Fara í efni

Flottustu (og ljótustu) skórnir í vor

Tíska - 12. janúar 2022

Skótískan í vor er ansi tvístruð. Annars vegar má sjá algera prinsessuskó slá í gegn en á hinn bóginn eru margir ansi ljótir. Stóra fréttin er sú að platform-skór eru mál málanna á næstunni.

Prinsessuskór

Tveir skóhönnuðir standa uppúr á Instagram og eru að gera allt vitlaust meðal áhrifavalda og stílstjarna vestanhafs. Það eru þau Amina Muaddi og skóframleiðandinn Mach & Mach. Það mætti helst lýsa skóm þeirra sem algerum prinsessuskóm, svona eins og maður sér helst í ævintýrunum.
@machandmach
Svoo fallegir Barbie-skór frá Mach & Mach sem allir eru að missa sig yfir.
@aminamuaddi
Amina Muaddi er drottning skótískunnar.
@aminamuaddi
Amina tekur líka þátt í platform-æðinu sem tröllríður tískunni á næstunni.
@machandmach
Mach & Mach þekkjast á slaufunni!
@machandmach
Draumauppstilling skóperrans!
@aminamuaddi
Skemmtileg útfærsla hjá Amina Muaddi.

Platform æði

Enn á ný eru platform-skórnir í tísku. Sitt sýnist hverjum en munið það sem við sögðum, þeir verða allstaðar á komandi misserum.
Stígvél með fylltum botni eins og þessi frá Valentino, verða áberandi á næstu misserum.
Einstaklega ljótir skór (að okkar mati) úr smiðju Ganni fyrir vorið 2022.
Givenchy-klumpar.
Fylltur botn hjá Coperni.
Philosophy vor/sumar 2022.
Sergio Rossi.
Versace-stultur.

Fylltir sandalar

Fylltir sandalar í líkingu við þá sem voru sjóðheitir í kringum aldamótin skjóta upp kollinum í vor og sumartískunni. Já eða nei?
Klæðilegir Chloé-sandalar.
Bóhem útgáfa hjá Chloé.
Smekklegir sandalar hjá Alberta Ferretti.
Semalíuskór hjá Stellu McCartney.

Skvísuskór í anda Sex & The City

Við sjáum Carrie fyrir okkur rokka þessa.
Scervino
Fjaðrir verða áberandi í vortískunni.
Saint Laurent
Kynþokkafullir með meiru hjá Saint Laurent.
Saint Laurent
Carrie myndi rokka þessa eins og enginn væri morgundagurinn.
Koche
Vorum við ekki að tala um fjaðrir?
Scervino
Diskó-platform.
Fendi by Versace
Dásamlegt númer frá Fendi by Versace.

Flippaðir

Hér eru nokkrir flippaðir og flottir af vortískusýningarpöllunum.
Hversu gjörsamlega geggjaðir eru þessir eggjandi hælar frá Loewe? 
Við erum líka að fíla þessa naglalakkahæla frá Loewe.

Aldamóta ALLT!

Skótískan er líka undir miklum áhrifum frá aldamótatískunni en tískuhúsið Blumarine tók lúkkið alla leið með fiðrildaþema og gallastígvélum sem myndu sóma sér vel á Britney og Justin.

Steldu stílnum

Ef þú vilt þjófstarta og kaupa þér skvísuskó!
Zara, 10.995 kr.
Zara, 10.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 8.495 kr.
Zara, 9.995 kr.
Zara, 10.995 kr.
Kaupfélagið, 34.995 kr.
Kaupfélagið, 22.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið