Í stað þess að horfa á tímann sem óvin, beinir nýja Ultimune Power Infusing serumið sjónum að því sem raunverulega skiptir máli – frumunum þínum. Með nýrri, byltingarkenndri tækni sem virkjar svokallaðar minnis-T frumur, fær húðin kraft til að greina og fjarlægja þreyttar frumur – áður en þær koma af stað öldrunarferli eins og hrukkum og litabreytingum.
Kraftur náttúrunnar, þróaður með vísindum
Í meira en 150 ár hefur Shiseido verið leiðandi í húðvísindum og nú skila rannsóknir þeirra á varnarhæfni húðarinnar sér í þeirra öflugustu formúlu hingað til sem inniheldur japanska kamelíu sem er gerjuð með hefðbundinni „koji“ tækni (þú veist, eins og í sake). Útkoman er úrval virkra efna sem ná djúpt inn í húðina og örvar hennar náttúrulegu endurnýjun.
Tækni sem nær djúpt
Ultimune blandan nýtir krafta japanskrar kamelíu sem er gerjuð með hefðbundinni tækni og skilar húðinni 3,4 sinnum meiri virkum efnum. Serumið nær djúpt – til 30 milljóna húðfrumna – og skilur húðina eftir ljómandi, þéttari og sléttari.