Fara í efni

Hártískan

Fegurð - 21. september 2022

Hvað er heitast í hári um þessar mundir?

Bob

Bob-klippingin (og lengri frændinn Lob) hefur verið vinsæl síðustu misserin, bæði hafa styttri útgáfur verið vinsælar en líka niður á axlir. Einnig er gaman að sjá að náttúruleg áferð hársins fær að njóta sín og styttur jafnvel klipptar inn í hárið, sem gefur því frjálslega og fallega hreyfingu.
Baksviðs hjá Vauthier.
Fallegir, náttúrulegir liðir.
Stílstjarnan Grece Ghanem rokkar þessa klippingu.
Þráðbeint og þokkafullt.
Styttur í toppnum en beinar línur annars.
Fallegar krullur í bob-klippingu.
Últra chic.
Smart útfærsla.
Hér er verið að vinna með sléttujárnið.
Þessi stíll er að koma sterkur inn.
Klæðilegt og kúl.
Einnig er gaman að sjá að náttúruleg áferð hársins fær að njóta sín og styttur jafnvel klipptar inn í hárið, sem gefur því frjálslega og fallega hreyfingu.

Drengjakollur ala Linda

Rétt upp hönd sem man eftir goðsagnakenndu klippingunni hennar Lindu Evangelistu? Við sjáum áhrifin gæta víða.
Þessi klipping gerði Grace Elizabeth að algerum töffara.
Svolítill Rosemary´s baby-fílingur hér.
Í anda Lindu.

90´s Linda

Drengjakollur í anda Lindu Evangelistu er að trenda!
Saltsprey frá Toni & Guy, Hagkaup, 1.199 kr.
Mótunarfroða frá L´oréal, Hagkaup, 899 kr.
Glanskrem frá Tigi, Hagkaup, 2.599 kr.
Krullukrem frá Tigi, Hagkaup, 2.599 kr.

Red hot

Ef við tölum aðeins um litatóna haustsins þá verða skærrauðir áberandi, koparlitur og mýkri útgáfur eins og Kendall Jenner hefur verið að rokka upp á síðkastið.
Náttúrulegi rauði liturinn er guðdómlegur.
Kendall Jenner baksviðs hjá Courreges.
Blunt cut.
Bleikrautt og bjútífúl.
Karen Elson er rauðhærða gyðjan okkar allra.
Mjúkur rauður tónn á þessari fallegu konu á tískuviku.
Listrænt hjá Schiaparelli.
Kardashian og Jenner-systur halda áfram að vera miklir áhrifavaldar en Kendall hefur rokkað fagurrauðum hárlit upp á síðkastið.

Nútíma Rachel-klipping

Rachel í Friends heldur áfram að heilla heimsbyggðina nokkrum áratugum síðar. Léttar styttur og hreyfing í síðu hári er ennþá eftirsóknarvert.
Rita Ora á tískuviku í París.
Ofurfyrirsætuhár verður alltaf eftirsóknavert!

Hárgreiðslur

Tíkarspenar, upphá tögl, franskir snúðar og næntís toppur er eitthvað sem við erum að sjá mikið af.
Súperslík og elegant tagl kemur vel út við berar axlir og áberandi kjól.
Fléttutögl eru líka hámóðins.
Franskur, látlaus snúður og hliðartoppurinn á sínum stað á Tamara Kalinic.
Uppátt tagl og fléttur.
Hér má sjá einstaklega elegant útgáfu af trendí hárgreiðslu á ofurfyrirsætunni Alessandra Ambrosio.
Næntístoppurinn tekinn út fyrir sviga.
Og hér.
Þessi hefur veitt okkur mikinn innblástur, hversu fab?
Chicnon af bestu gerð.
Eitt orð, váá!
Fléttutagl á tískuvikunni í París.
Karlie Kloss rokkar snúðinn.
Í anda Bjarkar.
Skólastelputíkarspenar fyrir utan hjá Dior.
Næntísstíllinn.
Tíkó er greinilega inni!

Náttúrulegt er best

Síðustu árin hefur náttúruleg áferð hárs hvers og eins fengið meira vægi og fengið að njóta sín í allri sinni dýrð. Þessu fögnum við!
Gyðja með guðdómlegar krullur á tískuvikunni í París.
Krullur baksviðs hjá Missoni.
Ein vinsælasta fyrirsæta dagsins í dag sem rokkar tjúllað afró.
Love it!
Kreisí kúl.
Geggjaðar krullur á þessari fegurðardís á tískuviku í París.
Grafískt og geggjað!

Hárfylgihlutir

Spennur og hárspangir eru heldur betur að trenda (allavega á Tik Tok!)
Skærgreinar hárspennur og tvílitt hár.
Því meira, því betra í þessu tilviki.
Hér er eitthvað áhugavert að gerast.
Skemmtileg útfærsla.
Sjampó fyrir krullað hár, Lyfja, 1.999 kr.
Hárolía frá Dr. Hauschka, Lyfja, 3.279 kr.
Meðferð við hárlosi frá Pharmaceris, Lyfja, 4.695 kr.
Sjampó fyrir vandamálahársvörð frá Sóley, Lyfja, 3.647 kr.

Gamla, góða mulletið!

Stjörnur á borð við Miley Cyrus og Billie Eilish hafa tekið rokklúkkið alla leið með klippingu í mullet-anda. Sitt sýnist hverjum en þær gera þetta vel!
Mylie rokkar þetta lúkk svakalega vel.
Billie er töffari af guðs náð.
Mullet-væb á götum Parísarborgar á tískuviku.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti

Fegurð

Klæðilega meiköpp trendið sem tröllríður TikTok

Fegurð

Hvað tekur förðunarfræðingur með sér í sumarfrí? Allt á Tax Free!

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum