Fara í efni

Förðunar­fræðingur mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free

Fegurð - 2. febrúar 2023

Förðunarfræðingurinn okkar veit hvað hún syngur þegar kemur að snyrtivörum og er okkur innan handar þegar okkur vantar ráðleggingar á Tax Free. Hér er það besta á húðina að hennar mati. Tax Free-dagar standa yfir í Hagkaup Smáralind til 7. febrúar.

Bestu farðarnir

Hér eru bestu farðarnir að mati förðunarfræðings HÉR ER í nokkrum ólíkum flokkum.

Ódýrari týpurnar

Þó þessir séu í ódýrari flokknum er ekkert til sparað í formúlunum.
Þessi er dásemd! Hylur vel en er eins og krem á húðinni, gefur ljóma og helst vel á yfir daginn. 100% meðmæli! Hagkaup, 2.257 kr.

Litað dagkrem

Það er eitthvað einstakt við þetta litaða dagkrem, húðin ljómar sem aldrei fyrr. Hagkaup, 6.127 kr.

Fínni farðar

Þessir tveir tróna á toppnum en þeir gefa báðir góða milliþekju með fallegum ljóma sem aðlagast húðinni einstaklega vel.
Synchro Skin Radiant Lifting-farðinn frá Shiseido er einstakur. Gefur húðinni svo fallega, náttúrulega áferð með góðri milliþekju. Þessi er skotheldur! Hagkaup, 7.095 kr.
Forever Skin Glow gefur húðinni ljóma eins og hann komi í alvörunni innan frá. Úrvalið af snyrtivörum frá Dior er í Hagkaup, Smáralind.

Hyljarar

Þessir tveir eru eitthvað annað!
Það er eitthvað við þennan sem við getum ekki hætt að nota. Hann er keyptur aftur og aftur á okkar heimili. Mælum 100% með ef þið eruð á höttunum eftir besta hyljaranum. Hagkaup, 4.595 kr.
Bare With Me-hyljarinn sló í gegn á TikTok og Youtube og við erum sammála einróma dómunum. Hann er fullkominn og ekki skemmir verðmiðinn fyrir. Hagkaup, 2.173 kr.
Ef þú vilt meiri þekju út úr hyljaranum þínum er gott tips að leyfa honum að liggja á húðinni í nokkrar sekúndur áður en þú blandar honum inn. Virkar vel á báða hyljarana hér að ofan!

Púður

Ef þú ert að leita að hinum fullkomna púðurfarða eða lausu púðri til að setja farða, án púðurkenndrar áferðar, erum við með þá bestu í bransanum hér.
Við erum ekkert að grínast þegar við segjum að Total Finish frá Sensai sé besti púðurfarðinn í bransanum. Hann er skyldueign á okkar heimili. Elskum að nota hann einan og sér, yfir farða, undir augun sem hyljara eða sem „touch up“ yfir daginn. Hagkaup, 4.756 kr.
Púður er ekki bara púður! Þetta lausa púður frá Sensai er eins og silki á húðinni. Fullkomið til að setja farða og hyljara. Hagkaup, 5.402 kr.
Til að fá sem fallegasta áferð á húðina er gott að klára förðunina með farðaspreyi eins og Fix Plus frá MAC og dúmpa svo yfir með rökum förðunarsvampi frá Real Techniques.

Bestu tólin

Hér eru uppáhalds tólin okkar til að bera farða og hyljara á húðina.
Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques breytir leiknum í ásetningu hyljara og farða! Notist rakur. Hagkaup, 805 kr.
Expert Face Brush frá Real Techniques er í uppáhaldi hjá okkur fyrir farðaásetningu. Hagkaup, 1.289 kr.

Kinnalitir og sólarpúður

Það gefur húðinni þennan extra vá-faktor að nota gott sólarpúður og kinnalit. Hér eru þeir sem standa upp úr að okkar mati.
Glow Play-kinnalitirnir frá MAC eru með einstakri krem-púðuráferð sem gefa kinnbeinunum lit og ljóma. MAC, 5.878 kr.
Guerlain eru þeir sem komu fyrst á markað með sólarpúður og enginn hefur náð að toppa þá síðan. Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.
Water Fresh Blush frá Chanel er formúla sem við höfum aldrei séð áður. Þú verður eiginlega að dýfa puttunum í testerinn til að skilja. Chanel fæst í Hagkaup, Smáralind.
Berðu kinnalitinn á með svokölluðum stippling bursta, hátt upp á kinnbeinin, yfir eplin og nefið, fyrir frísklegt útlit.
Gott er að bera sólarpúður á með stórum fibre-bursta og dusta í kringum hárlínuna, ofan á kinnbeinin, undir höku og kjálkalínu og örlítið yfir nefið og niður hálsinn.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum