Fara í efni

Bestu snyrtivörurnar á hagstæðu verði

Fegurð - 19. ágúst 2021

Hér eru nokkrar af okkar uppáhaldssnyrtivörum sem kosta ekki skildinginn.

Bestu farðarnir

Við höfum prófað þá þónokkra en þessir eru í uppáhaldi og klikka aldrei!

Dream Urban Cover frá Maybelline fékk mikið lof þegar hann kom á markaðinn og ekki að ástæðulausu. Farðinn er léttur og kremaður með sterka milliþekju, fallegan ljóma og spf 50. Við biðjum ekki um meira! Fæst í Lyfju á 2.548 kr.
Infallable 24H farðinn frá L´Oréal er skotheldur fullþekjandi farði sem gerir húðina lýtalausa og helst einstaklega vel á húðinni yfir daginn. Instant klassík! Lyfja, 3.849 kr.
Við þreytumst ekki á að tala um Pharmaceris-farðann en hann er einn sá allra besti sem við höfum prófað, óháð verði! Hann er æðislegur fyrir viðkvæma húð, hylur eins og fullþekjandi farði en er borinn á eins og litað dagkrem. Inniheldur spf 50. Lyfja, 3.520 kr.

Hyljari

Uppáhalds hyljararnir okkar valda ekki vonbrigðum!

High Coverage-hyljarinn frá Gosh er eins og nafnið gefur til kynna fullþekjandi. Hann sameinast húðinni fallega og helst vel á yfir daginn. Svo skemmir ekki fyrir að Gosh-vörurnar eru á hagstæðu verði og fást í Hagkaup, Smáralind.
Instant Age Rewind frá Maybelline er goðsagnakenndur hyljari sem strokar út þreytumerki undir augum á núlleinni. Lyfja, 2.646 kr.

Augu

Hér eru skotheldur förðunarvörur fyrir fallega augnumgjörð.

Matte Eyeliner frá Gosh er ótrúlega kremaður augnblýantur sem kemur í fjölmörgum litatónum og helst vel á augunum. Mælum með! Fæst á góðum díl í Hagkaup, Smáralind.
Fyrir eitthvað extra og sérstök tilefni mælum við með augnhárunum frá Eyelure, þau klikka ekki! Uppáhaldið okkar eru svokallaðir „Wispie“-stílar eða 3/4 lengd eins og sést hér, enda skapa þau mjög náttúrulegt lúkk og eru auðveld í ásetningu.

Hér eru uppáhaldsmaskararnir okkar sem eru í ódýrari kantinum.

Ultra Thin Brow Pen frá Gosh minnir okkur á hinn sívinsæla augabrúnablýant frá Anastasiu Beverly Hills. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Varir

Lifter glossinum frá Maybelline hefur verið líkt við gríðarvinsælan gloss frá Fenty. Silkimjúkur og extra glansandi gloss sem nærir varirnar og gerir þær extra djúsí!
Hér má sjá litaúrvalið. Glossinn fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Lifter Gloss frá Maybelline.

Húð

Hér eru nokkrar af okkar uppáhalds virku húðvörum sem eru á hagstæðu verði.

Salicylic-sýra er hetju-innihaldsefnið í þessari línu frá Nip+Fab og er nauðsyn á okkar heimili, sérstaklega þegar við fáum bólur enda hreinsar sýran húðina vel. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Þetta serum frá Nip+Fab inniheldur C-vítamín í ágætismagni en það gefur húðinni einstakan ljóma. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Retinol er eitt af fáum innihaldsefnum sem sannað hefur virkni sína á fínar línur og hrukkur. Hægt er að fá húðvörur með ágætismagni af virkum innihaldsefnum eins og retinoli frá Nip+Fab sem fæst í Hagkaup, Smáralind.

Retinol Fix Over-Night kvöldkremið frá Nip+Fab er í uppáhaldi hjá okkur en það vinnur á fínum línum og hrukkum, meðal annars.

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí