Lindu effektinn
Við höfum beðið eftir því í ofvæni að Lindu Evangelistu-drengjakollurinn komi aftur í tísku. Svo virðist sem tískukrádið sé allavega loksins að kveikja á stílnum, enn á ný.

Söngkonan Dua Lipa pósaði á forsíðu febrúartölublaðs breska Vogue í anda Lindu og fyrirsætan Irina Shayk sást einnig sporta drengjakolli á forsíðu tælensku útgáfunnar.



Það þarf ákveðinn töffara til þess að þora í drengjakollinn. Þessi dásamlega danska götustílsstjarna er alveg meðidda!
Mynd: IMAXtree.

Bob
Ef við erum ekki að selja þér drengjakollinn er bob-klippingin svokallaða hugsanlega frekar möguleiki.


Beinar línur og sléttujárn kemur hér sterkt inn!
Myndir: IMAXtree.
Liðað og óreglulegt er líka alltaf áreynslulaust og smart.
Mynd: IMAXtree. Saltsprey er nauðsynjavara í þetta lúkk. Lyfja, 2.303 kr.


Axlarsítt
Er líka smart.

Axlarsítt hár sem búið er að krulla með keilujárni gefur elegant útlit í stíl við Chanel frá toppi táar(!)
Mynd: IMAXtree.



Við erum sjúklega skotnar í þessum stíl. Krullað, axlarsítt hár með toppi í stíl er „statement“.
Mynd: IMAXtree.
Mynd: @smythsisters. Ashley Graham með chic hárgreiðslu. @ashleygraham.
Mynd:IMAXtree. Stælingfroða, Lyfja, 2.919 kr.

Vonandi gefur þessi grein þér nokkrar hugmyndir fyrir næstu klippingu!