi aldur þarf ekki að þýða öldrun húðarinnar

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain