VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Augustinus Bader-húðvörumerkið hefur á örfáum árum breytt leiknum í bransanum með gríðarlegri velgengni. Hollywood-liðið heldur varla vatni yfir þessum snyrtivörum sem hafa hlotið yfir 50 verðlaun en eitt af kremunum þeirra, The Rich Cream, var valið besta krem allra tíma af 300 sérfræðingum í faginu. Góðu fréttirnar eru að Augustinus Bader fæst nú á Íslandi í snyrtivöruversluninni Elira í Smáralind.
Augustinus Bader-vörumerkið hefur unnið yfir 50 verðlaun fyrir húðvörur sínar og nýjasta rósin í hnappagatið bættist við þegar The Rich Cream var valið besta krem allra tíma af 300 sérfræðingum í faginu.
Tæknin sem gerir húðvörurnar frá Augustinus Bader frábrugðnar öðrum er kölluð TFC8 en sú tækni leiðir lykilnæringarefnin inn á réttan stað í húðina og styður við og býr til ákjósanlegt umhverfi fyrir frumurnar til að endurnýja sig. Kremin örva því hið náttúrulega húðendurnýjunarferli og bætir þannig húðina.