Fara í efni

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska - 11. maí 2022

Eins heillandi og kjólar í nýjasta tískulitnum og mest trendí fylgihlutir næstu árstíðar eru, þá verðum við að vera talskonur klassískra flíka og fylgihluta sem standast tímans tönn. Stílistinn okkar sérvaldi topp 10 lista sem vert er að fjárfesta í fyrir sumarið, hvort sem þú ætlar að spóka þig á suðurlandi eða í Suður-Frakklandi.

1.hlýrabolur

Það mæðir mikið á klassíska hlýrabolnum í sumar eins og oft áður og af augljósri ástæðu-hann gengur við bókstaflega allt!
Zara, 3.495 kr.
Vero Moda, 3.990 kr.
Lindex, 2.999 kr.
Galleri 17, 6.995 kr.
Zara, 3.495 kr.
H&M, Smáralind.
Weekday, Smáralind.
Paraðu hvítan hlýrabol við kasjúal dragt í sumar og lúkkið er fullkomnað!

2. víðar og kasjúal buxur

Þægindin í fyrirrúmi er góð mantra í sumar og buxurnar sem eru hvað vinsælastar núna eru einmitt víðar og úr léttum efnum. Klassík sem hentar jafn vel í sólarlöndum og hér heima.
Lindex, 7.999 kr.
Zara, 6.495 kr.
Þú getur dressað víðar buxur upp og niður, allt eftir tilefni og fylgihlutunum sem þú parar við!
Ef þú vilt poppa upp á víðu buxurnar þá geturðu stolið stílnum frá Emili Sindlev og valið gulan lit!
Esprit, 12.495 kr.
Selected, 15.990 kr.
Víðar, beinar buxur, hlýrabolur, hvít skyrta og strigaskór og þú ert komin með hið fullkomna sumarátfitt!

3.gallajakki

Gamli, góði gallajakkinn er alger skyldueign sem gott er að taka fram á þessum árstíma. Það góða er að hann passar við nánast allt og auðvelt er að finna snið eftir smekk hvers og eins. Hvort sem þú fílar "oversized", rifinn, "vintage" eða aðsniðinn, ættirðu að geta fundið gallajakka í verslunum í dag.
Zara, 7.495 kr.
Zara, 6.495 kr.
Gallajakkar í yfirstærð eru inni þessa tíðina.

4. sandalar

Vandaðir sandalar sem ganga jafnt í borg og á strönd er eitthvað sem er þess virði að fjárfesta í.
Steinar Waage, 29.995 kr.
Birkenstock klassík! Steinar Waage, 13.995 kr.
Zara, 5.495 kr.

5. gallastuttbuxur

Segir sig sjálft, fullkominn ferðafélagi í sumar!
Zara, 5.495 kr.
Zara, 4.995 kr.

6. sæt sólgleraugu

Ein besta fjárfestingin fyrir sumarfataskápinn eru vönduð og góð sólgleraugu. Við erum með augastað á nokkrum!
Chloé, Optical Studio, 37.900 kr.
Gucci, Optical Studio, 43.900 kr.
Við mælum allan daginn með því að setja styrk í sólgleraugun sín fyrir fólk sem þarf að nota gleraugu. Þvílíkt lifechanging!

7. hörflíkur

Hvort sem það er skyrta eða buxur þá eru hörflíkur tímalausar og algert möst að eiga yfir sumartímann og henta sérstaklega vel í sólarlöndum þar sem rakinn er meiri (og krumpurnar síður áberandi!)
Selected, 16.990 kr.
Zara, 6.495 kr.
Hörblazer, Zara, 8.495 kr.
Hversu chic eru þessar hörbuxur í þessum terracotta-lit?

8. körfutaska

Körfutöskur úr basti hafa verið vinsælar síðustu árin en ætli það hafi ekki verið Jane Birkin sem gerði stílinn ódauðlegan á áttunda áratugnum. Við köllum þetta klassík sem mun koma sér vel hvert einasta sumar.
Zara, 5.495 kr.
Loewe, Mytheresa, 62.206 kr.
Stílgyðjan Jane Birkin gerði körfutöskuna ódauðlega á áttunda áratugnum.

9. litli, hvíti kjóllinn

Látlaus, hvítur sumarkjóll sem gengur við allt og ekkert er eitthvað sem við verðum að eiga á góðum sumardögum. Okkur þykir ekkert verra ef hann er bróderaður eða með einhverjum smávegis x-faktor!
Zara, 10.995 kr.
Galleri 17, 14.995 kr.
Lindex, 8.999 kr.
Dressaðu hvíta sumarkjólinn upp með hælum fyrir kvöldið eða meira kasjúal við sandala fyrir bæjarrölt.
Leiktu þér með andstæður með því að para svarta fylgihluti við rómantískan kjól. Allt snýst þetta um jafnvægi!

10. geggjaðar gallabuxur

Ef það er ein flík sem er ómissandi allan ársins hring eru það klæðilegar gallabuxur.
Stíllinn Pin frá Weekday, Smáralind.
Selected, 16.990 kr.
Zara, 8.495 kr.
Smelltu hvítri skyrtu við geggjaðar gallabuxur og þú ert góð!

Meira úr tísku

Tíska

Skórnir sem skipta máli í haust

Tíska

Í tísku hjá körlunum í haust

Tíska

Hausttískan 2024

Tíska

Topp 20 yfirhafnir fyrir haustið

Tíska

Steldu stílnum frá Jóhönnu Guðrúnu

Tíska

Steldu stílnum frá dönsku stílstjörnunum

Tíska

„Back to School“ með Galleri 17

Tíska

Svona klæddust skvísurnar á tískuviku í Köben