Fara í efni

Hár og förðun vor 2021

Fegurð - 17. mars 2021

HÉR ER kíkti baksviðs hjá stærstu tískuhúsum heims til að forvitnast um hvað yrði heitast í hári og förðun í vor og sumar. Glossaðar varir, ljómandi húð og grafískur eyeliner eru áberandi, og hárið? Því styttra, því betra!

Næntís gloss

Við erum meira en til í næntís-varatískuna aftur. Áberandi varablýantur og ljósara gloss, það er eitthvað!

Djúsí varir hjá Acne með varaglossi frá Dior.

Eitt af þeim trendum sem við erum hvað spenntastar fyrir eru glossaðar varir með næntís-varablýanti eins og sást baksviðs hjá tískuhúsinu Acne.

Baksviðs hjá Acne. Myndir frá IMAXtree og framleiðendum.

Við komumst ekki hjá því að taka eftir því að förðunarmeistarinn hjá Acne notaði uppáhaldsglossinn okkar frá Dior. Hann heitir Dior Addict Stellar Lip Gloss og er númer 640. Fæst í Hagkaup í Smáralind.

Glært og gordjöss gloss!

Grafískur eyeliner

Eyeliner var áberandi á vortískusýningunum. Hann var gjarnan notaður allt í kringum augun eða formaður með grafískum línum á óhefbundinn hátt.

Baksviðs hjá Dior mátti sjá vel af þykkum, kolsvörtum eyeliner allt í kringum augun.
Baksviðs hjá Liberatore.
Klassískur og klæðilegur eyeliner hjá Dolce & Gabbana.

Eyeliner í öðrum litum en svörtum var einnig áberandi og er skemmtileg tilbreyting í vor og sumar.

Kajal Ink Artist eru einstaklega mjúkir og litsterkir kajal-eyelinerar frá Shiseido. Fást í Hagkaup í Smáralind.

Ljómandi

Hvað er fallegra en ljómandi húð, sérstaklega yfir vor- og sumarmánuðina?

Frá vorsýningu Alberta Ferretti.

Hér eru uppáhaldssnyrtivörurnar okkar til að framkalla ómótstæðilega náttúrulegan ljóma.

Appelsínurauðar varir

Okkur finnst fátt meira viðeigandi við ljómandi, sólkyssta húð en appelsínurauðar varir. Nokkur af stærstu tískuhúsum heims voru sammála okkur.

Morange frá MAC er kremaður á meðan Drama Matte frá Lancôme er mattur varalitur sem endist á vörunum allan daginn.

Kiss Kiss frá Guerlain í litnum Zesty Orange er kremaður og nærandi varalitur. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Stutt og laggott

Klippingarnar sem tröllríða tískuheiminum þessi dægrin eru í styttra lagi og náttúruleg áferð hársins fær að njóta sín. Þvertoppar og seventís-toppar eru einnig sjóðheitir.

Mica Argañaraz, sem gekk niður tískusýningarpallinn fyrir Boss er með klippingu sem endurspeglar hártísku vorsins vel.

Stutt, frjálslegt og með náttúrulegri áferð eru einkunnarorð vorsins þegar kemur að hári.

Hver þorir í stutt fyrir vorið?

Meira úr fegurð

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Stærstu bjútítrendin vorið 2022

Fegurð

Húð og förðun á fermingar­daginn