Húð
Infinite Bronze frá Lancaster er „gamechanger“ snyrtivara sem við vissum ekki að við þyrftum! Þessi bronslitaði grunnur gefur náttúrulegan lit og verndar húðina með SPF30. Áferðin er létt, auðvelt að blanda og hentar flestum húðtónum. Gefur náttúrulegan ljóma og sólkyssta áferð sem þú getur treyst – jafnvel á skýjuðum dögum. Virkar einstaklega vel einn og sér eða undir léttan farða.