Fara í efni

Best klæddar í Köben

Tíska - 10. desember 2021

Skvísurnar í Köben hafa löngum verið þekktar fyrir smekklegan stíl. Við kíktum yfir á meginlandið til að sýna ykkur þær best klæddu frá síðustu tískuviku.

Prjónadress drauma okkar við fagursniðnar "afabuxur". Sólgleraugun setja svo punktinn yfir i-ið.
Lógóbelti hafa skotið upp kollinum á ný en með örlítið minna áberandi sniði en áður. Loewe-beltið á dömunni í hvítu buxunum hefur lengi vermt óskalistann okkar.
Gott dæmi um lítið áberandi lógóbelti. Gullfallegt og klassískt Hermés-belti við svarthvítt átfitt.

XL

Skyrtur, blazerar og buxur eru nú í yfirstærð. Og þú færð bónusstig fyrir axlapúða!
Buxur, blazer og sólgleraugu í yfirstærð-tékk!
Smart tískupar á götum Kaupmannahafnar.
Fallegur leðurblazer í réttum hlutföllum.
Beis og hvítt er smart kombó hvort sem er að sumri eða yfir vetrartímann. Winter whites, einhver?
Blazer drauma okkar á tískudívu í Köben.
Volume is the new black.
Stígvélin fá líka XL-meðferðina.

Þóra Valdimars lét sig ekki vanta á tískuviku í Köben enda er hún drottning götutískunnar.

Æpandi litakombó

Þó svart, hvítt og beis hafi verið áberandi litakombó á tískuvikunni í Köben mátti þó finna allskyns áhugaverðar samsetningar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Því stærri sem axlapúðarnir eru, þeim mun nær ertu guði?

Emili Sindlev er ein ferskasta stílstjarna Skandinavíu.

Danska fyrirsætan Josephine Skriver var sexí í bleikum, aðsniðnum kjól með körfutösku.
Steldu stílnum frá stílistanum Önnu Clausen og poppaðu upp á kanadískan tuxedo með skóm í skærum lit.

Neglurnar fá líka mikla ást og eru skreyttar í öllum regnbogans litum. 

Þá er bara að bíða eftir hækkandi sól!

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?