Rómantík
Rómantískir kjólar eru klassískir í brúðkaupsveisluna í sumar.
Studio lína
Svokölluð Studio-lína Zara er nýkomin út en hún inniheldur nokkur mjög veisluvæn dress.
Satínkjólar í undirkjólastíl eru sexí og auðveldir í stíliseringu við blazer, geggjaða hæla og flotta tösku.
Dragtir
Dragtir eru sjóðheitar, hvort sem þú kýst mínípils-útgáfu eða satíndragt með klauf á buxunum eins og sjást hér fyrir neðan, þá færðu pottþétt tískuprik í kladdann fyrir klæðaburð á næsta mannamóti.