Fara í efni
Kynning

Hin fullkomna húðrútína

Fegurð - 25. febrúar 2022

Í hafsjó upplýsinga um hinar ýmsu snyrtivörur getur verið snúið að vita hvað fer hvert og hvenær. Hér er húðrútína sem auðvelt er að fara eftir með vörum sem hafa mikla virkni.

Vital Perfection

Shiseido eru japanskt vörumerki sem framleiðir vandaðar snyrti- og húðvörur. En ein vinsælasta vörulínan þeirra er Vital Perfection. Þessi dásamlega lína hentar öllum konum á aldrinum 40 ára og eldri sem vilja vernda húðina gegn niðurbroti. Við ætlum að segja ykkur frá snilldar húðrútínu með vörum frá Vital Perfection.

Á morgnana

Hér eru vörur sem tilvalið er að nota í morgunhúðrútínunni.
Byrjum á að setja augnkremið Uplifting and Firming Eye Cream frá Shiseido en það veitir unglegra og bjartara augnsvæði. Á aðeins einni viku eykst þéttleiki húðarinnar og línur verða minna sýnilegar. Rík formúlan fer hratt inn í húðina og dregur einnig úr bólgum í kringum augnsvæðið.
Skref 2 er að bera serum á húðina, en LiftDefine frá Shiseido gefur húðinni ferskara og unglegra útlit á aðeins 4 vikum. Serumið þéttir, lyftir og lífgar upp á húðina með léttri og nærandi formúlu. Einnig gerir það húðlitinn jafnari og mótar andlitsdrætti þína.

Kvöldrútína

Hér eru nokkrar perlur sem við mælum með að bera á sig á kvöldin.
Eftir serumið er gott að nota Intensive WrinkleSpot Treatment. Þetta virka krem inniheldur Pure Retinol-tækni sem vinnur staðbundið á þeim svæðum sem þú vilt vinna á og skilar miklum árangri. Við mælum með að setja þetta krem á það svæði sem þú vilt minnka öldrunareinkenni eða djúpar línur. Árangur sést eftir 4 vikur.

Uplifting and Firming-dagkrem

Næst notum við dagkrem, en þetta krem sér til þess að gefa húðinni hálfgerða lyftingu og munt þú sjá árangur á stuttum tíma. Eftir viku verður húðin sléttari og innan mánaðar verður hún þéttari og bjartari. Dagkremið kemur í mismunandi útgáfum, fyrir mjög þurra húð og svo venjulega húð. Einnig getur þú fengið það með SPF 30.
Það er alltaf notalegt að enda langa daga á dekri. Andlitsmaskinn frá Shiseido er háþróaður og skilar árangri eftir fyrstu notkun. Maskinn er í tveimur hlutum, legst vel að andliti, kjálka og háls. Stærri maskinn er settur á allt andlitið en lengri maskinn er festur á bakvið eyrun og styður við hökuna. Maskinn á að vera á andlitinu í 10 mínútur.
Endum daginn á góðu kremi, Overnight Firming Treatment endurvekur húðina á meðan hún sefur. Kremið lífgar upp á hana, vinnur á sýnilegum öldrunareinkennum, eykur teygjanleika hennar og jafnar út mislit í húðinni.

Verðlaunuð húðvörulína sem inniheldur hunang

Vissir þú að hunang er einstaklega hollt og gott fyrir húðina? Það hefur græðandi eiginleika og hjálpar húðinni við endurnýjun. Abeille Royale-húðvörulínan frá Guerlain notar aðeins hágæða hunang frá eyju rétt fyrir utan strendur Frakklands og eru vörurnar í línunni þekktar fyrir sín náttúrulegu og virku innihaldsefni.
Youth Watery Oil frá Guerlain er margverðlaunað andlitsserum. Einstök blanda af rakavatni, olíu og serumi. Þessi blanda hentar öllum húðgerðum og veitir húð þinni rakan, ljóman og þéttleika. Má blanda í öll krem, farða eða nota eitt og sér.
Unaðslegt dagkremið í Abeille Royale inniheldur hágæða hunang sem endurnýjar húðina. Vítamín C þéttir húðina, vinnur gegn fínum línum og sér til þess að húðin viðhaldi ljóma sínum. Rík og mjúk formúlan gerir húðina silkimjúka. Til þess að toppa rútínuna fæst þessi vara einnig í næturformi og heitir það krem Night Cream.

Virkar ampúllur sem innihalda retinol

Advanced Ceramide-ampúllurnar njóta mikilla vinsælda um allan heim. Nú er komin á markað nýjung frá Elizabeth Arden en Retinol Ceramide Capsules eru ampúllur sem mælt er með að setja á andlitið fyrir nóttina. Þessi einstaka blanda af retinoli og ceramide styrkir, endurnýjar og nærir húðina. Retinol er búið til úr A-vítamíni og eykur framleiðslu kollagens á meðan retinol hvetur húðina til endurnýjunar en mikilvægt er að gefa húðinni raka samhliða og þar kemur ceramide inn í formúluna. Þessi einstaka blanda dregur úr sýnilegum öldrunarmerkjum, gefur húðinni raka, ljóma og jafnar húðlit.

Fyrir konur á fertugsaldri

Extra-Firming-línan frá Clarins er ætluð konum á fertugsaldri. Kremin eru einstaklega fersk með silkiáferð og vernda húðina vel. Hún verður bjartari, rakameiri og fyllri. Formúlan vinnur gegn skemmdum á húðinni sem örsakast af öldrun en húðin verður silkimjúk við fyrstu ásetningu. Kremið er fáanlegt bæði í dag-og næturútgáfu fyrir allar húðgerðir.
Nú er tilvalið að gera vel við sig og nýta Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup sem stendur yfir til 3. mars.

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!