Fara í efni

Einstakar snyrtivörur úr silki sem slegið hafa í gegn

Fegurð - 5. maí 2021

SENSAI-snyrtivörurnar hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi en ætli Bronsing Gelið frá SENSAI sé ekki ein allra vinsælasta snyrtivara íslenskra kvenna. Það sem gerir þessar japönsku snyrtivörur einstakar er silkið sem þær innihalda. Kynnum okkur fegurðarleyndarmál japanskra kvenna sem hafa löngum þótt vera með afburða fallega húð.

SENSAI eignaðist sína fyrstu viðskiptavini í London fyrir fjörutíu árum. Heillandi og þaulhugsaðar snyrtivörur, sem voru afrakstur ítarlegra rannsókna japanskra vísindamanna, sköpuðu SENSAI-vörunum miklar vinsældir meðal evrópskra viðskiptavina, jafnvel meðal þeirra allra kröfuhörðustu.

Af hverju silki?

Uppgötvunina af áhrifum silkis á húðina má rekja til þess tíma þegar konur sátu við vefstóla og spunnu klæði úr silkiþræði. Glöggir aðilar tóku eftir að húðin á höndum kvennanna var einstaklega slétt og silkimjúk og var það síðar rakið til áhrifa frá silkiþræðinum. Í framhaldinu hófu forsvarsmenn SENSAI áratugalanga leit að því hvernig best mætti stuðla að lýtalausri og silkimjúkri húð. Þessi vegferð leiddi þá áfram að Koishimaru-silkinu sem oft er nefnt ,,hið konunglega silki“ þar sem það var á sínum tíma eingöngu framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Japan og allt fram á okkar daga þykir það fínasta silkið sem hægt er að fá.

Japönsk fegurðarleyndarmál

Eiginleikar Koishimaru-silkis í fegurðarbransanum eru hreinlega goðsagnarkenndir, ekkert annað silki hefur reynst búa yfir slíkum áhrifum. Rannsóknir sýndu að með ljóma sínum, hárfínum litbrigðum og óendanlegum fínleika myndar Koishimaru-silkið hinn allra þægilegasta verndarhjúp, rétt eins og húðin sé sveipuð nýrri yfirborðshúð. Rannsóknaraðilar uppgötvuðu að Koishimaru-silkið býr yfir þeim einstöku eiginleikum að geta örvað framleiðslu á rakagefandi, náttúrulegum efnum, þeim sömu og fyrirfinnast í húðinni, sem eru nauðsynleg til að öðlast lýtalausa og silkimjúka húð.

Vaknaðu umvafin silki

Absolute Silk Micro Mousse Treatment er loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur, svonefndar örbólur, en þær, ásamt konunglega Koishimaru-silkinu, örva og efla starfsemi húðarinnar.

Þegar froðan er borin á húðina smjúga örsmáar loftbólurnar, sem eru mun minni en hver svitahola um sig, inn í húðina. Rétt eins og húðin hafi öðlast nýtt líf er hún nú allt önnur og orkumeiri, bæði útlitslega og tilfinningalega er hún stinnari, hefur meiri útgeislun og er áberandi áferðarfalleg. Betur en nokkru sinni fyrr er húð þín tilbúin til að taka á móti þeirri næringu sem á eftir kemur.

Með ABSOLUTE SILK CREAM og FLUID verður upplifunin af áhrifum Koishimaru- silkisins ólík öllu öðru sem þið hafið upplifað áður – bæði kremið og húðmjólkin búa yfir þeim einstöku kostum að strax frá fyrstu snertingu njótið þið áhrifanna af mögnuðum eiginleikum silkisins. Hinir sérstæðu eiginleikar þessa eðalfína silkis til að vinna gegn ummerkjum öldrunar á húðinni – og sem SENSAI hefur einkaleyfi fyrir – er nú mögulegt að yfirfæra til húðarinnar í þeim eftirsótta tilgangi að gera hana slétta, stinna og geislandi af vellíðan.

Eiginleikar Koishimaru-silkis í fegurðarbransanum eru hreinlega goðsagnarkenndir, ekkert annað silki hefur reynst búa yfir slíkum áhrifum.

Sensai-snyrtivörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí