Virkar húðvörur á fáranlega góðu verði
The Ordinary kom, sá og sigraði þegar það mætti á markaðinn árið 2016 og breytti leiknum til framtíðar. Umbúðirnar eru mínimalískar og þau virku efni sem hafa mismunandi eiginleika og gera allt milli himins og jarðar fyrir húðina eru vel merkt framan á umbúðirnar. Allt uppi á borðum og efni sem virka, hvað biður man um meira?
Retinol
Retinol er eitt af þeim örfáu innihaldsefnum sem sannað hefur virkni sína á fínar línur og þess vegna ekki að undra að töfraefnið seljist eins og heitar lummur.
Niacinamide og Zinc
Niacinamide er undraefnið sem best er að nota á bólur.
Lactic-sýra
Lactic-sýruna er best að nota til að losna við dauðar húðfrumur og gefur húðinni einstakan ljóma.
C vítamín
Húðvörur sem innihalda C-vítamín eru líklega einna nauðsynlegastar í húðrútínunni okkar. Virka innihaldsefnið í kreminu dregur úr öldrunareinkennum og jafnar húðlitinn.
Hyaluronic-sýra
Hyaluronic-sýra er eitt af þeim innihaldsefnum sem hafa fengið hvað mesta umtalið síðustu árin og ekki að ástæðulausu enda er það rakabomba frá náttúrunnar hendi.
Multi-Peptide augnhára- og augabrúnaserum
Augnhára- og augabrúnaserum úr léttri formúlu sem stuðlar að meiri þéttleika og lengd og ýtir undir heilbrigði háranna. Serumið nærir og verndar hárin á meðan það eykur þéttleika og gefur fyllra útlit á 4 vikum. Inniheldur fjórar gerðir af peptíðum, 11 virk og náttúruleg efni og hentar öllum húðgerðum.
Koffín fyrir augun
Caffeine Solution 5% + EGCG er serum sem dregur úr þrota og dökkum baugum í kringum augun. Hver er ekki til í rótsterkan kaffisopa fyrir augun?
Kaldpressuð Marula-olía
100% Organic Cold-Pressed Virgin Marula Oil er rakagefandi olía sem hjálpar húðinni að endurheimta ljóma sinn, þökk sé blöndu af náttúrulegum andoxunarefnum. Olían er úr 100% lífrænni marula fræ-olíu sem bæði er kaldpressuð og hreinsuð. Olían inniheldur oleic-og linoelic-sýru sem styðja við og viðhalda raka húðarinnar og er því tilvalin fyrir þurra húð. Einnig er hægt að nota olíuna í hárið til að fá aukinn glans.