Peysa sem fylgihlutur
Peysa bundin um axlir eða mitti er lúmsk leið til að gefa dressinu eitthvað smá extra. Hún brýtur upp línurnar og gefur „átfittinu“ afslappaðað og kúl tvist.
Dýrleg dragt
Dragtin er gullmoli í fataskápnum – klæðileg, klassísk og alltaf viðeigandi. Það besta er að hægt er að stílisera gömlu, góðu dragtina á svo marga mismunandi vegu - með strigaskóm verður hún afslöppuð, með hælum fáguð og með litríkum fylgihlutum fær hún alveg nýtt líf.
Pæjuleg pils
Pilsið er eitt það besta sem þú getur valið í vinnuna – bæði klæðilegt og faglegt í senn. Núna eru þau líka í algleymingi í tískunni, bæði aðsniðin og í meira flæðandi sniðum. Eins hafa kakípils, leðurpils og satínpils komið sterk inn síðustu misserin.
Reffilegur rykfrakki
Rykfrakkinn er lykilflík í vinnufataskápnum – hvort sem þú velur hann stuttan og sportlegan eða klassískan og síðan.
Gömlu, góðu gallabuxurnar
Gallabuxurnar eru algjörlega ómissandi – klassískar, þægilegar og passa við allt. Þær eru grunnurinn sem hægt er að stílisera upp eða niður, eftir því hvort dagurinn kallar á afslappað eða fágað vinnulúkk.
Flottir fylgihlutir
Fylgihlutirnir gera oft gæfumuninn – síðar hálsfestar, mokkasínur, smart belti og vel valin taska getur umbreytt einföldu dressi á núlleinni.