Fara í efni

Nýtt og spennandi á íslenska snyrti­vöru­markað­num

Fegurð - 22. október 2021

Ein glæsilegasta snyrtivöruverslun landsins opnaði á dögunum í Smáralind. Elira er með nokkur ný og spennandi snyrtivörumerki á íslenska markaðnum ásamt rótgrónum vörumerkjum sem við þekkjum öll. Við kynntum okkur úrvalið og tókum eigandann, Rakel Ósk Guðbjartsdóttur, tali.

Elira selur snyrtivörur frá rótgrónum vörumerkjum eins og Chanel og Clarins en einnig nýrri vörumerki á borð við RSM Beauty, Mykitco, Augustinus Bader, Youngblood og Skin Regimen.

RMS Beauty

RMS eru náttúrulegt snyrtivörubrand sem þekkt er fyrir kremkennda augnskugga, highlightera og kinnaliti, meðal annars. Við mælum persónulega með Living Luminizer og Eye Polish sem eru fullkomnar snyrtivörur fyrir chic konur sem vilja smart lúkk á fyrirhafnalausan máta.

Hér má sjá ekta RMS Beauty-lúkk sem snýst mikið um náttúrulegan ljóma og áreynslulaus útlit.

@julia_heiermann með RMS Beauty.

Eye Polish eru kremaðir augnskuggar sem eru einstaklega auðveldir í ásetningu. Okkur finnst best að nota bara fingurna og nudda litunum í kringum augun.

Eye Polish frá RMS Beauty sem fæst í Elira Smáralind.

Lip2Cheek frá RMS er hægt að nota bæði á varir og kinnar.

Kynnið ykkur úrvalið og fáið tilfinningu fyrir snyrtivörunum í Elira Smáralind.

Hér fyrir neðan má sjá Chloé Morello nota RMS.

Augustinus Bader

Er eitt heitasta húðvörumerkið í bransanum um þessar mundir. Margverðlaunaðar formúlurnar hafa verið í þróun í yfir 30 ár hjá þekktasta stofnfrumuvísindamanni okkar tíma. Stjörnurnar keppast við að hæla merkinu og hefur Victoria Beckham meðal annars sett nafnið sitt á nokkrar vörur frá Augustinus Bader.

Hollywood-stjörnurnar keppast við að hæla og mæla með Augustinus Bader-húðvörunum. Nú fást þær loksins í hér á landi í Elira Smáralind.

Ofurfyrirsætan Amber Valetta er meðal annars aðdáandi Augustinus Bader eins og sést hér þar sem hún framkallar náttúrulegt útlit fyrir Vogue.

Grande Cosmetics

Eitt mest selda augnháraserum í heiminum í dag kemur frá Grande Cosmetics og heitir GrandeLASH MD. Við getum persónulega mælt með því, áhrifin eru ótrúleg því augnháraserumið lengir og dekkir augnhárin til muna.

Chanel

Chanel-vörumerkið þarf vart að kynna en hér má sjá fallega haustlúkkið frá tískuhúsinu goðsagnakennda.

Mykitco

Var stofnað af förðunarfræðingnum James Molloy og manninum hans Alex Thompson árið 2015. James er búinn að vera í bransanum í yfir 20 ár og ferðast um allan heiminn vegna vinnu sinnar en hann vann til að mynda fyrir MAC og Rimmel en var aldrei nógu ánægður með þá bursta og töskur sem til voru á markaðnum fyrir. Hann ákvað því að búa til sína eigin hágæðalínu af förðunarburstum, töskum og fylgihlutum sem eru sérstaklega stílaðir að förðunarfræðingum og förðunaráhugafólki.

Við elskum meðal annars blöndunarburstana frá Mykitco.

Magicstripes

Er þýskt vörumerki hannað af stjörnuförðunarfræðingnum Natalie Franz árið 2013. Merkið hlaut strax miklar vinsældir og er vel þekkt í dag meðal stórstjarnanna og er oft til umfjöllunar í tímaritum á borð við Vogue, Elle og Harper’s Bazaar.
Magicstripes er sannkallað “leynivopn” Hollyood-stjarnanna gegn þreyttri og stressaðri húð.

Magicstripes-maskarnir eru leynitrix Hollywood-stjarnanna.

Skin Regimen

Býður upp á nýja nálgun við húðumhirðu fyrir nútímafólk sem lifir hröðu og krefjandi lífi. Fyrirtækið var stofnað í Parma á Ítalíu árið 1983 og er stjórnað af Dr. Davide Bollati, snyrtivöruefnafræðingi, hugsjónarmanni og frumkvöðli sem er þekktur fyrir sjálfbærni.

Skin Regimen-húðvörurnar hafa slegið í gegn en nú fást þær í Elira Smáralind.

