Fara í efni

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð - 19. maí 2025

Ef þú ert leita fullkomnu tilefni til uppfæra snyrtibudduna, þá er rétti tíminn núna – því það er Tax Free stemning í Hagkaup Smáralind og stútfull búð af glimrandi nýjungum. Hér finna allt frá glitrandi glossum og ljómandi húðvörum yfir í nýjustu ilmina. Nú er tíminn til næla sér í lúxus með afslætti – sjáumst í snyrtivörudeildinni!

Húð

Peptide Fix 2-in-1 SPF 50 Tone + Top Up Mist er ný snilldarhönnun frá Nip+Fab sem er fjölhæfur andlitsúði sem sameinar háa sólarvörn og húðbætandi peptíð í einni léttri formúlu. Misturinn er hannaður til að vera fyrsta lagið af UV-vörn á morgnana og auðvelt er að nota hann yfir daginn, jafnvel yfir förðun, til að viðhalda vörninni og fríska upp á húðina. Formúlan er ilmlaus og létt sem gerir hana hentuga fyrir allar húðgerðir, þar með talið viðkvæma húð.
All Hours Hyper Blur Loose Powder er nýtt laust púður frá YSL með náttúrulegri en örlítið ljómandi áferð sem hentar bæði daglegri notkun og sérstökum tilefnum. Það hefur einnig verið nefnt sem eitt af bestu púðrunum fyrir þau sem leita að náttúrulegri, mattri áferð án þess að þurrka húðina.
Superstay Lumi-matte er nýr farði úr smiðju Maybelline sem er léttur og náttúrulegur á húðinni með áferð sem líkist filter og lofar allt að 30 tíma endingu! Ef þú ert að leita að farða sem veitir náttúrulegan ljóma án þess að vera of glansandi, gæti þessi verið þinn nýi uppáhalds! Hagkaup, 2.821 kr.
Poreless Jelly og Grippy Primer eru nýir og spennandi farðagrunnar úr smiðju Maybelline. Hagkaup, 2.821 kr.
Kremaður bronser frá Shiseido sem við erum vissar um að muni slá í gegn hjá íslenskum konum. Bráðnar inn í húðina og veitir sólkysst og djúsí útlit á núlleinni! Best að nota með gervihárabursta. Hagkaup, 5.240 kr.
Bubble Blending er nýr bursti frá Real Techniques sem er þéttur og kúptur bursti sem blandar auðveldlega út hvaða formúlu sem er á stuttum tíma. Hægt er að nota þennan bursta m.a. í farðagrunn og farða eða kremaðan kinnalit, hvort sem það er fljótandi, krem- eða púðurvörur. Hagkaup, 1.853 kr.
Oh My Glow frá Gosh eru ljómadropar sem gefa húðinni heilbrigða, ljómandi og sólkyssta áferð. Notist eitt og sér eða blandað út í rakakrem eða farða. Hagkaup, 2.821 kr.
Geggjuð ný palletta frá Gosh sem inniheldur fjóra litir sem þú getur notað eina og sér eða blandað að vild. Bronzer, highlighter og kinnalitur í einni pallettu á frábæru verði! Hagkaup, 4.192 kr.
Extra Big Finishing burstinn frá Real Techniques hentar vel fyrir kinnalit, highlighter, sólarpúður og aðrar skyggingarvörur. Ekki verra hvað burstarnir eru á góðu verði! Hagkaup, 1.934 kr.
Miracle Pure eru nýir highlighterar og kremkenndir kinnalitir frá Max Factor sem gefa húðinni ljómandi og frísklegt útlit. Hagkaup, 2.821 kr.
Hér má sjá Miracle Pure stiftið á kinnbeinunum.
Shiseido veit hvað það syngur þegar kemur að húðvörum en nýja serumið, Ultimune Power Infusing nýtir krafta japanskrar kamelíu sem er gerjuð með hefðbundinni tækni og skilar húðinni 3,4 sinnum meiri virkum efnum. Serumið nær djúpt – til 30 milljóna húðfrumna – og skilur húðina eftir ljómandi, þéttari og sléttari. Hagkaup, frá 13.304 kr.

Infinite Bronze frá Lancaster er „gamechanger“ snyrtivara sem við vissum ekki að við þyrftum! Þessi bronslitaði grunnur gefur náttúrulegan lit og verndar húðina með SPF30. Áferðin er létt, auðvelt að blanda og hentar flestum húðtónum. Gefur náttúrulegan ljóma og sólkyssta áferð sem þú getur treyst – jafnvel á skýjuðum dögum. Virkar einstaklega vel einn og sér eða undir léttan farða.

Lancaster fæst í Hagkaup, Smáralind.
Fyrir og eftir ásetningu Infinite Bronze frá Lancaster.

Ilmir

Dua Lipa er andlit nýs ilms frá Yves Saint Laurent, Libre L’Eau Nue, sem er fyrsta alkóhólfría ilmvatnið frá YSL, hannað með olíu-í-vatni-tækni sem gefur húðinni ljóma og náttúrulegan ilm. Ilmar eins og sumar og sól fyrir okkur. Mælum með að tékka á þessum, fyrir utan hvað umbúðirnar eru tjúllaðar! Hagkaup, 14.514 kr.
Boss Bottled Bold Citrus er ferskur, sítruskenndur ilmur sem sameinar Primofiore sítrónu og bergamot í toppnótum, með hjartanótum af elemi og Bourbon geranium, og viðarlegum grunnnótum af patchouli og vetiver. Ferskur viðarilmur fyrir sumarið sem kemur í takmörkuðu upplagi! Hagkaup, 12.901 kr.
Q Parfum frá Dolce & Gabbana er kynþokkafullur ilmur með dásamlegri blöndu af sætum kirsuberjum, jasmínu og bourbon-vanillu. Þessi nýi Q er dýpri útgáfa af þeim upprunalega sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Mælum með!
K Parfum frá Dolce & Gabbana er nýjasta viðbótin í K-ilmlínunni og býður upp á dýpri og kraftmeiri túlkun á þeim upprunalega sem sló heldur betur í gegn. Ítalskur glamúr og kynþokki í flösku!
Abercrombie & Fitch voru að koma með nýja ilmi á markað sem munu án efa slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.
100% Passion heitir nýi ilmurinn frá Abercrombie & Fitch.

Varir

Lifter Liner-varablýantarnir frá Maybelline hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og eru nú mættir til landsins. Um er að ræða litsterka varablýanta sem endast mjög vel. Mælum með litnum On It til að skyggja með og næntís lúkkið sem við sækjumst svo margar eftir. Hagkaup, 1.611 kr.
Loveshine Plumping Lip Oil Gloss er nýr varagloss frá YSL sem veitir glansandi áferð og „plömpandi“ áhrif. Glossinn inniheldur meðal annars hýalúrónsýru og engiferolíu og lofar allt að 24 klst. raka og 8 klst. glansi. Kemur í 10 glitrandi litum og umbúðum sem við slefum bókstaflega yfir!
Plump Ambition Hyaluron Lip Oil frá L’Oréal Paris er nýr varagloss sem sameinar glans, fyllingu og næringu í einni vöru. Formúlan inniheldur hýalúrónsýru og tripeptíð sem veita vörunum raka í allt að 24 klukkustundir og hjálpa til við að gera þær sléttari og fyllri. Glossinn er með léttri, ekki-klístraða áferð og er nýtt uppáhald hér á bæ. Liturinn Worth it er meðal annars tjúllaður nude litur. Hagkaup, 2.418 kr.
Superstay Teddy Tint Liquid Lip Tint frá Maybelline er eins og nafnið gefur til kynna „tint“ fyrir varirnar sem endist vel og gefur blörrandi áferð. Nýi uppáhaldsliturinn okkar heitir Current Mood og er fullkominn hversdagslitur. Hagkaup, 2.257 kr.

Augu

MAC var að koma með litsterka og endingargóða augnskuggapenna á markað sem eru líka vatnsheldir. Koma í geggjuðu litaúrvali en uppáhaldsliturinn okkar heitir Subliminal Spark. MAC, 4.669 kr.
Macstack Elevated-maskarinn frá MAC parast vel við nýju augnskuggapennana en hann greiðir vel úr augnhárunum, veitir hámarkslengingu og heldur þeim uppréttum yfir daginn. MAC, 3.620 kr.
Lash Idôle Flutter Extensions er endingagóður maskari sem lengir augnhárin til muna. Burstinn er hannaður til þess að ná til allra augnháranna og tryggir nákvæma ásetningu. Hagkaup, 4.434 kr.
L'Oréal Paris Volume Million Lashes Panorama All Night Black-maskarinn er nýjasta viðbótin í vinsælu Panorama-línunni sem gefur augnhárunum dramatískt útlit sem endist allan daginn og nóttina. Hagkaup, 3.224 kr.
Eyelure var að koma á markað með brún/svört 3/4 augnhár sem eru létt og „wispy“ augnhár, tilvalin fyrir þau sem eru að leita að náttúrulegu augnháraútliti. Þægileg í notkun og óþarfi að snyrta eða stytta augnhárin. Hagkaup, 926 kr.
Búðu til þín eigin sérhönnuðu augnhár með „fluffy cluster“ aughárunum frá Eyelure. Þessi eru fullkomin fyrir notkun á efri eða neðri augnhárum og gera þér kleift að hanna þinn eigin stíl. Hagkaup, 1.208 kr.

Hendur

Gel-lökkin frá Essie hafa lengi verið í uppáhaldi hjá okkur og eitthvað sem við kaupum alltaf á Tax Free, sérstaklega litinn Fairy Taylor. Dopamine Rush heitir sumarlínan  þeirra og eins og nafnið gefur til kynna er litadýrðin í fyrirrúmi. Mælum með!

Líklega sætustu handáburðir sem við höfum augum litið! Nýtt úr smiðju meistara Guerlain og svoo sæt gjöf fyrir konurnar í þínu lífi.

Meira úr fegurð

Fegurð

Ljómandi húð og hámarksvörn í sumar

Fegurð

Hækkandi aldur þarf ekki að þýða öldrun húðarinnar

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain