Fara í efni

Hvernig verður hártískan í haust?

Fegurð - 30. ágúst 2021

Við komumst að því að þetta er klippingin sem margar af flottustu konum heims sporta um þessar mundir.

Á tískupöllunum

Kjálkasíddin var vinsæl á hausttískupöllunum og þvertoppurinn kom einnig sterkur inn.

Áhrifavaldar

Þegar Kardashian-systir klippir hárið stutt vitum við að trendið er í alvörunni að trenda, big time.

Kourtney Kardashian með fallega sídd og náttúrulega áferð á hárinu. Mynd: @kourtneykardash.
Hér sýnir Angie Garcia hversu falleg kjálkasíddin er í náttúrulega krulluðu hári.
Leikkonan Kerry Washington er elegansinn uppmálaður með bob-klippingu og fallegar hárspennur.
Chloé Miles sýnir hér retró-legt lúkk með beinni klippingu og hártoppi sem gefur einstaklega franskt væb.
Fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir Cindy Crawford, sem vann augljóslega í genalottóinu og væri flott í ruslapoka rokkar stutta hárið.
Tískufyrirmyndin Grece Ghanem er stórglæsileg með stutta, gráa hárið sitt.
Gilda Ambrosio sýnir hér hversu heilbrigt hárið getur verið þegar slitnir endar eru úr sögunni. Trés Chic!

Hér sést hversu fallegt er að hafa örlitla liði í kjálkasíðu hári.

Fyrir töff áferð

Þurrsjampó gefur hárinu extra fyllingu í rótina á meðan saltsprey býr til töff strandaráferð.

Fyrir næringu og glans

Hármaskar og olíur gefa hárinu næringu og glans sem aldrei fyrr.

Hárfylgihlutir

Skemmtilegir fylgihlutir setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að hárinu í haust.

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí