Ítalska tískuhúsið Alberta Ferretti er þekkt fyrir rómantíska hönnun. Ljómandi húð, rjóðar kinnar og útlit sem undirstrikar náttúrulega fegurð hverrar og einnar konu er því viðeigandi í stíl við þemað. Við ákváðum að „stela stílnum“ fyrir Valentínusardaginn og völdum nokkrar af okkar uppáhaldsvörum frá Dior í djobbið.



Einn af okkar allra uppáhaldsförðum heitir Forever Skin Glow. Hann gefur einstakan ljóma, hylur vel en er ótrúlega náttúrulegur á húðinni. Allt sem við gætum óskað okkur í einu farðaglasi.


Diorshow 24H augnblýantarnir eru kremaðir og haldast á augunum endalaust. Liturinn Pearly Bronze lætur alla augnliti njóta sín til fullnustu. Notist upp við augnháralínuna, örlítið undir augum og jafnvel inn í vatnslínu augnanna ef þú ert í sexí stuði.


Forever Skin Correct er uppáhaldshyljarinn okkar. Hylur eins og enginn sé morgundagurinn, einstaklega kremaður og náttúrulegur en helst á allan daginn. Fimm stjörnur af fimm mögulegum.


Til að gefa vörunum djúsí útlit mælum við með Lip Glow varaolíunni í litnum Rosewood. Fullkomnun!


Þú getur fengið Dior-ilmina í Rollerball-útgáfu sem eru hentugir í veskið til að fríska sig við yfir daginn.
Tips!
Nú hafa fjölmargir litir, litatónar og áferðir bæst við vinsælu varalitaflóruna frá Dior og þeir eru einnig til í sérstakri, súpersmart Valentínusarútgáfu sem væri auðvitað hin fullkomna gjöf frá þér til þín hvaða dag ársins sem er!

Rauðar varir eru líka alltaf sjúklega sexí. Ef þú ert að leita að hinum fullkomna rauða lit mælum við með númer 999 frá Dior í Valentínusarútgáfu. Muah!

Valentínusarútgáfa varalitarins 999 er hjörtum skreyttur.
Höldum upp á ástina, alla daga!