Fara í efni

Óskalisti stílista á Miðnæturopnun

Lífsstíll - 3. maí 2022

Á Miðnæturopnun Smáralindar 4.maí er tilvalið að gera sér glaðan dag, gera þrusugóð kaup fyrir alla fjölskylduna, hlusta á uppáhaldstónlistarfólkið sitt og njóta í góðra vina hópi. Stílisti HÉR ER tók púlsinn á verslunum sem bjóða upp á tilboð þennan dag og fjallar hér um það sem er á óskalistanum.

Steldu stílnum frá Valentino

Billi Bi var að koma með geggjaða sandala í GS Skór í Smáralind sem við erum sjúklega skotnar í. Við könnumst vel við stílinn enda keimlíkur vlogo-sandölunum frá Valentino.
GS Skór, fullt verð: 24.995 kr. (20% afsláttur)
Valentino, Mytheresa.com, 64.114 kr.

Skyldueign í sumar

Góður gallajakki er skyldueign í sumar! Hvort sem þú fílar "oversized" eða aðsniðinn, erum við með jakka fyrir þig sem hægt er að fá á afslætti á Miðnæturopnun.
Þessi dásemdarklassík fæst í Levi´s á 20% afslætti. Fullt verð: 19.990 kr.
Aðsniðinn og kjút gallajakki úr Esprit sem er á 20% afslætti. Fullt verð: 14.995 kr.

Hinn fullkomni augnskuggi

RMS Beauty kom nýverið á markað með kremaða augnskugga sem eru úr öðrum heimi! Förðunarfræðingurinn okkar fær ekki nóg af þeim. Fæst í Elira, Smáralind þar sem er 15-20% afsláttur af öllu á Miðnæturopnun.
Elira, fullt verð: 6.490 kr.
Kremaði augnskugginn Eyelights í litnum Solar frá RMS Beauty,Elira.
Áminning um að bæta á brúnkukrems-birgðarnar! Lyfja er með 20% afslátt. Okkar uppáhald er St. Tropez-froðan. Fullt verð: 9.309 kr.
Ef þú ert að leita að góðum nude varalit, erum við með svarið. L'Absolu Rouge Cream frá Lancôme í lit 250 er málið og á 20% afslætti í Lyfju.
Sérfræðingarnir segja þessa frá La Roche-Posay vera bestu sólarvörnina. Spurning að splæsa meðan hún er á 20% afslætti í Lyfju?

Hér er hægt að lesa meira um bestu snyrtivörurnar.

Grænt og gordjöss

Það er engum blöðum um það að fletta að grænn er tískulitur dagsins. Við erum með augastað á geggjaðri Neo Noir-dragt úr Galleri 17 og kasjúal buxum úr Lindex. Hvort tveggja á 20% afslætti.
Neo Noir-dragt, Galleri 17, fullt verð: 16.995/11.995 kr.
Lindex, fullt verð: 5.999 kr.

Sætur sundbolur

Er kominn tími á nýjan sundbol fyrir sumarið? Þessi kemur sterklega til greina. Sjáið bakið!
Galleri 17, fullt verð: 17.995 kr.
Geggjað bak á þessum Calvin Klein-sundbol sem er á 20% afslætti.
Levi´s er með 20% afslátt af öllu á Miðnæturopnun. Þessar tjúlluðu leðurbuxur eru sjóðheitar!

Á hann

Þessi bomber-jakki er tilvalin flík í sumar og svona líka smart í þokkabót. Kultur Menn er með 20% afslátt af öllu. Fullt verð: 28.995 kr.
Þessir leðurskór frá Lloyd eru eitthvað annað. Á 20% afslætti í Steinari Waage á Miðnæturopnun. Fullt verð: 39.995 kr.
Fáðu smá lit í fataskápinn fyrir sumarið! Þessi fallegi pólóbolur er úr Selected sem er með 20% afslátt. Fullt verð: 8.590 kr.

Spariskór fyrir veislur sumarsins

Við sjáum þessa fyrir okkur við fallega kjóla í sumar. Kaupfélagið, fullt verð: 22.995 kr. Á 20% afslætti á Miðnæturopnun.
Þessi leðurstígvél eru svooo falleg á fæti, staðfest!
Kaupfélagið, fullt verð: 26.995 kr. Nú á 20% afslætti.

Huggulegt fyrir heimilið

10-50% afsláttur af völdum vörum í Epal! Fullt verð: 15.500 kr.
Epal, fullt verð: 10.900 kr.
20% af öllu í Snúrunni! Fullt verð: 2.490 kr.
Snúran, fullt verð: 10.500 kr.
Við fáum ekki nóg af gjafavörunni frá HAY. Þær fást í Pennanum Eymundsson sem er með 20% afslátt af öllu! Fullt verð: 11.999 kr.

Nostalgía frá The Body Shop

Nýlega lásum við grein um klassísk ilmvötn sem rifjaði upp ást okkar á White Musk frá The Body Shop. Spurning um að endurnýja kynnin nú þegar það er 20% afsláttur?
White Musk er einn vinsælasti ilmur The Body Shop frá upphafi og einkennisilmur heillar kynslóðar sem ólst upp á tíunda áratugnum.

Sólgleraugu

Optical Studio er með mörg flottustu tískumerkin í bransanum þegar kemur að sólgleraugum. Nú er tíminn til að splæsa í falleg sólgleraugu fyrir sumarið þar sem Optical Studio býður 20% af öllu. Þessi guðdómlega hönnun úr smiðju Fendi eru á óskalistanum okkar.
Fendi, Optical Studio, fullt verð: 42.900 kr.
20% afsláttur af öllu í Meba, þið vitið hvað það þýðir! Þessir lokkar frá Sif Jakobs eru æðislegir bæði hversdags og við sparileg tilefni. Fullt verð: 22.900 kr.
Gallabuxurnar frá Selected eru alltaf "spot on". Sniðugt að nýta sér 20% afsláttinn! Fullt verð: 16.990 kr.
Sportvörukeðjan 4F er með 20% af öllu en þau eru með sportvörur og útivistarfatnað á alla fjölskylduna.

Hér má kynna sér sportvörukeðjuna 4F betur

Á börnin

Við gætum vel hugsað okkur að nýta 20% afsláttinn hjá Name it í að kaupa létta sumarjakka á börnin.
Þessi jakki kemur í þremur litum í Name it, fullt verð: 6.990 kr.
Svona miðað við hversu margar húfur týnast hjá barnafjölskyldum yfir árið gæti verið sniðugt að fjárfesta í einni hjá 66°Norður á 20% afslætti. Fullt verð: 4.500 kr.

Hér er dagskráin á Miðnæturopnun Smáralindar og hægt að kynna sér alla afslætti í heild sinni.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Hugmyndir að mæðradagsgjöf

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.