1.hlýrabolur
Það mæðir mikið á klassíska hlýrabolnum í sumar eins og oft áður og af augljósri ástæðu-hann gengur við bókstaflega allt!
2. víðar og kasjúal buxur
Þægindin í fyrirrúmi er góð mantra í sumar og buxurnar sem eru hvað vinsælastar núna eru einmitt víðar og úr léttum efnum. Klassík sem hentar jafn vel í sólarlöndum og hér heima.
Þú getur dressað víðar buxur upp og niður, allt eftir tilefni og fylgihlutunum sem þú parar við!
3.gallajakki
Gamli, góði gallajakkinn er alger skyldueign sem gott er að taka fram á þessum árstíma. Það góða er að hann passar við nánast allt og auðvelt er að finna snið eftir smekk hvers og eins. Hvort sem þú fílar "oversized", rifinn, "vintage" eða aðsniðinn, ættirðu að geta fundið gallajakka í verslunum í dag.
4. sandalar
Vandaðir sandalar sem ganga jafnt í borg og á strönd er eitthvað sem er þess virði að fjárfesta í.
5. gallastuttbuxur
Segir sig sjálft, fullkominn ferðafélagi í sumar!
6. sæt sólgleraugu
Ein besta fjárfestingin fyrir sumarfataskápinn eru vönduð og góð sólgleraugu. Við erum með augastað á nokkrum!
7. hörflíkur
Hvort sem það er skyrta eða buxur þá eru hörflíkur tímalausar og algert möst að eiga yfir sumartímann og henta sérstaklega vel í sólarlöndum þar sem rakinn er meiri (og krumpurnar síður áberandi!)
8. körfutaska
Körfutöskur úr basti hafa verið vinsælar síðustu árin en ætli það hafi ekki verið Jane Birkin sem gerði stílinn ódauðlegan á áttunda áratugnum. Við köllum þetta klassík sem mun koma sér vel hvert einasta sumar.
Stílgyðjan Jane Birkin gerði körfutöskuna ódauðlega á áttunda áratugnum.
9. litli, hvíti kjóllinn
Látlaus, hvítur sumarkjóll sem gengur við allt og ekkert er eitthvað sem við verðum að eiga á góðum sumardögum. Okkur þykir ekkert verra ef hann er bróderaður eða með einhverjum smávegis x-faktor!
10. geggjaðar gallabuxur
Ef það er ein flík sem er ómissandi allan ársins hring eru það klæðilegar gallabuxur.