Augustinus Bader
Augustinus Bader hefur varið yfir þrjátíu árum í stofnfrumurannsóknir og í það að þróa tækni sem virkjar getu líkamans til að lækna sig sjálfur og endurnýja frumur sínar. Árið 2008 þróaði hann byltingarkennt sáragel sem læknar alvarlega húðáverka án þess að koma þurfi til skurðaðgerðar eða húðígræðslu. Það er sú byltingarkennda tækni sem veitti Augustinus innblástur að húðvörunum.
Augustinus Bader-vörumerkið hefur unnið yfir 50 verðlaun fyrir húðvörur sínar og nýjasta rósin í hnappagatið bættist við þegar The Rich Cream var valið besta krem allra tíma af 300 sérfræðingum í faginu.
Tæknin sem gerir húðvörurnar frá Augustinus Bader frábrugðnar öðrum er kölluð TFC8 en sú tækni leiðir lykilnæringarefnin inn á réttan stað í húðina og styður við og býr til ákjósanlegt umhverfi fyrir frumurnar til að endurnýja sig. Kremin örva því hið náttúrulega húðendurnýjunarferli og bætir þannig húðina.