Fara í efni

„Besta krem allra tíma“ fæst nú á Íslandi

Fegurð - 11. október 2022

Augustinus Bader-húðvörumerkið hefur á örfáum árum breytt leiknum í bransanum með gríðarlegri velgengni. Hollywood-liðið heldur varla vatni yfir þessum snyrtivörum sem hafa hlotið yfir 50 verðlaun en eitt af kremunum þeirra, The Rich Cream, var valið besta krem allra tíma af 300 sérfræðingum í faginu. Góðu fréttirnar eru að Augustinus Bader fæst nú á Íslandi í snyrtivöruversluninni Elira í Smáralind.

Nú fást verðlaunahúðvörurnar sem allir í Hollywood eru að missa sig yfir á Íslandi. Kíkið við í Elira í Smáralind til að kynna ykkur Augustinus Bader.

Augustinus Bader

Augustinus Bader hefur varið yfir þrjátíu árum í stofnfrumurannsóknir og í það að þróa tækni sem virkjar getu líkamans til að lækna sig sjálfur og endurnýja frumur sínar. Árið 2008 þróaði hann byltingarkennt sáragel sem læknar alvarlega húðáverka án þess að koma þurfi til skurðaðgerðar eða húðígræðslu. Það er sú byltingarkennda tækni sem veitti Augustinus innblástur að húðvörunum.
Augustinus Bader er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði stofnfrumulíffræði og er maðurinn á bakvið tæknina sem The Cream og aðrar húðvörur Augustinus Bader eru byggðar á.
The Cream kom á markað árið 2018 og fljótlega fóru fréttir að spyrjast út um þetta frábæra krem sem betrumbætti húðina á örskömmum tíma. Stórstjörnurnar vestanhafs voru ekki lengi að hoppa á vagninn og síðan þá hefur velgengni Augustinus Bader verið hreint út sagt stórkostleg.

Augustinus Bader-vörumerkið hefur unnið yfir 50 verðlaun fyrir húðvörur sínar og nýjasta rósin í hnappagatið bættist við þegar The Rich Cream var valið besta krem allra tíma af 300 sérfræðingum í faginu.

Tæknin sem gerir húðvörurnar frá Augustinus Bader frábrugðnar öðrum er kölluð TFC8 en sú tækni leiðir lykilnæringarefnin inn á réttan stað í húðina og styður við og býr til ákjósanlegt umhverfi fyrir frumurnar til að endurnýja sig. Kremin örva því hið náttúrulega húðendurnýjunarferli og bætir þannig húðina.
Formúlan aðlagar sig að þörfum hvers og eins, dregur úr fínum línum, litabreytingum, roða, bólum og öðrum húðskemmdum sem hafa komið vegna ytri umhverfisþátta. TFC8 nærir líka húðina, verndar hana og þjálfar í að endurnýja sig á skilvirkan máta sem gerir það að verkum að húðin verður heilbrigðari, stinngar, sterkari og jafnari með tímanum. Í formúlunni eru yfir 40 innihaldsefni, meðal annars amínósýrur, mikið magn vítamína og gervisameindir sem haga sér eins og sameindir í húðinni og búa til hið rétta umhverfi til að húðin nái að endurnýja sig sem best.
Victoria Beckham var svo yfir sig hrifin af húðvörunum frá Augustinus Bader að hún bað hann um að hanna fyrir sig farðaprimer sem inniheldur formúluna sem húðvörumerkið er þekkt fyrir.

Versla Augustinus Bader

Kremið sem var valið besta krem allra tíma! The Rich Cream, Elira, 11.990 kr.
The Ultimate Soothing Cream, Elira, 34.990 kr.
The Cream, Elira, 11.990 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitustu trendin í hári

Fegurð

Stærsta bjútí trendið í dag-hefurðu prófað?

Fegurð

Hárvörur sem gera við hárið innan frá slá í gegn

Fegurð

Brúnkan sem breytir leiknum

Fegurð

Förðunar­fræðingur mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free

Fegurð

Húðvörurnar sem Hollywood-stjörnurnar elska eru komnar til landsins

Fegurð

Svona verður hárið á svölu stelpunum 2023

Fegurð

Hátíðarförðunin 2022