Fara í efni

Óskalisti stílista á Miðnæturopnun

Lífsstíll - 3. maí 2022

Á Miðnæturopnun Smáralindar 4.maí er tilvalið að gera sér glaðan dag, gera þrusugóð kaup fyrir alla fjölskylduna, hlusta á uppáhaldstónlistarfólkið sitt og njóta í góðra vina hópi. Stílisti HÉR ER tók púlsinn á verslunum sem bjóða upp á tilboð þennan dag og fjallar hér um það sem er á óskalistanum.

Steldu stílnum frá Valentino

Billi Bi var að koma með geggjaða sandala í GS Skór í Smáralind sem við erum sjúklega skotnar í. Við könnumst vel við stílinn enda keimlíkur vlogo-sandölunum frá Valentino.
GS Skór, fullt verð: 24.995 kr. (20% afsláttur)
Valentino, Mytheresa.com, 64.114 kr.

Skyldueign í sumar

Góður gallajakki er skyldueign í sumar! Hvort sem þú fílar "oversized" eða aðsniðinn, erum við með jakka fyrir þig sem hægt er að fá á afslætti á Miðnæturopnun.
Þessi dásemdarklassík fæst í Levi´s á 20% afslætti. Fullt verð: 19.990 kr.
Aðsniðinn og kjút gallajakki úr Esprit sem er á 20% afslætti. Fullt verð: 14.995 kr.

Hinn fullkomni augnskuggi

RMS Beauty kom nýverið á markað með kremaða augnskugga sem eru úr öðrum heimi! Förðunarfræðingurinn okkar fær ekki nóg af þeim. Fæst í Elira, Smáralind þar sem er 15-20% afsláttur af öllu á Miðnæturopnun.
Elira, fullt verð: 6.490 kr.
Kremaði augnskugginn Eyelights í litnum Solar frá RMS Beauty,Elira.
Áminning um að bæta á brúnkukrems-birgðarnar! Lyfja er með 20% afslátt. Okkar uppáhald er St. Tropez-froðan. Fullt verð: 9.309 kr.
Ef þú ert að leita að góðum nude varalit, erum við með svarið. L'Absolu Rouge Cream frá Lancôme í lit 250 er málið og á 20% afslætti í Lyfju.
Sérfræðingarnir segja þessa frá La Roche-Posay vera bestu sólarvörnina. Spurning að splæsa meðan hún er á 20% afslætti í Lyfju?

Hér er hægt að lesa meira um bestu snyrtivörurnar.

Grænt og gordjöss

Það er engum blöðum um það að fletta að grænn er tískulitur dagsins. Við erum með augastað á geggjaðri Neo Noir-dragt úr Galleri 17 og kasjúal buxum úr Lindex. Hvort tveggja á 20% afslætti.
Neo Noir-dragt, Galleri 17, fullt verð: 16.995/11.995 kr.
Lindex, fullt verð: 5.999 kr.

Sætur sundbolur

Er kominn tími á nýjan sundbol fyrir sumarið? Þessi kemur sterklega til greina. Sjáið bakið!
Galleri 17, fullt verð: 17.995 kr.
Geggjað bak á þessum Calvin Klein-sundbol sem er á 20% afslætti.
Levi´s er með 20% afslátt af öllu á Miðnæturopnun. Þessar tjúlluðu leðurbuxur eru sjóðheitar!

Á hann

Þessi bomber-jakki er tilvalin flík í sumar og svona líka smart í þokkabót. Kultur Menn er með 20% afslátt af öllu. Fullt verð: 28.995 kr.
Þessir leðurskór frá Lloyd eru eitthvað annað. Á 20% afslætti í Steinari Waage á Miðnæturopnun. Fullt verð: 39.995 kr.
Fáðu smá lit í fataskápinn fyrir sumarið! Þessi fallegi pólóbolur er úr Selected sem er með 20% afslátt. Fullt verð: 8.590 kr.

Spariskór fyrir veislur sumarsins

Við sjáum þessa fyrir okkur við fallega kjóla í sumar. Kaupfélagið, fullt verð: 22.995 kr. Á 20% afslætti á Miðnæturopnun.
Þessi leðurstígvél eru svooo falleg á fæti, staðfest!
Kaupfélagið, fullt verð: 26.995 kr. Nú á 20% afslætti.

Huggulegt fyrir heimilið

10-50% afsláttur af völdum vörum í Epal! Fullt verð: 15.500 kr.
Epal, fullt verð: 10.900 kr.
20% af öllu í Snúrunni! Fullt verð: 2.490 kr.
Snúran, fullt verð: 10.500 kr.
Við fáum ekki nóg af gjafavörunni frá HAY. Þær fást í Pennanum Eymundsson sem er með 20% afslátt af öllu! Fullt verð: 11.999 kr.

Nostalgía frá The Body Shop

Nýlega lásum við grein um klassísk ilmvötn sem rifjaði upp ást okkar á White Musk frá The Body Shop. Spurning um að endurnýja kynnin nú þegar það er 20% afsláttur?
White Musk er einn vinsælasti ilmur The Body Shop frá upphafi og einkennisilmur heillar kynslóðar sem ólst upp á tíunda áratugnum.

Sólgleraugu

Optical Studio er með mörg flottustu tískumerkin í bransanum þegar kemur að sólgleraugum. Nú er tíminn til að splæsa í falleg sólgleraugu fyrir sumarið þar sem Optical Studio býður 20% af öllu. Þessi guðdómlega hönnun úr smiðju Fendi eru á óskalistanum okkar.
Fendi, Optical Studio, fullt verð: 42.900 kr.
20% afsláttur af öllu í Meba, þið vitið hvað það þýðir! Þessir lokkar frá Sif Jakobs eru æðislegir bæði hversdags og við sparileg tilefni. Fullt verð: 22.900 kr.
Gallabuxurnar frá Selected eru alltaf "spot on". Sniðugt að nýta sér 20% afsláttinn! Fullt verð: 16.990 kr.
Sportvörukeðjan 4F er með 20% af öllu en þau eru með sportvörur og útivistarfatnað á alla fjölskylduna.

Hér má kynna sér sportvörukeðjuna 4F betur

Á börnin

Við gætum vel hugsað okkur að nýta 20% afsláttinn hjá Name it í að kaupa létta sumarjakka á börnin.
Þessi jakki kemur í þremur litum í Name it, fullt verð: 6.990 kr.
Svona miðað við hversu margar húfur týnast hjá barnafjölskyldum yfir árið gæti verið sniðugt að fjárfesta í einni hjá 66°Norður á 20% afslætti. Fullt verð: 4.500 kr.

Hér er dagskráin á Miðnæturopnun Smáralindar og hægt að kynna sér alla afslætti í heild sinni.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Rakel í Snúrunni heldur jólabingó um helgina til styrktar bágstöddum í Úkraínu

Lífsstíll

Vellíðan er besta gjöfin (20% afsláttur í Lyfju)

Lífsstíll

Fræga fólkið gefur góð ráð: Leiðir að aukinni vellíðan

Lífsstíll

Salatið sem Jennifer Aniston borðaði á hverjum degi í 10 ár

Lífsstíll

Timberland með 25% afmælisafslátt

Lífsstíll

Kári Sverriss ljósmyndari er kominn á toppinn

Lífsstíll

Gíraðu þig upp fyrir Verzló

Lífsstíll

Morgunrútína landsþekktra kvenna