Youngblood

Youngblood er margverðlaunað snyrtivörumerki sem framleiðir steinefna förðunarvörur. Það var stofnað af Pauline Youngblood því hún vildi framleiða vörur sem gæfu náttúrulegt útlit en hyldu þó vel og án þess að fólki liði eins og það væri með maska framan í sér öllum stundum.
Youngblood Mineral Make Up eru 100% náttúrulegar og hreinar vörur og eru framleiddar eftir kúnstarinnar reglum sem tryggja það að vörurnar eru léttar en með fullkominni þekju.

Youngblood eru 100% náttúrulegar og hreinar snyrtivörur.

Marc Inbane

Er hollenskt hágæða snyrtivörumerki sem framleiðir lúxushúðvörur með áherslu á brúnkuvörur og eru miklir frumkvöðlar á sínu sviði. Brúnkuvörurnar frá þeim hafa hlotið einróma lof og unnið til snyrtivöruverðlauna.

Brúnkuvörurnar frá Marc Inbane gefa einstaklega fallegan lit og ljóma.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir er eigandi Elira í Smáralind en henni fannst vanta vettvang þar sem fólk gæti auðveldlega komið og fengið ráðgjöf í húðumhirðu og förðun.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, eigandi Elira í Smáralind.
Hvaða vörumerki eruð þið með til sölu sem hafa ekki fengist hér á landi áður?

Við erum að bjóða uppá tæknilegu kremin frá Augustinus Bader sem hafa verið að tröllríða öllu núna síðustu misseri og stjörnurnar geta ekki hætt að lofa. Einnig erum við með RMS, Evolve og My KitCo sem eru öll tiltölulega ný á íslenska markaðnum.

Hvernig kynntist þú þeim vörumerkjum?

Ég hef verið að fylgjast vel með bransanum og hef verið mikið að skoða hvað vantar á markaðinn hér heima.

Hvaða trend eru mest áberandi í förðun í vetur og hvað þykir þér mest spennandi?

Heilbrigð og ljómandi húð og litsterkar varir er svona það sem ég er hvað spenntust fyrir.

Hvaða tísku sérðu eftir að hafa fylgt?

Ofplokkaðar augabrúnir! Annað er bara skemmtileg hringrás og kemur aftur og aftur í tísku.

Hvað er besta fegrunarráð sem þú hefur fengið?

Það skiptir mestu máli að vera bara maður sjálfur, það þarf enginn að fylgja einhverjum stefnum og straumum nema hann vilji það. Svo ætlar snyrtifræðingurinn í mér að nefna að þvo andlitið kvölds og morgna alla daga sem bætir heilsu og fegurð húðarinnar.

Hver er þín helsta tísku- og fegurðarfyrirmynd?

Ég er rosa Victoriu Beckham aðdáandi akkurat núna og finnst hún vera að gera einstaklega flotta hluti bæði með fatamerkinu sínu og förðunarvörunum.

Hvaða snyrtivöru keyptir þú þér síðast?

Olíuna frá Augustinus Bader, mér fannst ég þurfa extra mikla næringu núna þegar kuldinn byrjar að herja á okkur af krafti.

Hvaða húðvörum gætir þú ekki verið án?

Í dag eru það Cleansing Melt frá Evolve, Augustinus Bader-dagkremið og Urban Shield-sólarvörnin frá Skin Regimen.

Uppáhalds farði?

Un Cover up-farðinn frá RMS.

Uppáhalds varalitur?

Rebound frá RMS.

Uppáhalds maskari?

Le Volume maskarinn frá Chanel.

Uppáhalds palletta?

Í augnskuggum er það Shanghai Nights frá Youngblood, geggjuð grunnpalletta og svo er Luminizer-pallettan frá RMS algjört sælgæti og ég nota hana alla daga út um allt andlit.

Uppáhalds ilmur?

Coco Mademoiselle í ilmvatni, svo fæ ég ekki nóg af Tranquillity ilminum í Comfort Zone og nota húsilminn óspart.

Þrjár snyrtivörur sem þú getur ekki verið án?

Góður hreinsir, dagkrem og sólarvörn er eitthvað sem ég get ekki verið án.

Uppáhalds bók?

Eyland situr enn í mér, alveg geggjuð bók. Verð að fara að byrja að hlusta á Eldarnir.

Uppáhalds hönnuður?

Anine Bing og Victoria Beckham.

Lífsmottó?

Þetta á ekki að vera flókið.

Beauty begins the moment you decide to be yourself.

Kemur frá Coco Chanel sjálfri en Rakel heldur mikið upp á quote-ið.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti

Fegurð

Klæðilega meiköpp trendið sem tröllríður TikTok

Fegurð

Hvað tekur förðunarfræðingur með sér í sumarfrí? Allt á Tax Free!

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum