Bob
Bob-klippingin (og lengri frændinn Lob) hefur verið vinsæl síðustu misserin, bæði hafa styttri útgáfur verið vinsælar en líka niður á axlir. Einnig er gaman að sjá að náttúruleg áferð hársins fær að njóta sín og styttur jafnvel klipptar inn í hárið, sem gefur því frjálslega og fallega hreyfingu.
Einnig er gaman að sjá að náttúruleg áferð hársins fær að njóta sín og styttur jafnvel klipptar inn í hárið, sem gefur því frjálslega og fallega hreyfingu.
Drengjakollur ala Linda
Rétt upp hönd sem man eftir goðsagnakenndu klippingunni hennar Lindu Evangelistu? Við sjáum áhrifin gæta víða.
Red hot
Ef við tölum aðeins um litatóna haustsins þá verða skærrauðir áberandi, koparlitur og mýkri útgáfur eins og Kendall Jenner hefur verið að rokka upp á síðkastið.
Nútíma Rachel-klipping
Rachel í Friends heldur áfram að heilla heimsbyggðina nokkrum áratugum síðar. Léttar styttur og hreyfing í síðu hári er ennþá eftirsóknarvert.
Hárgreiðslur
Tíkarspenar, upphá tögl, franskir snúðar og næntís toppur er eitthvað sem við erum að sjá mikið af.
Náttúrulegt er best
Síðustu árin hefur náttúruleg áferð hárs hvers og eins fengið meira vægi og fengið að njóta sín í allri sinni dýrð. Þessu fögnum við!
Hárfylgihlutir
Spennur og hárspangir eru heldur betur að trenda (allavega á Tik Tok!)
Gamla, góða mulletið!
Stjörnur á borð við Miley Cyrus og Billie Eilish hafa tekið rokklúkkið alla leið með klippingu í mullet-anda. Sitt sýnist hverjum en þær gera þetta vel!