Fara í efni

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð - 7. nóvember 2023

Förðunarfræðingur HÉR ER kallar nú ekki allt ömmu sína þegar kemur að snyrtivörum. Hér eru nokkrar sem hafa fengið hana til að segja VÁ upp á síðkastið sem tilvalið er að skoða nú á síðustu dögum Tax Free í Hagkaup, Smáralind.

Í húðrútínunni hjá ofurfyrirsætunni Gigi Hadid

Þegar ofurfyrirsæta á borð við Gigi Hadid deilir með alheiminum húðrútínunni sinni, þá hlustum við. Dr.Jart+’s Ceramidin-kremið er partur af hennar daglegu rútínu og auðvelt að sjá hvers vegna. Ceramidin-vörulínan inniheldur blöndu af fimm keramíðum sem veita djúpan raka og styrkja varnir húðarinnar og koma í veg fyrir vökvatap. Þannig að ef þú ert að leita að kremi sem gefur þér góðan raka í vetur er spurning um að skoða þessa línu.
Gigi Hadid deilir sínum uppáhöldum.
Dr.Jart+’s Ceramidin Cream fæst í Hagkaup, Smáralind.
Dr. Jart+ Ceramidin-kremið er í miklu uppáhaldi hjá ofurfyrirsætunni Gigi Hadid. Dr. Jart+ húðvörurnar fást núna í Hagkaup, Smáralind.

Undraefni fyrir rjóða húð

Cicapair-vörulínan frá Dr. Jart+ er sérstaklega hönnuð með viðgerðarkrafti tígrisgrass sem hjálpar til við að róa húðina og draga úr roða en veitir líka djúpan raka. „Græna kremið“ eða Cicapair Tiger Grass Color Correcting Treatment hefur algerlega farið „viral“ á samfélagsmiðlum þar sem roðinn er nánast strokaður út með grænleita kreminu.
Lýsandi „fyrir og eftir“-mynd eftir ásetningu á Color Correcting Treatmentinu frá Dr. Jart+.
Kremið er róandi fyrir húðina og hylur um leið roðann.
Dr. Jart+ vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Snilldarsnyrtivörur frá Köben

Gosh Copenhagen-vörumerkið heldur áfram að koma okkur skemmtilega á óvart og er ein af þeim línum sem förðunarfræðingur HÉR ER hefur verið einna spenntust fyrir upp á síðkastið. Svo virðist sem Gosh sé alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að trendum í snyrtivörubransanum og formúlurnar í hæsta gæðaflokki en verðmiðinn mjöög sanngjarn.
Förðunarfræðingurinn okkar hefur beðið eftir snyrtivöru á borð við Lip Lin´n Coat og líkt og hönnunarteymi Gosh Copenhagen hafi hreinlega lesið hugsanir hennar. Um ræðir varablýant í þykkari kanntinum í fullkomnum næntís-tónum með „yfirlakki“ til að halda varablýantinum lengur á sínum stað og möttum.
Fyrirsæta með Lip Lin´n Coat á vörunum.
Gosh Copenhagen-snyrtivörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.
Fallegt að klára varalúkkið með Soft´n Clear-varaglossinum.

Augnskuggatvenna sem er fullkomin fyrir hátíðarnar

Talandi um sköpunarkraft þá finnst okkur Eyeconic Shadows Matte & Metallic-augnskuggatvennan alger negla og sjáum fyrir okkur að nota mikið yfir hátíðarnar. Um er að ræða mattan, kremaðan augnskugga á öðrum endanum en á hinum er shimmeraður eyeliner.
Hér má sjá litakombóin.
Byrjað er á matta, kremaða augnskugganum og svo er hægt að leika sér með shimmeraða-endann að vild.

Kremaðir kinnalitir

Matte Blush up-kinnalitirnir minna okkur óneitanlega á svipaða vöru frá Charlotte Tilbury sem kostar töluvert fleiri krónur. Mjúk formúla sem gefur kinnunum ómótstæðilegan lit og frískleika á núlleinni.
Notið á epli kinnanna og upp á kinnbeinin og blandið með fingrunum eða förðunarsvampi.
Kremaður kinnalitur er ein heitasta förðunarvaran um þessar mundir en þetta frísklega lúkk er frá tískusýningu Chanel vor/sumar 2024.
Talandi um góða kinnaliti þá eru fáir sem komast með tærnar þar sem Chanel er með hælana. Haustlína Chanel fæst í Hagkaup, Smáralind.

Vanilludraumur gyðjunnar

Það eru ógrynni ilmvatna sem koma á markað á þessum tíma árs og auðvelt að villast um snyrtivörugangana í leit að hinum fullkomna. Við mælum með þef-testi á nýjustu viðbót Burberry sem heitir Goddess. Áhugaverður og djúsí vanillukeimur sem við fáum ekki nóg af þessa dagana.
Burberry Goddess skorar hátt á ritstjórn HÉR ER.
Burberry Goddess fæst í Hagkaup, Smáralind.
Risa Tax Free-dagar eru í Hagkaup, Smáralind til 8. nóvember.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti