Fara í efni

Skrítnustu og skemmti­legustu múnder­ingarnar á tískuviku í París

Tíska - 13. mars 2023

Götutískan á tískuviku er fullkomin tjáning sköpunarkraftsins en þar sýna djörfustu fasjónisturnar sínar bestu og skrautlegustu hliðar. Allt frá neon-litum níunda áratugarins yfir í pönk og grunge-tísku þess tíunda hefur götutískan alltaf snúist um að brjóta reglur og skapa eitthvað nýtt og ögrandi. Ef þú vilt dæla lífi, lit og húmor inn í fataskápinn þinn, mælum við með því að skrolla áfram fyrir innblástur, eða í öllu falli góða skemmtun.

Litríkir lokkar

Tískurkrádið var óhrædd við að sporta hárgreiðslum í sterkum litum, það er spurning hvort þetta mun skila sér í trendi til okkar hinna í náinni framtíð? Í öllu falli skemmtilegt og skrautleg tískuvikulúkk enda ætti tískan að vera skemmtileg leið til að tjá okkur og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.
Skærgrænn þvertoppur og tíkarspenar á þessari stílstjörnu.
Gullfallegir skærappelsínugulir lokkar sem njóta sín extra vel við grænt átfittið.
Fjólubleik bob á þessum tískutvíbbum.
Maja jarðarber mætt á svæðið!
Þvertoppar við þverröndótta kjóla.
Meira er meira hjá þessari elsku en bleika hárið hefur risið í vinsældum síðustu árin.
Blátt og bjútífúl.
Grænt og grafískt.
Bleikt við Bjarkar-greiðslu tíunda áratugarins. Love it!
Bleikir tíkarspenarnir eru sætir við græna litinn.
Munum við sjá eyrnarskjólin fá kombakk?
Annað bleikt dress.
Strákarnir tóku líka þátt í litríka hártrendinu.
Ef þú vilt dýfa tánni ofan í skæra hárliti geturðu notað litað hársprey í endana eða gert nokkrar strípur í lit til hátíðarbrigða.
Hagkaup, 1.639 kr.
Lyfja, 1.885 kr.
A4 Smáralind, 1.199 kr.

Krípí

Latex, krípí augnlinsur og skrautleg förðun var eitthvað sem við fengum að sjá nóg af á tískuviku í París. Leikræn tjáning tekin upp á næsta stig!
Þessi væri flott í Hatara-teyminu.
Groddaralegt og grafískt.
Praktískt að taka með sér fallhlíf.

Flippuð förðun

Fyrir aðdáendur förðunar var gaman að fylgjast með hverri tískudívunni á fætur annarri sporta frumlegum förðunarlúkkum.
Kattareylinerinn tekinn upp á næsta level.
Smá Madame Butterfly-fílingur.
Vel skreytt með steinum, glimmeri og öllum regnbogans litum.
Verið óhrædd við að blanda saman ólíkum litum, mynstrum og stílum og leyfið persónuleika ykkar að skína í gegn.

Silfrað

Hér kemur silfraða deildin.
Sexí silfurlitað dress á tískuviku í París.
Silfrað og skrautlegt. Takið eftir stígvélunum í Moonboots-stíl.
Djammtoppurinn tekinn upp á næsta level?
Þetta dress skilur ekki mikið eftir fyrir ímyndunaraflið.
Silfurlitaðar flíkur eru að trenda hjá körlunum í vor og sumar.
Pilsin minna okkur nú bara einna helst á álpappír. Er það bara við?
Silfurlitaðar flíkur og fylgihlutir eru að trenda á næstu misserum.

Volume up!

Stærra, breiðara, skrautlegra, hærra...það var engin feimni í gangi á tískuviku.
Eitt jólakúlulúkk frá tískuviku.
Þetta er...spes!
Já...
Við sjáum Birgittu Haukdal alveg fyrir okkur í þessu dressi.
Efnið sem hefði mátt fara í toppinn var notað í skykkjuna hér.
Vatterað!
Susie Bubble dansar við eigin tónlist, að vanda.
Leikur að hlutföllum.
Þessi er í góðu sambandi við guð.
Skemmtilegt og skrautlegt!
Ætli þessi sé sponseraður af Kellog´s?
Þetta dress minnir okkur einna helst á Met Gala-sófadressið hennar Kim K. frá árinu 2013.
Við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um þetta hybrid!
Þegar öllu er á botninn hvolft ætti tískan að vera skemmtileg og er hin fullkomna leið til að tjá persónuleika sinn á litríkan og húmorískan hátt.

Meira úr tísku

Tíska

Vertu í stíl við helstu kylfinga heims

Tíska

Jakkinn sem er mest að trenda í dag

Tíska

Goðsagna­kenndu gallabuxurnar sem allir þurfa að eiga

Tíska

30% afmælisafsláttur í Vero Moda! Stílisti velur flottustu flíkurnar

Tíska

Stílistinn okkar er svo skotin í þessum sjarmerandi stílstjörnum

Tíska

Topp 10 möst að eiga í fataskápnum í sumar

Tíska

Stærstu tískutrendin í vor og sumar 2023

Tíska

Flíkin sem þú verður að eiga í fataskápnum