Fara í efni

9 bestu nude varalitirnir fyrir alla húðtóna

Fegurð - 22. janúar 2021

Ef við værum spurðar hversu marga nude varaliti við eigum gætum við ekki svarað því svo auðveldlega. Allir hafa þeir þó sína einstöku kosti og að sjálfsögðu enginn þeirra alveg eins! Hér eru þeir bestu af þeim bestu fyrir alla húðtóna.

Ef þú er að leita að hinu fullkomna glossi, þá þarftu ekki að leita lengra. Dior Addict-glossið númer 640 er hinn fullkomni tónn og ekki nóg með það heldur gerir hann varirnar ómótstæðilega djúsí!

Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Varaliturinn Suzuran Nude frá Sensai hefur verið skyldueign í töskunni okkar síðustu ár og við höfum mælt með honum við alla sem vilja hlusta. Að okkar mati hinn fullkomni hversdagsvaralitur sem gengur við allt. Svo er ekki verra að hann inniheldur silki sem nærir varirnar. (Við mælum með því að skoða hann í Hagkaup í Smáralind því myndin er svolítið villandi.)

Super Cindy frá Charlotte Tilbury er eins og nafnið gefur til kynna innblásinn af súpermódelinu Cindy Crawford. Hann er mattur, með ferskjulituðum undirtón og hentar öllum húðtónum sem við höfum séð hann á. Ókostur að hann fæst ekki hér á landi.

(Hægt að panta á Cult Beauty)

Hér má sjá Super Cindy á nokkrum húðtónum.

Ódýrasti varaliturinn á þessum lista kemur úr smiðju L´oréal en hann er númer 642 og fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind. Áferðin er eins og á varasalva, undirtónninn frekar kaldur og hann gefur miðlungsþekju.

Varaliturinn Boy frá Chanel er goðsagnakenndur og hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Formúlan er varasalvakennd og undirtónninn er kaldur og bleikur en hann fer þeim sem eru með ljósan húðlit einstaklega vel.

Fæst í Hagkaup í Smáralind.
Það er eitthvað ómótstæðilega chic við umbúðirnar frá YSL. Litur númer 85 er tiltölulega dökkur nude með léttri áferð sem hylur vel. (Kemur dekkri út en hann virðist á mynd.) Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Liturinn Hug Me frá MAC er hrikalega fallegur á þeim sem eru með millidökka húðtóna en hann er með fallegri glansáferð.

Liturinn Hug Me frá MAC. Snyrtivörur frá merkinu fást í verslun MAC í Smáralind.
velvet teddy mac smáralind hér er
Velvet Teddy frá MAC er mattur næntíslitur með ferskjulituðum undirtón. Hér sést hann á nokkrum húðtónum.

Varaliturinn Souffle frá Becca nýtur sín vel á dökkum húðlit.

Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Vonandi hjálpar þetta ykkur að finna hinn fullkomna nude lit fyrir ykkar húðtón og smekk.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu förðunarvörur ársins 2021

Fegurð

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims fæst loksins á Íslandi

Fegurð

Jólagjafir pjattrófunnar á Tax Free

Fegurð

Verðlaunalökkin slá í gegn

Fegurð

Þetta er það heitasta í hári í dag

Fegurð

Nýjar uppgötvanir og bestu snyrtivörurnar á Tax Free

Fegurð

Nýtt og spennandi á íslenska snyrti­vöru­markað­num

Fegurð

Kynnstu heimi lífrænna snyrtivara