Fara í efni

Best klæddar í Köben

Tíska - 10. desember 2021

Skvísurnar í Köben hafa löngum verið þekktar fyrir smekklegan stíl. Við kíktum yfir á meginlandið til að sýna ykkur þær best klæddu frá síðustu tískuviku.

Prjónadress drauma okkar við fagursniðnar "afabuxur". Sólgleraugun setja svo punktinn yfir i-ið.
Lógóbelti hafa skotið upp kollinum á ný en með örlítið minna áberandi sniði en áður. Loewe-beltið á dömunni í hvítu buxunum hefur lengi vermt óskalistann okkar.
Gott dæmi um lítið áberandi lógóbelti. Gullfallegt og klassískt Hermés-belti við svarthvítt átfitt.

XL

Skyrtur, blazerar og buxur eru nú í yfirstærð. Og þú færð bónusstig fyrir axlapúða!
Buxur, blazer og sólgleraugu í yfirstærð-tékk!
Smart tískupar á götum Kaupmannahafnar.
Fallegur leðurblazer í réttum hlutföllum.
Beis og hvítt er smart kombó hvort sem er að sumri eða yfir vetrartímann. Winter whites, einhver?
Blazer drauma okkar á tískudívu í Köben.
Volume is the new black.
Stígvélin fá líka XL-meðferðina.

Þóra Valdimars lét sig ekki vanta á tískuviku í Köben enda er hún drottning götutískunnar.

Æpandi litakombó

Þó svart, hvítt og beis hafi verið áberandi litakombó á tískuvikunni í Köben mátti þó finna allskyns áhugaverðar samsetningar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Því stærri sem axlapúðarnir eru, þeim mun nær ertu guði?

Emili Sindlev er ein ferskasta stílstjarna Skandinavíu.

Danska fyrirsætan Josephine Skriver var sexí í bleikum, aðsniðnum kjól með körfutösku.
Steldu stílnum frá stílistanum Önnu Clausen og poppaðu upp á kanadískan tuxedo með skóm í skærum lit.

Neglurnar fá líka mikla ást og eru skreyttar í öllum regnbogans litum. 

Þá er bara að bíða eftir hækkandi sól!

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið