Fara í efni

Dior-dagar

Fegurð - 7. júní 2021

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa hinar dásamlegu Dior-snyrtivörur á afslætti en nú standa yfir Dior-dagar í Hagkaup í Smáralind til 9. júní sem þýðir akkúrat það.

Við tókum saman nokkrar af okkar uppáhaldssnyrtivörum frá Dior og spennandi nýjungar sem vert er að skoða.

Möst

Forever Skin Correct-hyljarinn frá Dior er einn sá allra besti hyljarinn í bransanum að okkar mati og verður alltaf að vera til í veskinu okkar. Kremaður, fullþekjandi og formúlan er fullkomin.
Forever Skin Glow er uppáhaldsfarðinn okkar frá Dior en hann gefur dásamlegan ljóma og milliþekju.

Ef þú ert að leita að hinu fullkomna nude glossi, þarftu ekki að leita lengra. Stellar Gloss í lit 640 J´adior er í hinum fullkomna nude-tóni, gerir varirnar extra djúsí og klístrast ekki. Svo skemma umbúðirnar ekki fyrir!

Hér má sjá glossinn á tveimur ólíkum húðtónum.

Augnskuggapalletturnar frá Dior eru á heimsmælikvarða og margir þekktustu förðunarfræðingar heims dásama silkimjúka formúluna. Hins vegar viljum við gefa stöku augnskuggunum smá ást en ef þú finnur lit sem þú fílar þarftu ekki mikið meira! Þessi gullfallegi litur er númer 570 Copper.
Rosy Glow kinnaliturinn frá Dior gefur öllum húðtónum fallegan, rómantískan lit á kinnarnar sem er svo heillandi.

Spennandi nýjungar

Lip Glow eru sívinsælir, litaðir varasalvar sem voru að koma í nýrri, öppdeitaðri formúlu en liturinn Rosewood er frábær „your lips but better“-litur og er fullkominn svona dagsdaglega.

Super Potent Eye Serum-augnkremið úr Capture Totale-línu Dior er spennandi nýjung en augnsvæðið er viðkvæmt og húðin þar sú þynnsta á andlitinu. Augnsvæðið er einnig fljótt að sýna þreytu, bauga og fínar línur. Dior lofar góðum árangri á stuttum tíma en við elskum að bera það á því kremið kemur út um kælandi stálenda sem dásamlegt er að rúlla í kringum augnsvæðið á morgnana.

Mynd: KristínSam.
Hér má sjá umbúðirnar betur.
Super Potent Serum úr Capture Totale-línunni lofar sýnilegum árangri á eingöngu viku. Húðin virðist yngri, sterkari og ljómandi af heilbrigði. Serumið inniheldur hýalúronsýru á heimsmælikvarða sem gefur húðinni einstakan raka.
Diorshow Maximizer 3D er augnháraprimer sem borinn er á á undan maskara. Hann nærir augnhárin, gefur þykkara útlit, lengir og heldur sveigjunni vel. Ný og endurbætt formúla!

Dior-dagar standa yfir í Hagkaup í Smáralind til 9.júní þar sem veittur er 20% afsláttur af öllum vörum frá merkinu.

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí