Fara í efni
Kynning á nýju serumi frá Shiseido

Hækkandi aldur þarf ekki að þýða öldrun húðarinnar

Fegurð - 15. maí 2025

Við elskum að hugsa út fyrir kassann og það hefur japanski snyrtivöruframleiðandinn Shiseido heldur betur gert með komu nýs serums á markað. Spurningunni um hvort hækkandi aldur þurfi endilega að þýða öldrun húðarinnar svara þeir hreinlega neitandi. Við höfum lengi verið aðdáendur húðvaranna frá Shiseido og því mjög spenntar að kynna okkur þessa nýjung frá þeim betur.

Í stað þess horfa á tímann sem óvin, beinir nýja Ultimune Power Infusing serumið sjónum því sem raunverulega skiptir máli – frumunum þínum. Með nýrri, byltingarkenndri tækni sem virkjar svokallaðar minnis-T frumur, fær húðin kraft til greina og fjarlægja þreyttar frumur – áður en þær koma af stað öldrunarferli eins og hrukkum og litabreytingum.

Nú standa Risa Tax Free-dagar yfir í Hagkaup og því um að gera að grípa gæsina!

Kraftur náttúrunnar, þróaður með vísindum

Í meira en 150 ár hefur Shiseido verið leiðandi í húðvísindum og nú skila rannsóknir þeirra á varnarhæfni húðarinnar sér í þeirra öflugustu formúlu hingað til sem inniheldur japanska kamelíu sem er gerjuð með hefðbundinni „koji“ tækni (þú veist, eins og í sake). Útkoman er úrval virkra efna sem ná djúpt inn í húðina og örvar hennar náttúrulegu endurnýjun.
Ultimune Power Infusing serumið hentar öllum húðgerðum og öllum aldri. Því aldur er jú ekki eitthvað sem á að stjórna húðinni þinni. Og við elskum það!
Ein til tvær pumpur, tvisvar á dag. Mjúk áferð, frískandi blómailmur og öflug áhrif sem lætur húðina okkar líða eins og hún hafi fengið góðan nætursvefn – sama hvað stendur á fæðingarvottorðinu.

Tækni sem nær djúpt

Ultimune blandan nýtir krafta japanskrar kamelíu sem er gerjuð með hefðbundinni tækni og skilar húðinni 3,4 sinnum meiri virkum efnum. Serumið nær djúpt – til 30 milljóna húðfrumna – og skilur húðina eftir ljómandi, þéttari og sléttari.
Ultimune blandan nýtir krafta japanskrar kamelíu.
Ultimune Power Infusing serumið fæst í Hagkaup, Tax Free verð: 30 ml - 13.304 kr. 50 ml - 17.336 kr. og 75 ml - 20.159 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Ljómandi húð og hámarksvörn í sumar

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain