Fara í efni

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska - 7. nóvember 2024

Við fengum að kíkja í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil sem er einn heitasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir.

Kíkt í pokann hjá Daniil

Klassíski stuttermabolurinn

Weekday bómullarbolirnir hafa slegið í gegn hjá öllum kynjum enda vandaðir og klassískir í fataskápinn. Daniil keypti svarta og hvíta sem ganga auðvitað við allt.
Weekday Smáralind, 3.700 kr.

Öryggið á oddinn

Daniil sagðist vera kominn með þriðja símann á árinu, þá koma góð hulstur sterk inn. Mikið úrval hulstra er að finna í Epli.
Epli, 2.990 kr.

Fyrsta bókin síðan Kiddi klaufi

Daniil sagðist ekki hafa lesið bók síðan hann féll fyrir Kidda klaufa en TikTok mælti með Atomic Habits sem er á metsölulista New York Times.
10 milljónir eintaka seld á heimsvísu en í lýsingu á bókinni segir að við ættum að geta breytt lífi okkar með örlitlum breytingum og byrjað strax í dag!

Góð hugmynd að jólagjöf

Inniskór eru klassísk jólagjöf sem allir kunna að meta. Þessir frá Polo Ralph Lauren fást í Herragarðinum þar sem úrvalið er gott.
Herragarðurinn, 15.080 kr.

Víðar, svartar gallabuxur

Buxurnar sem Daniil sýndi í myndbandinu eru væntanlegar í Galleri 17 Smáralind en þessar eru nokkuð nærri lagi.
Galleri 17, 18.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf

Tíska

Kíkt í pokann hjá einni hæfileikaríkustu leikkonu landsins

Tíska

Silfur er að trenda

Tíska

Topp 30 yfirhafnir fyrir karlana í haust