Vor- og sumarlína J. Lindeberg
Vor- og sumarlínan var að detta í hús hjá Kultur Menn í Smáralind og því ber einnig að fagna að nú fæst dömugolffatnaður frá merkinu einnig í Karakter.
Vor- og sumarlínan er ein sú allra flottasta hingað til. J.Lindeberg þorir heldur betur að stíga út fyrir þægindarammann þegar kemur að golffatnaði, en flíkurnar eru hannaðar með þægindi og frammistöðu í huga án þess að tískunni sé fórnað og nýjasta línan þeirra sýnir það vel. Línan einkennist af klassískum og stílhreinum fatnaði í fallegum litum og mynstrum sem vekja eftirtekt á golfvellinum.
Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem versla golfvörur í Kultur Menn eða Karakter fá veglegan gjafapoka frá J.Lindeberg þann 17. apríl milli 17 og 19. Allar kvittanir dagsins fara í pott og dreginn verður út einn heppinn viðskiptavinur sem vinnur J.Lindeberg-gjafabréf að andvirði 30.000 kr. ásamt 2 tímum í golfhermi hjá Golfhöllinni Granda. Fljótandi veigar verða að sjálfsögðu á sínum stað fyrir þá sem vilja lyfta sér aðeins upp með tilheyrandi stemningu.