Leðurjakkaæði
Önnur hver tískudíva sportaði leðurjakka á tískuvikunni í París sem fram fór á dögunum. Þeir sáust í yfirstærð, mótorhjólastíl, með axlarpúðum, stuttir, síðir og í frakkaformi. Brúnir tónar, vínrauðir, gráir og svartir voru mest áberandi en einnig sást einn og einn í lit eins og hárauðum.
Steldu stílnum
Rúskinn
Það er engum blöðum um það að fletta að rúskinnsjakkar, frakkar og töskur eru að trenda þessi dægrin. Við skiljum hæpið enda passar rúskinnið einstaklega vel inn í hausttískuna og litina sem haustinu fylgir. Hér eru stílstjörnurnar í París í fallegum rúskinnsflíkum og við værum alveg til í að stela stílnum.
Steldu stílnum
Très Chic
Hér eru nokkur átfitt sem heilluðu og okkur langar til að framkalla svipað „væb“.