Vottur af vori
Svartur staðalbúnaður íslenskra kvenna má taka aftursætið smám saman þegar sólin fer að hækka á lofti. Þá er gaman að geta tekið fram ljósari tóna og léttari flíkur eftir langan og dimman vetur. Hér erum við með nokkrar hugmyndir að því sem gott er að fjárfesta í fyrir vorið, eins og léttar kápur í ljósum tónum en eins er gott að taka til í fataskápnum og leyfa pilsum að fá sitt móment í sviðsljósinu.
Steldu stílnum
Pils í öllum stærðum og gerðum
Með hækkandi sól mega pilsin gjarnan fá meiri tíma í sviðsljósinu en upp á síðkastið hafa hnésíð pils komið sterk inn en mínípilsin og gegnsæ pils verða líka áberandi og eins pils í kakístíl og plíseruð pils.
Gleraugu eru geggjaður fylgihlutur
Nú getum við sem notum gleraugu loksins vera trendí en tískukrádið rembist við að nota gleraugu sem fabjúlös fylgihlut þessa dagana. Ekki kvörtum við enda elskum við falleg gleraugu.
Kúrekastíll
Kúrekastíllinn á mikla endurkomu í tískuheiminum hjá öllum kynjum. Ertu reddí í kúrekastígvél og kögurjakka?
Diesel kombakk
Síðustu misseri hefur ítalska tískuvörumerkið Diesel átt þvílíka endurkomu inn á markaðinn og er nú jafnvel enn meira áberandi en í kringum aldamótin. Hér eru nokkur dress frá Diesel sem skinu hvað skærast á tískuviku í Mílanó.
Steldu stílnum
Fylgihlutirnir
Næntís-hárbandið er að trenda enn á ný, uppháir leðurhanskar sáust á fjölmörgum tískusýningarpöllum stærstu tískuhúsanna og áberandi eyrnalokkar halda áfram vinsældum sínum.
Molto bene!