Litríkir lokkar
Tískurkrádið var óhrædd við að sporta hárgreiðslum í sterkum litum, það er spurning hvort þetta mun skila sér í trendi til okkar hinna í náinni framtíð? Í öllu falli skemmtilegt og skrautleg tískuvikulúkk enda ætti tískan að vera skemmtileg leið til að tjá okkur og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.
Krípí
Latex, krípí augnlinsur og skrautleg förðun var eitthvað sem við fengum að sjá nóg af á tískuviku í París. Leikræn tjáning tekin upp á næsta stig!
Flippuð förðun
Fyrir aðdáendur förðunar var gaman að fylgjast með hverri tískudívunni á fætur annarri sporta frumlegum förðunarlúkkum.
Silfrað
Hér kemur silfraða deildin.
Volume up!
Stærra, breiðara, skrautlegra, hærra...það var engin feimni í gangi á tískuviku.
Þegar öllu er á botninn hvolft ætti tískan að vera skemmtileg og er hin fullkomna leið til að tjá persónuleika sinn á litríkan og húmorískan hátt.