Fara í efni

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska - 15. september 2025

Götutískan á tískuviku í New York minnti okkur á hvernig persónulegur stíll nýtur sín best í hversdagsleikanum. Þar mættust tímalaus snið, elegant flíkur og fylgihlutir í fallegri blöndu sem skapaði innblásna heildarmynd – ekki síst þegar kemur að fatavali í vinnuna. Með okkur heim tókum við ekki aðeins nýjustu trendin, heldur líka hugmyndina um að skrifstofufötin megi endurspegla ferskan, persónulegan og nútímalegan stíl.

Peysa sem fylgihlutur

Peysa bundin um axlir eða mitti er lúmsk leið til að gefa dressinu eitthvað smá extra. Hún brýtur upp línurnar og gefur „átfittinu“ afslappaðað og kúl tvist.
Peysa í skærum lit, bundin um mittið gerir heilmikið fyrir heildarmyndina.
Galleri 17, 21.995 kr.

Dýrleg dragt

Dragtin er gullmoli í fataskápnum – klæðileg, klassísk og alltaf viðeigandi. Það besta er að hægt er að stílisera gömlu, góðu dragtina á svo marga mismunandi vegu - með strigaskóm verður hún afslöppuð, með hælum fáguð og með litríkum fylgihlutum fær hún alveg nýtt líf.
Leiktu þér með mismunandi belti til að gefa dragtinni ferskan blæ.
Zara, 17.995/9.995 kr.
Zara, 7.995/12.995 kr.

Pæjuleg pils

Pilsið er eitt það besta sem þú getur valið í vinnuna – bæði klæðilegt og faglegt í senn. Núna eru þau líka í algleymingi í tískunni, bæði aðsniðin og í meira flæðandi sniðum. Eins hafa kakípils, leðurpils og satínpils komið sterk inn síðustu misserin.
Mathilda, 26.990 kr.
Gina Tricot, 9.195 kr.
Zara, 5.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Karakter, 18.995 kr.

Reffilegur rykfrakki

Rykfrakkinn er lykilflík í vinnufataskápnum – hvort sem þú velur hann stuttan og sportlegan eða klassískan og síðan.
Weekday, Smáralind.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 89.990 kr.
Vero Moda, 9.990 kr.
Karakter, 48.995 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 99.990 kr.

Gömlu, góðu gallabuxurnar

Gallabuxurnar eru algjörlega ómissandi – klassískar, þægilegar og passa við allt. Þær eru grunnurinn sem hægt er að stílisera upp eða niður, eftir því hvort dagurinn kallar á afslappað eða fágað vinnulúkk.
Zara, 8.995 kr.
XL Straight, Levi´s Smáralind, 18.990 kr.
Calvin Klein, Galleri 17, 24.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Zara, 7.995 kr.
Galleri 17, 26.995 kr.
Gina Tricot, 9.195 kr.

Flottir fylgihlutir

Fylgihlutirnir gera oft gæfumuninn – síðar hálsfestar, mokkasínur, smart belti og vel valin taska getur umbreytt einföldu dressi á núlleinni.
Meba, 40.900 kr.
Zara, 26.995 kr.
Anine Bing, Mathilda, 49.990 kr.
Gina Tricot, 9.195 kr.
Zara, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
GS Skór, 22.995 kr.
Zara, 5.595 kr.
Mathilda, 119.990 kr.
Mathilda, 22.990 kr.
Mathilda, 19.990 kr.
Zara, 22.995 kr.
Zara, 27.995 kr.
GS Skór, 41.995 kr.
Zara, 19.995 kr.
Mathilda, 34.995 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 63.800 kr.
Prófaðu að nota leðurbelti utan um kápuna þína fyrir áhugavert tvist.
Hér mætast tvö stór trend, blöðrubuxur og síður blúndubolur yfir buxur.

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið